Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 10

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 10
58 geta unnið verk sitt, þá eiðileggjum vér samræmi og verkun þeirra. Ef að vér brjótum á móti lögum heilbrigðinnar þá sindgum vér móti líkama vorum. Ef að vér skoðum ríkið f heild sinni. þá er því varið alveg eins og manninum, það er bigt upp af mörgnm pörtum sem hver þarf að gegna sínu starfi. Ef að vér sköðum einn eða annan af þessum pörtum, þá sindgum vér á móti ríkinu. Svo er það með kirkju, hverja kirkju eða trú sem er, eða flestar, að þær taka einhverjar grundvallarsetningar og biggja á þessum setningum líf sitt, ef vér brjótum á móti þeim þá erum vér sekir við kirkjuna; ef að vér rífúm þær niður þá reinum vér að svifta kirkjuna lífi sínu. Það má nú ekki skilja þetta svo, að ekkert sé rangt í heim- inum nerna morð, langt frá — en allar sindir eru sindir á móti náttúriegu eðli eða gangi hlutanna og allar digðir eru tilraunir að hjálpa til að stiðja þennan náttúrlega gang. Samviskan kallar sí og æ til vor, að vér skulum gjöra það, að vér skulum efla lífið, efla sannleikann, éfla róttvísina, hata hræsnina, hata lígina, en hvað sé sannleikur, hvað sé lígi, það þurfum vér að læra. Klerkar hafa kent það og kent stundum öfugt. Hinir iniklu menn heimsins hafa tekið eitt eða annað atriði þessa sannleika og kent það. Buddha hinn indverski fór nærri því er hann kendi að vér skildun ekki gjöra öðrum það, sem vér ekki vildum að aðrir gjörðu oss; Kristur enn þá nær er hann sagði. alt hvað þér viljið að mennimir gjöri iður, það skuluð þér og þeim gjöra. En þegar vér höfum firir augum, að vér eigum að stiðja að lífinu, að líkamlegri vellíðan, að andlegum þroska, að vitsmunalegri þekking, að vexti sálarinnar og and-. ans göfgi, að æðri guðshugmind, að þar afleiðandi siðferðis- legri betrun og þroska bæði sjálfa vor og annara. Ef vér för- um að skoða að vér erum hver og einn hlekkur í þessari keðju og að vér höfum hlutverk að vinna hver og einn, þá fer að rerina upp ljós firir augum vorUm, vér föru'm þá að sjá hver skilda vor er, vér förum þá first að fara að geta notið kenn- inga vitringanna, þessara sendiboða Guðs til mannkinsins, kenninga ritninganna bæði vorrar eigin, þessarar hebrcsku og allra annara þjóða. Það fer þá first firir alvöru að birta firir samviskunní, svo hún fer að sjá veg sinn. Ranstin hennar fer að verða skírari og skírari, hreinni og hreinni Vér förum þá að sjá að stundum þurfum vér að berjast og stríða við lieiminn í kringunv oss til þess að sindgn

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.