Freyja - 01.11.1909, Page 16
88
FREYJA
XII 4
að konungur hefði skipað og fullmaktað nefnd manna til að skifta
við uppreistarmennina samkvæmt lögum og landsvenjum. For-
ingjarnir væru að sjálfsögðu anarchistar, socialistar og atheistar,
sem komið hefðusér saman um að kollvarpa ríki og kyrkju. Þeir
hefðu svo dregið vesalings fólkið á eyrunum út í þetta án þess að
það meinti nokkuðilt. _ En herinn og lögreglan undir umsjón
stjórnarinnar hefði verndað líf og eignir manna. Fá slys hefðu
orðið, e.nungis eitt barn dáið—barn verkamanns nokkurs. Róm-
verjar ættu að vera stjórninni þakklátir fyrir skörungskap og for-
sjálni hennar í að firra þá vandræðum og koma á friði.
Svo sagði blaðið, en það var stjórnarblað. Nú mundi Róma
eftirummælum Rossis viðvíkjandi Elínu, sem alt í einu var svift
einkabarni sínu, eiginmanni og vini. Hún flýtti sér því á fætur, lét
yflr sig kápu og gekk til Piazza Navona. Kl, var enn ekki nema
11. Snjórinn sem fallið hafði um nóttina bráðnaði nú sem óðast í
glaða sólskininu, en minjar hinnar eftirminnilegu nætur mátti
enn sjá á hlöðnum, brotnum og mannlausum víggirðingum, lok-
uðum verzlunarbúðum og mannlausum götum. Róm var þögul og
hreyfingarlaus sem grafreitur.
Róma stanzaði við blómasölubúð, barði aðdyrum og var þá
opnað. Þar kevpti hún in fegurstu blóm og hélt svo ieiðar sinnar.
Úti fyrir dyrunum á Piazza Navona stóð hópur af þögulu fölki,
sem kysti á hendur hennar og kölluðu hana „litlu systirina “ Gari-
baldinn fylgdi henni upp, þar tók konan hans við henni og brast
um leið í grát.
Jósep litli lá á sama legubekknum, sem Rossi tók hann sofandi
af, þegar hún kom þangað í fyrsta skifti. Hann leit enn út fyrir
að vera sofandi, svo fór innsigli dauðans vel á fallega barns-and-
litinu, og enn var hann í einkennisfötunuin frá Rómu. Hárið var
greitt frá fallega bjarta enninu og litlu, feitu, stirðnuðu fingurnir
kreptust utanum ofurlítinn kross.
„Þarna er hann,“ sagði Elín þurlega og kraup fyrir framan
líkið. Þar hafði hún kropið meirihluta næturinnar.
Róma lagði blóiuin á brjóst sveinsins, kraup svo niður við hlið
móður hans og fóru þá allir að gráta, nema gamli maðurinn. Hann
harkaði af sör með því að tala um Rossi. „Hann unni Jósep eins
og syni sfnum. Nú er Jósep dáinn, lögreglan búin að rupla öllu
úr herbergjum hans og hann sjálfur, hvar er hann?“
Róma bað þau ekki æðrast um Rossi, honum væri óhætt, en
frétti þau eftir Brúnó. (Framhald.)