Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 9
Ráðleggingar Arthurs reyndust vel, yngri systkinum Wilburs batn-
aðí heilsan og með henni geðvonzkan, og þakkaði faðir þeirra eldri
börnunum, einkum Wilbur þessi scskiltgu umskifti,
Rétt fyrir jólin fékk frú Leland bréf frá Margéti sem sagði meðal
annars að af einhverri sérstakri heppni hefði leikfölag það sem hún til-
heyrði ekkert að gjöra um jólin ogað sér hefði þess vegna verið gefið
tveggja vikna frí. Sín væri því von á jólunum. Þetta var sem vænta
mátti öllum liið mesta gleðiefni og á jóladagsmorguninn, þegar lestin
brunaði inn á vagnstöðvarnar var Wilbur þar til taks með hest og sleða
að mæta henni. Þegar þau voru sezt í sleðann og hann búinn að vefja
feidina að henni, iét hann sér nægja að stjórna hestinum með annari
liend nni en ltina hafði hann utan um mitti unnustu sinnar. Reyndar er
slíkt ekki í fiá ögurfærandi, allir elskendur vita hvað það er að mætast
eftir inissiris aðskilnað, Margrét skammaðist sín heldurekkert fyrir að
halla sér upp að brjösti ástvinar síns, meðan haun svaraði spttrningum
hennar viðvíkjandi vinunum heima og gat þess ltrað það hefði nú verið
hugult af þeim að lofa sér einuni að sekja liana. ,.því,“ sagði hann bros-
andi, ,,að ég get ekki búist við að Iiafa mikið tsekifæri til að talaviðþig
eftir að þú einusinni kemst í klærnar á þessu kvennfólki." Avítaði hún
hann þá fyrirþessa ókurteisu lýsingu á fólkinu, sem hann var rétt áð-
ur að hæla fyrir iiugulsemina og svo hlógu bæði að öllu saman. Anægð
eins og sannir elskendur komu þau heim, þar sem allur vinahópurinn
stóð úti til að fagna þeim. Var það inóðirin sem átti fyrsta rétt til að
fagna dóttur sinni og nrest henni kom Imelda, þí Cora og svo hver af
öðrum. Þegar Margrét kom inn, þangað sem Frank li, kraup hún
við iegubekkinn, tók í hönd hans og sagði: „Svo þú ert drengurinn sem
Imeida heflr svo oft minnst á í bréfum sínum. ílennar vegna verður þú
að lofa mér að vera systir þín — mér, sem að vísu á bróður, þó ég hafi
ekki fengið að sjá hann sfðan við vorum bæði börn.“
,,En bróðir þinn er þér svo mikln samboðnari en ég gæti nokkurn-
timaorðið. Eg vildi að hinar fáu blaðsíður æfi minnar væru eins hrein-
ar og hans,“ sagði Frank í klökkum róin,
,,Vertu ekki að ásaka þig, drengur minn. Kringumstæðurnar skapa
oss að miklu ieyti og fríviljinn er lítili þegar til alls kemur. Liðin tíð
kemur aidrei aftur, en úr framtíðinni getur þú ofið nýan vef. láttu hann
verða sem bezt af liendi leysta»,“ sagði hún og þrýsti hlýlega hönd hans.
„Eg á enga framtíð til að vefa úr. Eydduekki vorkunsemi þinni á
tnig,“ sagði'nann og brosti raunalega. „Líttu heldur á manninn, sem
stendur hjá móður þinniog bíður þess að þú heilsir sér.“