Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 2

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 2
en fjörutíu og þrjú á aðra og gnæíir hann eitthvað f> fet upp ifir marmaragólfið í kring. Umhverfis eru grindur hérumbil fjögra feta háar, firirtaks haglega gjörðar og smíði hin fegursta og geta menn frá þeim glögglega séð klettinn, sem þær girða um. Uppi ifir er stórkostleg hvelfing og alt í kring er biggingin for- kunnar fögur, og skrautið á veggjunum og súlurnar mikilfeng- legu. sem bera hvelfinguna. I bænhúsi þessu, eins og í öllum öðrum bænhúsum þar safnast þúsundir manna fimm sinnum á dag, þegar kvatt er til bæna, til að dírka guð sinn, fullir vonar og brennandi trúarþorsta. Biðja þeir til hins sama Guðs sem (fiðingar og kristnir menn, en ekki hugsa þeir sér að hann liafi átt son nokkurn eða anda einlivern. Þar kemur þeim ekki sam- an við hinn heilaga postula Pál. Þegar þeir Gabríel og Mahómet lögðu af stað í himnaför- ina af kletti þessum, þá ætlaði kletturinn að filgja þeim. En Gabríel spirnti honum frá sér svo fast sem hann gat og er þar hola undir klettinum þar sem hann losnaði liérumbil 10 feta djúp og allstór og sést holan enn þann dag í dag. Enn þá sjást handaförin Gabríels á klettinum. tín þegar spámaðurinn kom niður aftur, þá kom hann svo hart niður á klettinn að enn þá sjást nokkur fótspor hans djúft í klettinn, nálægt því þar sem hann er hæstur. Hefur hann hlotið að vera með hæstu mönn- um, tíu fet eða meira og haft höfuð ákaflega stórt. Atti hann erindi eitthvert sinn í holuna í klettinn og fór þangað, en er hann reis upp aftur og rétti úr sér þá rak hann höfuðið upj> í bergið og varð af hola í bjargið, eitthvað 6 þumlunga djúp í miðju en stór sem allvænn kollubotn. Hér eru og sínd hár úr skeggi spámannsins. Svo er og síndur staðurinn þar sem Bor- ak var bundinn, en búið er nú að slíta upp sporunum eftir hest- inn. Utan við grindurnar setti Mahómet þegar hann var þar staddur hellu kringlótta af jaspersteini (Quarts mind ákaflega hörð) og rak í helluna 19 gullnagla. Attu þeir að tákna tíma- bil þau sem líða skildu á jörðu þangar til dómsdagur kæmi og átti einn nagli að hverfa við hvert tímabil, sem liðið væri. En með einhverjum ráðum komst djöfullinn þar inn og eiðilagði alla naglana néma 4 og einn hálfan svo að þeir sitja kirrir enn þá, En firir þessa óhappatilviljun kemur heimsendir iniklu firri en upphafiega var til ætlast. Er dírindis-dúkur breiddur ifir Jasperhellu hellu þessa, en tekinn af þegar pílagrímar

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.