Freyja - 01.04.1910, Page 22

Freyja - 01.04.1910, Page 22
238 FREYJA xn 8. Úngfrú Gína Krog í Kristíann'a, var útnefnd af frjálslynda flokknum þar, sem fulltrúi þeirra viö yfirstandandi kosningar. Hún er hámentuð stúlka, var fulltrúi Norska kvenréttindafé- lagsins á alheimsfundinum í Toronto s. 1. vor og flutti fyrir- iestra áýmsum stööum í Bandaríkjunum í þeirri sömu feröum það málefni. Mrs. Hulda L. Potter er fyrsta kona sem kosin hefir ver- ið í standandi ríkis-tylftardóm nokkurstaðar. Hún á heima í Chicago, og hefir þegar látið í ljósi ákveðið álit sitt á ýmsum siðferðismálum er hún álítur nauðsynlegt að breyta. Ritgjörð eftir hana um það efni var nýlega prentuð í blaðinu,,The Inter Ocean.“ ------o------ RÖKFRÆÐI. A: — ..Margir undra sig á því, að ég skuli ekki hafa barist fyrir kvenfrelsismálinu En það er ekkert undarlegt. Málefnið er í sjálfu sér svo réttmætt, að fyrir því þarf ekki að berjast. Þaðkemur án þess. “ B; — ,,Heyrðu vinur! Meinar það þá ekki, að ekk- ert málefni sem þú eða aðrir hafa barist fyrir og ber jast fyrir, sé réttmætt, fyrst ekkert málefni sem sögur fara af hefir sigrað baráttulaust?“ Ath. A. er ekki einn um hituna í svona lagaðri röfræði. Margir eiga hana með honum, þegar um kvenréttindamálið er að ræða og það þeir sem sízt skyldi. Auðvitaö nær það engri átt að ímynda sér að .,A, “ eða nokkrir aðrir álíti öll þau málefni óréttmœt, sem hann og aðrir berjast eða hafa barist fyrir, þó ekki sé laust við, að draga megi það úr orðum hans. Heldur sýnir slík meðferð málsins fhugunarleysi allra þeirra, sem þannig fara með það, eða fyrir fram hugsaða tilraun til að blekkja fólk og draga úr áhuga þess íyrir þessu sérstaka málefni. Annars mœttu allir flokkar sem eru sann- fœrðir um réttmæti málefnis síns, á sama grundvelli leggja ár- ar íbát og bíða eftir ,.aö það sigri sjálfkrafa, “ bindindi fyrir bindindismenn, afturhaldsstefnan fyrir afturhaldsmenn, frjáls- lyndastefnan fyrir fjálslyndaflokkinn, o. s. frv. —Ritst.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.