Freyja - 01.11.1909, Qupperneq 11

Freyja - 01.11.1909, Qupperneq 11
XIT 4 EREYJA 83 ,,Ef þú þú vilt, skal ég vera kyr, hvernig sem alt fer. “ ,,Nei, ég vil einmitt aö þú farir. “ ,,Við hvaö ertu þáhrædd?1' „Ekkert, —einungis—“ ..Einungis hvaö? Þú ert hrygg og hrædd. Hvaö gengur aö þér, ástin mín?“ ,,Forspá um, að nú skiljum viö fyrir fult og alt. “ Hann rendi fingrunum hugsandi gegnum hárið á sér og sagði svo: ,,Máske, guð einn veit hver endirinn verður.“ , ,Hamingjudraumar mínir voru of bjartir til þess þeir gætu ræzt. “ ,,Verði svo að vera tjáir ekki að mögla. Viö sem hefj- um baráttuna verðum að búast viö allskonar sjálfsafneitun. Þú ert þó ekki aðgráta, Róma?“ ,,Nei, nei. En sjálfsafneitun! Það er einmitt það, sem er svo þungt að læra. Astin vitjar allra einhverntíma,— en sumra of seint. Þeirra er að sigrast á henni, afneita henni og biðja guð einungis að sameina sig ástvininum í öðru lífi. Stundum finst mér þetta muni veröa mitt hlutskifti. Aðrar konur láta sig dreyma um hjartfólgin heimili, eiginmenn og börn. En ég—ég verð að læra sjálfsafneitun —. “ Rödd hennar kafnaði í tárum og ekka. ,,Dragðu ekki úr mér allan kjark, Róma. “ ,,Lofaðu þá aðhugsa hlýlega til mín gegnum alt, David, “ , ,Róma!“ ,,Lofaðu, að hvaðsem hver segir, trúiröu því, að ég hafi æfinlega elskaö þig. “ ,,IIví skyldum við eyða dýrmætum tíma í að tala um það sem engum vafa getur verið undirorpið?1' ,,í því tilfelli að viðséum nú að kveðjast í síðasta sinn, kveðja allar jarðneskar vonir og ástir, þá lofaðu þessu." ,.Guð hjálpi okkur, Róma. Við hvað áttu?" ,,Lofaðu!“ ,,Ég lofa, — en þú?“ ,,Ég lofa líka, að elska þig einann tii dauðans, af því ég get ekki annað," sagöi hún með ákefð og þrýsti brennandi kossi á varir hans. ,,Þetta er gifting okkar, David. Aðrir

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.