Freyja - 01.11.1909, Page 18

Freyja - 01.11.1909, Page 18
90 FREYJA XII 4 Hon, Chas, A. Towne, um ,,kvennfrelsi“. Á útnefningafundi í Cooper Union, höldaum til aö út- nefna háyfirdómara Williams | . Geyner sem fulltrúa sjálfs- stseöis flokksins, sagöi hon. Carles A. Towne, fyrverandi efri- deildar þingmaöur frá Minnesota og sem einusinni sókti um varforsetasætið í Bandaríkjunum: „Það sem mest hrífur hugimanna viö útnefningu dómara Geyners, er hið óskifta fylgi, sem hann hefir frá mentuöustu og þjóðræknustu konum landsins, sem vitanlega byggist á styrkum siðferöisgrundvelli. I gegnum þau mál mun konan ná rétti sínum. Verið getur að oss karlmönnunum fyrir hé- gómlega sjálfselsku og andlega staurblindu fyrir hinni sönnu velferð þjóðfélegs vors, takist enn um stund aö tefja fyrir þessu, Enda þó vér sjálfir viðurkennum að það sé einmitt sjálfsafneitun, þrautsegja, og staðfesta kvenna sem á öllum tímum hefir svo jafnað metaskálar mannlegrar hamingju og ó- hamingju að ekki hefir alt fallið í rústir. Sem hefir haldið heimilunum við, þegar ekkert annað gjörðiþað—þessum stólp- um mannfélagsins, án hverra ekkert mannfélag gœti lifað og þrifist. En svo líður að því að vérgetum ekki mikið lengur staðið sjálfum oss í vegi fyrir þeirri blessun, sem áhrif þeirra á þjóðlíf vort, með fullu jafnrétti, hefir f för með sér. Óbœnheyröarhafa konur um langan tíma beðið um hlut- töku í kosningu þeirra sem stjórna oss, tiibúningi þeirra laga, sem þær eins og vér verða að hlýða, lögum semákveða skatta sem þær eins og vér verða að greiða. Menn hafa ekki viljaö hlusta á þessar raddir þó kröfur þeirra um ,,jafnrétti“ séu svo sanngjarnar að móti því verður ekki með sanni mælt — móti því, að veita þeim þúsundum kvenna, sem vinna sér og oft öðrum brauð, þau einu réttindi, sem gefa þeim sjálfsverndun- armátt. Hin siðferðislega hlið þessa máls er ómótmælanleg, og mun í nálœgri framtíð greiða götu þeirra að takmarkinu og þá munu lofthailir vorar um alvizku vora og óskeikulleik hrynja ineð miklum gný, og vér munum þá minnast þeirra með fyrir litningu, eins og niðurlagðrar afguðadýrkunar og furða oss á því einu, hve lengi það hafi varað.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.