Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 11

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 11
ekki, stundum þurtuni vér að berjast við heiminn til þess að varna honum frá að sindga. En alstaðar verður þetta að gjöra útslagið, kærleikurinn til hins sanna og góða og fagra, ástin til þroskans, fullkomnunarinnar í öllu góðu, göfugu og háleitu, því það er hið andlega lífið. Þetta þurfum vér að læra, vér þurfum að menta oss í þessu; samviskan segir oss aðvér skul- um gjöra það, en ekki hvernig. Hún getur farið vilt, það var verið að hringla svo með hana á umliðnum öldum og vest af öllum hafa klerkar farið með liana. Vér sjáum því, að það er hraparleg villa að ætla, að það sé sama hverju vér trú- um, því að trúin verkar svo mikið á samviskuna og lætur hana hvetja menn til þeirra verka, sem oft eru hrillileg, við- bjóðsleg og djöfulleg. Trúin lætur oft samviskuna hvetja menn til liga og pretta. Það eru svo óteljandi dæmi til þess í sög- unni. Af því að menn hafa farið að leita ráða hjá einhverju itra valdi og mindugleika hvað rétt væri og rangt, hjá prestum, páfum, kirkjum, bókum, þá hefur farið eins og farið hefur, í stað þess að menn áttu að líta á hið innra eðli málsins eða hlutarins, að leita að guðsröddu innra í oss, að samræmi því sem er í sjálfum oss og hlutunum í kringum oss. Rangt er . því að gjöra eitthvað á móti eða eitt- hvað sem skaðar vellíðan náungans — félagsins —einstaklings- ins, eitthvað sem skaðar eða heftir framrás tímans, þroskun siðgæðisins, aukning mentunarinnar. Með því að sindga á móti þessu þá sindgum vér á móti hinni stöðugu framrás alheimsins, á móti þessu lögmáli lífsins og fullkomnunarinnar, sem fillir all- an heiminn. En rétt er það að efla þessa hluti. Þetta er ekki gjört á einum degi; vér þurfum að verja til þess öllum kröftum vorum alla vora daga. Vér sjáum að, hvað mannkinið snertir á jörðu þessari, þá hefur Guð varið til þess miliónum ára, vér vitum ekki hve mörgum. Og þegar vér erum farnir að rannsaka þetta, þegar sjóndeildarhringur vor er farinn að víkka, þegar vér erum farnir að líta upp á við, þá first förum vér að hafa not af reglu Krists: Alt hvað þér viljið að mennirnir gjöri iður, það skuluð þér og þeim gjöra. t£n trú- in, til þess að haldast liönd í hönd með þessari samvisku— verður best sú sem frjálsust er og óháðust. Hinar geta ekki orðið samviskunni samferða, þær dragast meira og meira aftur úr.

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.