Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 5

Freyja - 01.05.1906, Blaðsíða 5
VíII. io. FREYJA 239 með sýnina þá, er vökunætur rofa? IX. Allt norrænt kveöur Noreg heilla-minni, meö nýrri dögun yfir gæfu sinni, og brýnij- kraft aöhafa’ í öllum höndum við hugarstefnu’ í Noröurálfu-löndum. En friðar-styrkur frjálsra anda og handa um framtíö ríki’ á kóng-stól Norðurlanda! á meöan þjóösœmd þrífst og tungur standa. 4. júlí 1905. —(Eimreiðin.) Góöar fréttir. Kvennfrelsismálinu þokar óöum í áttina betur en fólk almennt ímyndar sér. Sú fregn kemur nú frá Italíu aö hefðar-frú nokkur hafi við síðustu þingkosningar heimtaö aö greiða atkvoeði og að henni hafi verið leyft það mótmœlalaust. Þessari fregn fylgir og sú merkilega uppgötvun, aö á Italíu sé arkvæöisrétturinn alls ekki bundinn viö kyn, heldur eingöngu við aldur og þekkingu. Það er því skoðun mannaaðkonur á Italíu geti greitt atkvæði viö þing- manna og œðri embœttismanna kosningar hvenær sem þær krefj- ast þess. Og þetta eina dæmi virðist benda á að ítölsku konurn- ar séu að vakna til meðvitundar um afl sitt og tilgang tilveru sinn- ar. Þetta atriði hefir vakið mikla eftirtekt og mestu menn þjóöar- innar eru því hlynntir að k'onur hafi og noti atkvœðisréttinn. Til dœmis ritaði signor di Rudini, (strangur afturhaldsmaður) bréf er síðar var prentað í helztu tímaritum landsins, þar sem hann heldur mjög fram kjörgengi kvenna, og Signor Luchini segir, að jafnrétti sé bæöi æskilegt og löglegt, af því að hluttaka einstaklinganna — kvenna sem karla í landsmálum, skerpi áhuga þeirra fyrir þeim. Hverjum mundi líka detta í hug að neita því, að þessu sé þannig varið?

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.