Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 17

Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 17
VIII. io. FREYJA 241 (Framhald frá bls. 232) áframhaldandi almættisverk og aö þau séu þáttur í þeirri almœtt- isverkakeðju sem á sínum tíma hafi sömu skyldur að inna af hendi og þér. Reynið aö láta þær endurminningar sem þau taka meö sér úr foreldrahúsunum verða þannig, að þau geti byggt á sama nða svipuðum grundvelli framtíðarheimili sín. Ekkert er alfullkomið. Reynið ekki að telja börnum yðar trú um að heimilin geti ekki verið betri en hjá yður, hversu góð sem þau eru, né heldur að þekking yðar sé svo fullkomin að þar sé ekki hægt við að bæta. Lífið er skóli frá vöggunni til grafarinnar, þar sem ávalt er nóg til að læra. Ein kynslóð á að taka annari fram að mannkostum, viti, þekkingu og framkvœmdum. Það er hin eðlilega rás hlutanna. En það má hindra og tefja fyrir þessu með því að telja sér og öðrum trú um, að maður sjálfur, eða sú kynslóð sem maður sjálfur tilheyrir hafi fundið allan sannleik— náð allri fullkomnun. Það er ekki allt nógu gott fyrir þig sem afi eða amma hafði, gjörði eða kunni. Þau lærðu án efa margt sem afi þeirra ogamma kunnu ekki, skyldu margt Sem þau skyldu ekki og sáu margt sem þau sáu ekki. Það er og þín skylda gagnvart börnum þínum og samtíð þinni að stuðla til þess af öllum mætti að börnin þín taki þér fram — í öllu góðu. Ein af stærstu dygðum mannanna er skyldurœkni. Hafi þér ekki verið kennd hún, þá reyndu að temja þér hana gagnvart sjálf- um þér og öðrum. Það er oft þungt að ganga skyldunnar braut, en það hefir oftast þann kost í för með sér, að vera fullnœgjandi. Og farsælt er það heimili sem á skyldurœkinn húsföður og skyldu- rœkna húsmóður. [Framhald næst.] Þeir sem liafa hugsað meira um aðra en sjálfa sig, hafa mestu góðu til vegar komið í heiminum. Minning þeirra lilir þó nöfn þeirra séu ei í marmara höggin. Nöfn þeiri'a manna sem krossfestir hafa verið í heiminum hafa oft verið skráð á marmaratöflur löngu eftir að nöfn þeirra, sem krossfestu þá, vdru gleymd.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.