Freyja - 01.11.1909, Qupperneq 10
82
FREYJA
XII 4
höndunum um hálsinn á honum og strauk hárið mjúklega frá
enni hans og tók hann þá að sefast.
,, Aumingja Róma. Þér hefir ekki dottið í hug að þann-
ig myndi verða skilnaður vor. I gœr sagðir þú mér að flýja,
en ég vildi það ekki því þá óttaðist ég engan mann í allrj
Rómaborg. Nú óttast ég hér einnmann, og þessi maður er ég
sjálfur,sagði Rossi. Hún hafði slept tökunum af hálsi hans
og sagði lágt. ,,Svo þú ætlar að fara?“
,,Já. Og þó finnst mér ég eins og formaður sem flýr skip
sitt í lífsháska. Eg vildi að guð hefði lofað mér að fara með
því. Og þó er það ekki með öllu farið. Allir hlutir eru íguðs
hendi. Máske fæ ég nóg að starfa erlendis þó öllum sundum
sé lokað heima. Við verðum að bíðaog sjá. “
,,Er þá alt tapað?“ sagði hún með grátstaf í kverkunum.
,,Nei, guð gefi að það sé ekki. Þessi voða nótt er byrjun
en ekki endi og árgali vaknandi menningar um allan heim. “
,,En milli okkar er öllum sundum lokað?“
,,Nei, og aftur nei. En ég get ekki tekið þig með mér,
—get ekki séð þig líða allar þœr þrengingar sem útlaginn má
búast við að líða. ‘ ‘
,,Við getum þá ekki gifzt núna?“
,,Nei, en athöfn sú sem við höfum gengið ígegnumgild-
ir í sex mánuði, og ég verð kominn aftur áður en þeir eru út-
runnir. Vertu því hughraust. Eldur ódauðlegrar frœgðar
leynist enn undir rústum þessarar öldnu borgar og inun gefa
málefni voru sigur. Ég kem aftur og við verðum þá farsœl. “
Hún játti því og er hann var að hughreysta hana, brá
glampa inn í herbergið frá mið-ljósi borgarinnar. Hún leit
undan og sagði lágt: ,,En ef égyrði hér ekki, þegar þú kem-
ur?‘ ‘
Hann hrökk við, greip heljartaki um handlegginn á henni
og sagði: ,.Róma, þú meinar þó ekki að láta baróninn—?“
Hún hristi neitandi höfuðið. ,,Hann er fantur og máske
sýnir þér ofbeldi'* — ,,Ó, þaðan er engin hœtta. “ — ,.Má-
ske hann pinti þig. “ — ,,Og hvað gjörir það?“ ,,Máske
hann finni upp á því að láta allasverja konunginum hollustu. “
,,Ég hefi svarið mínum konungi hollustu.“