Freyja - 01.11.1909, Side 12

Freyja - 01.11.1909, Side 12
«4 FREYJA XII. 4 g'iftasig' með í kyrkjum, með allskonar kreddum, handabandi og iiringaskiftum. Okkar gifting er andlegs eðlis,“ Nú varð löng þögn, ljósið að utan lýsti herbergið upp við og við, og við það horfði Kossi ástföngnum meðlíðunaraugum á hana. Svo skar hún lokk úr hári sínu, batt um hann mjóum silkiborða og lét í vasa han6, þerði svo af sér tárin með vasaklút sínum og stakk honum svo í vasa hans. Svo leið nóttin, undir morgun heyrðist traðk varðmannanna og hún bað hann að fara meðan honum væri enn þá óhætt, á með- an starði hún fast á hann eins og til að þrykkja mynd hans á með- vitund sína og sagði svo lágt og seinlega: „ Adieu!“ „Ekki strax.“ „Þó enn sé dimt eru varðmennirnir allstaðar og öllum hliðum lokað. Hvernig býstu við að sleppa?“ „Hermennirnir hefðu getað tekið mig ótal sinnum i nótt hefðu þeir kærtsigum það.“ „En fólkið vaknar, ég bið þig því mín vegna að fara og fara varlega. Adieu, vinur.“ „Róma, að ég tek þig ekki með mér, er meðfram af því að ég þarfnast aðstoðar þinnar hör í Róm. Hugsaðu um fátæklingana og vesalings saklausu fangana sem ég verð að yfirgefa, — um El- ínu, þegar hún vaknar til meðvitundar um missi sinn. Einhver þarf að fara til hennar og einhver verður að vera hér og kunn- gjöra ráðleggingar mínar og fyrirskipanir mínar Það er hættu- legt verk og enginn gjörir það sem ekki elskarmig,“ „Það er gott. áeg mér fyrir,“ sagði hún. Með það komu þau sér saman um leynilegt fréttasamband sín á milli, að því búnu sagði Rossi: „Fyrst ég verð að fara áður en við giftumokkur sam kvæmtlögum, ættum við að fá blessun og samþykki kyrkiunnar." Róma starði óttaslegin og undrandi á ástvin sinn. „Guð veit hvað fyrir kann að koma þegar ég er farinn, Bar- óninn getur losnað þegar minnst varir og neyttþig til að eiga sig og þá væri þér andlegur styrkur í því að vita þigí augum guðs og kyrkjunnar gifta mér, og mér huggun að því í útlegðinni.11 „Er það mögulegt?“ ,,Já, þessi játning í viðurvist prests: ,Faðir, þetta er konan mín, og faðir, þetta er maðurinn minn,‘ er alt sem útheimtist til þess, Gagnslaust að vísu frá ríkisins sjónarmiði, en kristileg og kyrkjuleg athöfn engu að síður og viðurkend af kyrhjunni.“ „Við höfum engan tíma, þú mátt ekki bíða.“

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.