Víðsjá - dec 1946, Side 95
NOKKRAR NÝJAR BÆKUR
93
Þá hefur Tryggvi Jónsson
sent frá sér nokkra æviþætti:
Árblik og aftanskin, sem Kon-
ráð Vilhjálmsson hefur búið til
prentunar (190 bls., verð 20 kr.
ób.) og Ásmundur Helgason
hefur ritað: Þátt af Brynjólfi
Jónssyni, skipstjóra, Eskifirði.
(44 bls, 5 kr.).
Þjóðsögur og sagnir hafa
margar komið t. d. Skaftfellsk-
ar þjóðsögur og sagnir eftir
Guðmund Jónsson Hoffell. Mar-
teinn Skaftfells hefur séð um
útgáfuna. í bókinni er sjálfs-
ævisaga Guðmundar, sagnir um
jökla, jökulhlaup o. fl. í Austur-
Skaftafellssýslu, frásagnir um
menn og viðburði, alþýðutrú
ýmis konar, orðatiltæki, skrítl-
ur og kveðskapur. 324 bls, 35
kr. ób, 50 kr. og 68 kr. íb.
Af nýju ritsafni: IVIenn og
minjar. íslenzkur fróðleikur og
skemmtun hafa komið 3 hefti,
sem Finnur Sigmundsson, lands-
bókavörður, hefur búið til
prentunar. I. bindi heitir: Úr
blöðum Jóns Borgfirðings (149
bls. kr. 12.50 ób.), III. bindi:
Grímseyjarlýsing eftir síra Jón
Norðmann (58 bls. 5 kr.), IV.
bindi: .Allrahanda, eftir Jón
Norðmann (170 bls. kr. 12.50).
Ennfremur hefur komið fram-
hald á ýmsum söfnum þjóðlegra
fræða:
Vesfirzkar sagnir, III. bindi.
Fyrri hluti. Eftir Arngr. Fr.
Bjarnason. Austantórur, II.
bindi, eftir Jón Pálsson. íslenzk-
ar þjóðsögur og sagnir, VIII.
bindi Sigfúsar Sigfússonar og
íslenzkar þjóðsögur, IV. bindi,
eftir Einar Guðmundsson.
Skáldsögur hafa komið eftir
Guðrúnu Jónsdóttur frá Prest-
bakka: Ekki heiti ég Eiríkur
(127 bls, verð 25 kr. íb.) og
eftir Þorleif Bjarnason: Og svo
kom vorið (88 bls, 10 kr. ób.
18 kr. íb.). Áður hefur komið út
eftir Guðrúnu, Fyrstu árin, og
Þorleifur Bjarnason er höfund-
ur Hornstrendingabókar.
Þrír ungir menn hafa sent frá
sér smásögur og er Þorsteinn
Jósepsson einn þeirra. Hann er
áður kunnur fyrir bækur sínar,
þessa kallar hann Týrur, og er
hún með myndum eftir Halldór
Pétursson, Hauk Stefánsson,
Axel Helgason og Atla Má (136
bls, 18 kr. ób. og 26 kr. íb.).
Lifendur og dauðir heitir bók
Kristjáns Bender (145 bls,
12.50 ób.), en Friðjón Stefáns-
son nefnir sína bók: IVIaður
kemur og fer (157 bls, 20 kr.
ób.). Hann hefur birt eftir sig
smásögur áður í ýmsum tímarit-
um.
Ljóðabækur hafa komið út
eftir: Huldu, síðustu ljóð henn-
ar, er heita Söngur starfsins,
245 bls, 30 kr. ób, Guðmund
v í ð s j Á