Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 3

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 3
koma þar, og skírt frá sögu steinsins og naglanna og menn full- vissaðir um það á hinn hátíðlegasta hátt, að menn skuli áreiðan- lega sáluhjálpina öðlast ef þeir leggi sinn skiidinginn á hvern naglann. Og er það alt mjög að líkindum. Mig vantaði ekki trúna þessa sem má vera á steerð við mustarðs korn og réði ég loks af að klappa á naglana og lagði sinn koparskildinginn á hvern þeirra til þess að triggja mér sáluhjálpina og gekk svo í burtu þaðan glaður í hjarta. Og hvað sem öðru líður þá er þessi sáluhjálparmátj billegri en gamli inátinn. A dómsdegi verður liásæti Guðs sett á Moriafjall og fluttur þangað steinninn Caaba úr Mecea. Verður þá lúðurinn látinn gjalla, ogsafnast allir menn saman í dalnum Jehosaphat nálægt borginni. Verður grannur járnvír strengdur frá bænhúsinu mikla til olíufjallsins. Situr Kristur á bænhúsinu en Mahómet á fjallinu og eru báðir dómarar. Allir menn verða að ganga eftir strengnum á milli þeirra. Hinir heilögu munu fara eftir strengnum sem elding leiftri og skrikar ekki fótur, en hinir ó- guðlegu munu steipast af honum miðjum í afgrunn helvítis. Sagði Mahómet það einu sinni, að ein bæn á fjallinu Móría væri jafngóð og þúsund bænir annarsstaðar. Einhverju sinni hafði Guð sjálfur strengt keðju firir austurdir musterisins. Gat hver sannorður maður snert hana án þess að sakaði, en snerti meinsæris maður hana, þá féll niður úr henni sá hlekkur- inn sem hann snerti. Nú eru hlekkirnir allir farnir. Neðan- undir í hvelfingunni að innanverðu er skrautlegur útskurður og fagurlega gjörður. En uppi ifir er blá rönd breið og eru þar rituð með gullnu letri vess úr kóraninum og hljóða þannig: ’Lof sé Guði, sem engan á soninn og engan félaga í stjórn sinni og sem engan þarf að fá til að bjarga sér frá óvirðingu. O þér sem hafið fengið ritaðar opinberanir, verðið ekki upp- blásnir af trú iðar, en talið eingöngu Guðs sannleika. Jesús Kristur er sonur Maríu en ekki Guðs en hann er sendiboði Guðs og hans orð til Maríu. Trúið því á Guð og hans sendi- boða en haldið því ekki fram að guðimir séu þrír. Guð er einn og honum hefur aldrei komið til hugur að eignast son. Guð er ekki svo bigður að hann geti son átt, það eru öfgar einar. Þegar hann hefur áliktað eitthvað þá segir hann: ’Verði það‘ og það veröur'. Þá er ég nú búinn að leggja fram firir lesendurna helstu sannanir þær, sem landið helga ber með sér firir þessum þrem-

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.