Freyja - 01.05.1901, Blaðsíða 2

Freyja - 01.05.1901, Blaðsíða 2
FHEYJA Eldheitt í barini æskublóðið vellur, aldanna hrönn að fótum henni skellur. Þróttinn hún finnur: Öfl í œðum funa, ólgandi fossa kynjamögnin duna. Auðlindir sævar ótæmandi bruna. Ónotuð frjógnótt beiskju vekur muna. Yeit ’ún að hún er ei af kotungskyni. kann og að fóstra inarga vaska syni. Mænir nú hljóð gegn ungrar aldar skini — — Á hún þar von á lengi þráðum vini? Sú kemur tíð, er upp úr alda hvarfi upp rís þú, Frón, og gengur frjálst að arfi. Öfiin þín huldu geysast sterk að starfi, steinurðir skreytir aftur gróðrarfarfi. Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitimar fyllast, akrarhylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga. Sö ég í anda knör og vagna knúða krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandi vélar, starfsmenn glaða’ og prúða, stjórnfrjálsa þjóð með verzlun eigin búða. Islenzkir menn! Hvað öldin ber í skildi enginn fær söð, hve feginn sem liann vildi. Eitt er þó víst, hún geymir Hel og Hildi. Hlffi þér, ættjörð, guð í sinni- mildi. Hitt cr og víst, að áfram, áfram miðar. Upp, fram til ljóssins! Tlmans lúður kliðar. Öldin oss vekur ei til værðarfriðar. Ung er hún sjálf, og heimtar starf án biðar. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið, hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem strfðið þá og þá er blahdið, það er: að elska og bgggja og treysta á landið.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.