Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 7

Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 7
VIII. io. FREYJA 231 dómnuin sagði eitt einasta orö meö eða móti. Seldon vildiþáláta víkja tylftardómsmönnum fyrir vanræktar skyldur en dómarinn sagði málinu lokið og þar við sat. Susan B. Anthony var dæmd til að borga $100,00 í sekt. Hélt hún þá all harðorða rœðu, þó að rétturinn reyndi að trufla hana, og kvaðst hún aldrei skyldu borga cent af þeirri sekt, né heldur gerði hún það. En dómarinn þorði ekki að klaga undan því, hann vissi vel að ef hanngerði það, myndi lögmaður hennar áfría málinu og kæmist þá upp hin ó- löglega meðferð hans á því. Fáum mun koma til hugar að Italir séu drenglyndari þjóð en Bandaríkjamenn, en hve afar ólíkt hafa þó þessar tvær þjóðir far- ið með mál jressara tveggja kvenna, svo undurlík í eðli sínu. Fá- ir munu og ímynda sér að Italir standi á hœrra siðmenningarstigi en Bandaríkjamenn og þó finna þeir strax og viöurkenna réttmoeti jafnréttiskrafa kvennþjóðarinnar þegar henni er þarhreift, sem Br. menn hafa ekki viljað eða getað séð, þó fyrir því hafi veriö barist í meira en hálfa öld. TIL UNGRA STÚLKNA OG MŒÐRA Eftir Unni. Ritstjóri Freyju hefir beðiö mig að fylla, það sem hún kallar auttrúm í Freyju,og rita um þau mál sem ungar stúlkur og mœöur sérstaklega varðar og ég hefi lofað að gjöra það. Ég er nokkurra barna móðir og nú orðin amma. A lífsleið minni hefi ég reynt og séð margt af því sem fyrir flesta kemur. Og ef ég með því að tala við yður gegnum Freyju gœti orðið einhverjum að liði, er ég fús að gjöra það, jafnvel þó ég sé ekki vön að rita í blöð og þess vegna ekki laus við að vera feimin. Ég ætla að tala við yður blátt áfram ems og ég hefi stundum talað við dœtur mínar. Ég vildi engan rnóðga, en svo fegin gleðja og leiðbeina eftir megni. Ég hefi tekið mér leyninafn til þess að koma í veg fyrir að meiða nokkurn, þó égí samtali mínu við ungar stúlkur segi frá ýmsum spaugilegum atriðum sem komið hafa fyrir mig og aðrar ungar stúlkur á ýmsum tímum.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.