Freyja - 01.05.1901, Síða 11

Freyja - 01.05.1901, Síða 11
FREYJA 71 að lienni sneri og sagði:“ ,Hvað gengur að elsku drengn- um mínum? Þú ert fölur sem nár og kaldar svitaperlur standa á enni þínu.‘ ,„0, ekki neitt, göða mamma mín,‘ sagði ég og stóð upp til að fara, því mér leið hilf illa. En móður&stin er glöggskvggn. Móðir mín hefur víst séð að eittlivað annað gekk að mér en það, að föður mínum mislíkaði hvar ég fékk hestinn. Ilfin faðmaði mig að sér með þeirri blíðu, sem móðurástin ein á og sagði svo:“ ,Segðu mör allr, elsku barnið mitt, því hér heyrir enginn til okkar nema guð einn. Þó ég geti ekki orð- ið þór að neinu liði, get ögsamt bor- ið byrðina með þér og við það líður þér betur.‘ „,Eg veit að það er satt sem þú segir elsku mamma mín‘ sagði ég. Svo settumst við niður f legubekk- inn og mamma hélt um aðra hönd mína mcðan ég var að velta því fvr- ir mér hvernigég ætti að byrja. Svo leit ég framan í mömmu og sá ást og meðlíðun skína útúr svip hennar, við það <íx mér hugrekki enda var ég þá búinn að ná mér nokkurnveg- inn og sagði þvf:“ „,Jæja, mamma mín. Svoleiðis er að okkur Stínu er ve' saman. Við erum á líkum aldri og hún er sú elskulegasta stúlka sem ég hef séð fyrir utan þig, elsku mamma mfn. Við höfum heitið hvort öðru ævar- andi tryggðum. En um þetta veit enginn nema þú, og nú ætlaði ég einmitt að færa þetta í tal við pabba. En nú sýnist mér lítillar hjálpar af honum að vænta. Eg býst við að séra Jón verði þessum ráðalmg mótfall- inn og láti okkur gjalda fjandskap- arins við föður minn, og svo lmfur hann ef til vill margt út á mig að setja.‘“ „Mamma varp öndinni mæðilega og sagði:“ ,Eg veit að Kristín dóttir séra J. er góð stúlka og enginn hluturværi mér kærari en að eignast hanafyrir tcngdadóttur. En ég sé ekki hvernig það á að verða. Eg held að blcssað- ur karlinn minn dæi ef hann sonur okkar væri að draga sig cftirdóttur séra Jóns. Allt sem við getum gjört. í bráðina, er að bíða og vona. En í öllum bæntxm, þá haltu þessum sam- drætti ykkar leyndum. Þú skilur. Eg álít nú samt að Kristín sö full- sæmd af þér. En verið getur nú samt, að í því álitisémóðurleghlut- drægni. Því þó hún sé prestdóttir, þá ert þú af heiðarlegu bændafólki, og ég get aldrei skilið í þvf, að prcst- astéttin sé svo mikið heiðarlegri en gott bændafólk.' „Nú varð löng þögn. Eg sá að mamma gröt og vissi að þaðvar mfn vegna. Enginn þekkti betur geðs- líig föður míns en hún; og hún var sú eina lifandi vera sem hann hafði nokkurntíma slakað til fyrir, og þó fannst mér á orðum hennar, að húu hefði enga von um tilslökun frá hans hlið í þetta sinn. Var og ekki full ástæða til að ímynda sér, að séra Jón væri jafn heiftrækinn og faðir minn? Og þá bauðst lionum þarna tækifæri til að liefna sín, sem ekki var líklegt að hann léti ónotað. Að vísu var ég saklaus, og hann hafði ætíð verið mér þægilegur og velvilj-

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.