Freyja - 01.05.1901, Blaðsíða 19

Freyja - 01.05.1901, Blaðsíða 19
FREYJA st.undaðrguðffæðisnám í Cliicago og þar lilustaði hann á fyrirlestra Carrie Nation. Sem svar upp á þá spurningu, hvort aðferð hennar væri .-rfsakanleg, hélt yóhannesson ágæta tölu, og lýsti Carrie Nation sem sið- |irúðri og góðri konu, sem hefði svo mikla ræðumanns hæfileika, að hún græti haldið athygli áheyranda sinna vakandi meðan hún útmálaði hin voðalégu áhrif og afleiðingar of- drykkjunnar. Meðal annars sagði hann: Bindindisfólkið sefur, eitthvað verður að 'taka til bragðs. Öxin lief- ur unnið thikið gagn strax og lög- unum ef ffaiufylgt betur en verið liefur." Til svars upp á spurningar ýmsra viðvíkjandi afstöðu „Iivfta bands- ins“ í W. C. T. U. alheims félaginu mikla, sétjum vér hér kafla úr bréfi frá Ingibjðrgu Jóhannesd. forseta íslenzka Hvítabandsins í Winnipeg: „Hvlta bandið1* fslenzka er ein deild úr W. C. T. U. sem oft kallar sig IVhitr Ribboners og hefur deildir sínar í flestum löndum heiinsins. Meðlimatala þess er yflr hálfa mil- jón. Það er stærsta kvennfélag í heimi og var stofnað fvrir 27 áruin í ríkinu Ohio. „Fyrir 10 árum var það gjört að alisherjar félagi og var miss Willard kosin forseti þess. Hélt hún því em- bætti til dauðadags.** Ungfrú I. Jóhannesd. forseti Hv. bandsins í Wp. hefur góðfúslega sent oss eftirfylgjandi skýrslu yfir starf þess félags á s. 1. ári: SKÝRSLA. Islenzka Hvítabands félagið I 70 IFinnipeg hölt ársfund sinn 7. mat. Frá 1. maí 1900 til 1. maí 1901 hef- ur félagið gettð §80,00. Mest af þeiin peningum hefur verið geflð fólki, sem kom frá Islandi síðast liðið sumar. Félagið safnaði 530 nöfnuin á bænarskrá, sem lögð verður fyrir Afanitóba þingið, þegar það kemur saman 1002. Bænarskráin biður um að kvennfólki sé veitt jafnrétti við karlmenn. Bindindi og jafnrétti kvenna er hlið við hlið á dagskrá félagsins. Einkunnarorð þess eru: Fyrir guð, heimilið og hvert einasta land.“ Bænarskráin sem Freyja flutti les- öndum slnum I Islenzkri þýðingu I 1. númeri 4. árg- var ekki lögð fyr- ir þingið I vetur, eins og þá var ráð fyrir gjört. Kom það til af þvl, að sumar deildir I W. C. T. U. félaginu urðu of seinar að senda inn nafna- lista sína. Það bíður því næsta þings, eins og skýrslan hér að ofan sýnir. Vér fréttuin einn af þingmönnun- um uin afdrif bænarskrárinnar. Kvaðst hann ei vita það með vissu, en hélt þó að hún hefði verið fengin nefnd I hendur til ineðferðar. Munu margir af fulltrúum vorum svo margfróðir um gjörðir þingsins? Þá er sami þingmaður var einu- sinni að spurður, hvað hann mundi gjöraef jafnréttisraálum kvenna yrði hrevft á þingi, sagði hann: „Enginn þorir að hreyfa því; því það væri að gjöra sjálfann sig að athlægi, svo langt á það I land, ogsvo inikil ný- ung væri það“.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.