Freyja - 01.03.1909, Qupperneq 5

Freyja - 01.03.1909, Qupperneq 5
'XI 8. FREYJA 189 á sama stað ár eftir ár og óumbreytanleg. En blágresiö, fjólan og stjúpmóöublómin voru allstaöar. Af öllum blómunum unni ég fjólunni mest. Hún tók mestum umskiftum við fœrsluna, þroskaðist ár frá ári, bar fleiri og fegurri blóm og átti hvergi sinn líka. Það var einungis barnsleg ást til blómanna sem kom mér til að vinna við þau. En hvílíkt endurgjald! Garðurinn okk- ar, grundir og runnar var allt þakið í glitrandi og angandi blómgresi. Börnin mín góð:— Eg segi yður þetta til að vekja at- hygli yðar á fegurð náttúrunnar og því, hve hægt er að auka hana með lítilli fyrirhöfn og litlum eða engum kostnaði ef þið viljið verja til þess tíma, sem þið annars hafið lítið með að gjöra. Þegar ég var að vinna, ofurlítiil angi, bjóst ég ekki við neinu endurgjaldi. En nú get ég af eigin reynzlu fullvissað yður um, að blómin verða íegri og stœrri við að hreifa þau— flytja þau í nýja mold. Heimilinyðar verða því skemmtilegri sem þau eru meira prýdd og ekkert prýðir meira en blómin. —-Blómin, börn vorsins og ástarinnar. Þegar ég lít yfir liðna tíð, sé ég í anda, blómin mín, teygja kollana móti vorsólinni, eins og þrár œskumannsins móti framtíðinni, fullar af góðum og göfugum áformum. Ég á engar sœlli endurminningar en frá þeim árum, þegar ég barn í blárri ermasvuntu kraup á kné með barnslegri umhygglu- semi við að grafa upp og endurplanta blómin mín. Ef þið reynduð þetta, má vera þið fynduð ekki síður sœlu og full- nœging í því en ýmsum öðrum skemmitunum sem meira eru tíðkaðar. Og betri félagsskap finnið þér ekki en vorið og blómin Veljið yður þess vegna vini meðal blómanna við hið sí-unga skaut náttúrunnar, hlúið að þeim. Þau bregðast aldrei en flytja yður frið og gleði og endurnýjaða eilffa æsku með ári hverju, eins og mér og mörgum öðrum. Yðar einlœg Amma. o-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.