Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 5

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 5
gömlu kvéruiium þar sem við einu sinni áttum að finna allan sannleik, sem áttu að leiðbeina oss á vegum digða og réttlætis -en mér líkar ekki þetta, mér líkar það svo illa að ég hlít að segja að það sé algjörlega rangt; samviskan segir oss ekki hvað sé rétt og hvað sé rangt. Eg veit það vel að menn hafa haldið það, að klerkar hafa kent það—en ég veit líka að af þessari sannfæringu hafa sprottið verstu verk, hin djöfullegustu verk, sem oss nú hrillir við þegar við lítum á þau án hlutdrægni og fordóma. Eg skal nú sína iður fáein dæmi til skíringar því hvernig menn breita stundum þegar það er samviskan ein sem á að stíra breitninni. Þegar Giðingar undir forustu Jósúa brutust inn í Cana- ansland forðum þá var þeim sagt að þeir ættu að afmá inn- búa landsins, drepa þá alla menn og konur og börn. Og þeir gjörðu það svo rækilega að þeir ristu upp kviðinn á þunguð- um konum tii þess að deiða börnin I móðurlífi. Höfð- ingjar þeirra sögðu þeim að þetta væri drottins boð að deiða alla. Þeir héldu að Guð mundi verða sér reiður ef að þeir gjörðu ekki það sem hann sagði þeim; þeir filgdu því sam- visku þeirra sem sagði þeim að gjöra þetta og þeir hafa eflaust verið mjög ánægðir á eftir að þeir voru búnir að því. Á firri tíinum var það siður hjá heiðingjum að fórna guð- unum herteknum mönnum. Það var svo sem sjálfsagt að gjöra það. Samviskan sagði þeim að það væri rétt. Hún sagði þeim að það væri rangt að láta ekki guðina hafa fórn sína. Og þarna voru stundum þúsundir manna teknar og slátrað á öltur- um guðanna. Þau voru öll blóði drifin og blóðlækirnir runnu um hofin. Samviska þeirra var þá flrst ánægð þegar svo var. Eða á dögum rannsóknarréttarins þegar klerkarnir létu teima menn hópum saman á bálið og brenna þá firir trú þeirra, þá var það samviska þeirra sem hvatti þá til þess. Þeir héldu að menn- irnir hefðu brotið svo á móti Gnði að það irði ekki afplánað ineð öðru, en að brenna þá lifandi. Samviska þeirra hefur gjört þá vel ánægða á eftir. Jarl einn á Englandi keifti nílega píningarverkfæri frá tímum rannsóknarréttarins. Það var kall- að Járn-Jómfrúin. Það er kassi sterkur og eru dir á honum og inn um þær er sá Látinn fara er dæmdur er til þess að kissa jómfrúna, en fangbrögð hennar voru nokkuð köld, því að nndireins og inn var komið stóðu gaddar á manni öllum megin. gaddnr í augun, brjóstið, kviðinn. iiandleggi og fætur og þarna

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.