Freyja - 01.11.1909, Síða 6
7*
FREYJA
XII 4
íslendingar í Duluth þó fáir séu, búa nœrri báSum , yztu
pörtum bœjarins austur og vestur og hæöst uppi í hæöum og
má því segja aömeginiö af honum sé á milli þeirra. Engu
að síöursegii þjóðernið til sín, og hittast þeir sem íslendingar
þegar hœgt er að koma því viö og eitthvað dregur þá saman.
MálþráÖ hafa þeir ffestir í húsum sínum og geta því talast viö
er þeir geta ekki fundist, Engan íslenzkan félagsskap hafa
þeir, en tiiheyra aftur á móti ýmsum innlendum félögum sjálf-
um sér og löndum sínum til sóma.
Eitt var það sem sérstaklega dró athygli mitt aö eldra
fólkinu, og það var sameiginlegur áhugi þess fyrir mentun
barna sinna, og að unga fólkinu, sem ég kyntist, fyrir þaö,
hve sú mentun hefir undantekningarlaust orðið því blessunar-
rík í afleiðingum sínum, oggjört það að frjálslyndu, hugsandi,
starfandi og góðu fólki.
Ekki er ég œttfróð og reyni því ekki að rekja ættir Dul-
uth Islendinga. En í mörgum þeim er ég kyntist þar, leyndi
sér ekki gott blóð — höfðingjabragur og rausn forn-íslendinga
sem er h'in eðlilega undirót hinnar aðdáanlegu menningar
yngra fólksins þar.
Meðan ég dvaldi í Duluth var ég hjá Halldóru Ólson.
Heima hjá henni og með henni í heimboðum hjá þeim sjálfum
kynntist ég flestum löndum þar ogþaðsvovel, að ég hlakka
til ef leið mín skyldi liggja þangað aftur.
Halldóra Ólson hefir, sem kunnugt er, fœðingarhús eða
hospital. Það hygg ég að enginís!. kona í Vesturheimi hafi
unnið þjóð sinni meiri sóma enhún, og engin fleiri kærleiks-
verk á ógæfusömum systrum sínum. A slíkum stöðum þarf
maðurað vera til að kynnast fyrir alvöru þeirri hlið lífsins sem
sýnir konuna yfirgefna af öllum sem undir þeim kringumstæð-
um ættu að standa með henni, með þá þyngstu ráðgátufram-
undan sér, hvernig hún eigi að afbera einstœðingsskap, sorg,
sjúkdóma og fyrirlitning, ofan á það, að verða að sjá sjálfri
sér borgið ognýrri veru, sem engin kcerir sig um nema hún
sjálf,
Þegar ég dvaldi þar, voru nokkrar stúlkurþar einnig er
þarnfg var ástatt fyrir og ein bættist í hópinn og aunaðist