Freyja - 01.05.1901, Blaðsíða 9

Freyja - 01.05.1901, Blaðsíða 9
FIiEYJA 09 meðalmaður á hæð, Hann var líka æfinlega vel til fara og klæddur í nýjustu tfzku fdt, sem auðvitað gjörðu vöxt hans ennþá smekklegri. Út frá augunum voru hrukkur sem báru vott um för tímans. Eitt eða tvö hvft hár sáust f yfirskegginu.að öðr- uleyti var hann nýrakaður.Þegar við höfðum báðir þagað nokkra stund varð mér að orði: „Hvað heldurðu að ég hafi verið að hugsa um herra Árnason?" „Það reyni ég ekki að leiða nein- ar getur að,“ svaraði hann og hag ræddi sér í stólnum: svo bætti hann við í alvarlegri róm: „Scm betur fer, sr mannlegt hjarta hulinn leyndar- iómur.“ Svo þagnaði hann. Eg sá að hann var ei skrafhreifinn ívo til þess að hafa eitthvað upp úr lionum yrði ég að snerta einhvcrja strengi í liuga hans, sem berg- nálaði eitthvað frá umliðnum ;lmum. Eg færði mig þvf nær hon- um og sagði með sérstakri áherziu á hverju orði: I „Eg var einmitt að hugsa um hve índarlegt það er, að þú skulir vera ánstæðingur.1* Jón brosti, en í þvf brosi leyndist mlin hrýggð. Svo stóð hann upp 'g lagaði buxnaskálmarnar, sem lonum þóttu víst kippast of mikið ipp. Afeð það settist hann niður ftur og sagði svo eftir nokkra þögn: „Þegar ég var nftján vetra, fékk íg eftir inarg ítrekaðar atlðgur við fiður minn leytt til að fara að heiin- ln og læra trésmíðar. Eaðir ininn Jar við góð efni og liafði þvf ákvarð- Bð að eldri sonurinn gengi skólaveg- 'iin. En það eina sem mig langaði til að nema, voru trésmíðar. Faðir minn var stffur, vinfastur og að þvf skapi langrækinn ef lionuin mislfk- aði, og framúrskarandi fámálugur. Aftur á móti var móðir mín einskær blíða og einlægni og um leið létt- lynd. En þrátt fvrir það, hvað þau voru óskaplfk, var sambúð þeirra hin ástúðlegasta, og þó ólfklegt væri, þá hafði húu oftast sitt fram þó föð- ur mfnum fölli illa að láta undan. Það var því í sannleika talað, móðir mín, sem frelsaði mig að lfkindum frá einhverju útstranda prestakalli. Eg réðst því til tveggja ára til einhvers hins duglegasta trésmiðs í þeim landsfjórðungi. Trésmiðurinn var drengur hinn læzti ogfórstmik- ið betur við mig en hann lofaði. Síð- ara árið sem ég var lijá honum, tók hann að sér, að byggja kyrkju í næstu sókn við sveit mína. Það sum- ar fór ég tvisvar heim að finna for- eldra mfna. Eg hefði feginn viljað gjöra það oftar, en vegurinn var á- kaflega vondur, svo ég varð að láta það nægja. Það var komið fram yf- ir veturnætur þegar ég kom heim f seinna skiftið. Tíðin vargóðogjörð næstum auð. Sumarið hafði verið gott og faðir minn hafði fengið góð- ann heyafia. Það lá þvf vel á hon- um. Hann talaði um ýmsa bændur í þeirri sveit sem ég kom úr. Eg sagði honum um kvrkjubygging- una og sýndi honum upjxirátt af henni, og ýinsum munuin sem ég átti að smfða innan í hana um vet- urinn, því yfirmaður minn og kenn- ari var farinn heim. Faðir minn var smekkmaður og verkhygginu og hafði því gaman af að tala um

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.