Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 9

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 9
og voiida að valla finnast önnur dæmi slík hjá heiðnum þjóðum, og enn eru þessir hákristnu menn að berjast og mirða hvor annan. Og þó er hugmindin um rétt og rangt eilíf og óbreit- anleg, en hún er ekki komin frá neinum presti eða postula eða spámanni eða biflíu eða kirkju, ekki neinstaðar utan að, heldur er hún lögmál það sem felst í hlutunum sjálfum. Það er lög- mál lífsins. Um leið, eða áður en ég fer lengra út í það, vil ég benda mönnum á það, að vér erum á vegamótum tímans. Þessi tími sem vér nú erum á er punktur sem heimurinn sníst um, og eftirkomandi tímar munu líta tii baka á tíma þann sem bilt- ingatíma hugsananna. Þær eru alstaðar að breitast, að hverfa úr sínum gamla farvegi og riðja sér annan níjan. Vér sjáum það óglögt af því við erum í miðri hringiðunni. í öllnm trú- brögðum hafa menn lagt til grundvallar vilja Gruðs, og hann á að koma einhverstaðar utan að. Guð er einhver Zar eða keisari sem lætur skipanir sínar útganga og leggur við meiri eða minni hegningu ef ekki er hlítt. En nú erum vér komnir að því tak- marki, að hinir skarpvitrustu menn heimsins segja að Guð sé í hlutunum sjálfum, hann er hinn í öllu verandi og í öllu verkandi Guð. Hann er ekki fjarlægari hlutunum en sálin líkama þeim er hún bír í. Þessvegna er það, að hafi nokkurhtíma nokkur klerkur, véfrétt, spámaður, bók eða kirkja framsett eitt eða annað lög- mál Guðs, þá hefur það verið firir það, að þessi hinn sami hefur skilið þetta innra íbúandi lögmál hlutanna. Og það er óhætt að segja að í heiminum sé ekkert bindandi lögmál nema þetta lögmál lífsins. Vér verðum að skíra þetta firir oss með nokkr- um dæmum. Tökum fljót eitt. Það að renna áfram er líf þess. Ef vér nú stíflum fljótið, ef vér gröfum sundur bakka þess þá hindrum vér það frá þvl að renna til sjáfar, vér eiðileggjum það, það hættir að vera fljót á meðan. Tökum tré eitt. Það er bund- ið vissum skilirðum, að það geti lifað, það verður að geta tekið fæðu með rótunum, andað að sér lofti með blöðunum. Ef að vér sviftum tréð þessum lífsskilirðum, ef að vér sköddum það á einn eða annan hátt, svo að það getur ekki notið þessa, þá sindgum vér gegn lífi þess. Nú eru mennirnir sjálfir, þeir hafa hin og þessi lífsskilirði. Líkami vor samanstendur af fjölda- mörgum pörtum, sem allir þurfa að vera í góðu lagi. Ef að vér nú gjörum eitthvað sem spillir þeim, lætur þessa parta ekki

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.