Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 1

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 1
I. Ár. WINNIPEG, MAN. FEBRTJAR, 1899. Nr 4 REIKUR. Niðurlaj;. þangað 14 á augabragði, En íiður en Mahómet væri leiddur fyrir Guð, sá hann lotustré vaxa á hægri hlið hásætinu og breiddust greinar þess iíir meira svæði en er milli jarðar og sólar. Var það þakið ávöxtum. Voru blöðin líkust fílseirum. en hver ávöxtur var nægilegt viðurværi handa öllum skepnum Guðs og innan í liverju frækorni var óspjölluð liimin borin meija til að filla sælubikar hvers einasta sanntrúaðs manns. Þegar Mahómet kom úr ferð þessari fór hann að kinna fólkinu allar þessar umbætur hinnar níju opinberunar og þetta hið lokkandi ríki liimnanna, og enn þann dag í dag trúa þessu tíu á móti hverjum einum, sem heldur fast við trúna á gamla himininn með sínum endalausu sabbatsdögum, geislakórónum, hörpum og eilífa iðjuleisi. Skrítið er það hvað menn geta verið bjálfalegir. En hvar eru nú hinar heilögu sannanir um hinn heilaga Mahómet í hinu heilaga landi? Það skulum við nú fara að skoða. Á blettinum þar sem spámaðurinn kom niður og batt hinn gullvængjaða hest sinn í Jerúsalem stendur nú bænhús Omars og er það langfegursta og dírasta biggingin, sem þar er að sjá. Svo eru bænhús þessi heilög, að áður en kristnir menn fara inn í þau verða þeir að setja ilskó á fætur sér og eru þeim fengnir skórnir við dirnar. Þessi hin tígulega bigging stendur á tind- inum á Moriafjalli. Sést þar í miðri biggingunni tindurinn ber eða sjálfur kletturinn heilagi, fimt.íu og sjð fet. á eina hlið

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.