Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 6

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 6
íi*'-kk liinn dæmdi á göddunum þangað til hann dó of kvölurn og blóðmissir. Til þessa dauðdaga voru þeir dæmdir sem höfðu eitthvað frábreittar skoðanir í trúmálum. Hefðum við verið uppi á þeim tímum hefðum við vafalaust verið dæmdir. Og dómararnir þorðu ekki annað íirir samvisku sinni; hún sagði þeim hvað rétt var, hún sagði þeim að gjöra þetta til að þóknast Gruði. Af mannkinssögunni sjáum vér að menn oft og tíðum hafa gjört út heila herflokka til að drepa og mirða menn sem höfðu aðrar trúarskoðanir, og þessir sem gjörðu það fóru eftir bestu samvisku sinni. En er þetta nú rétt? Vér sjáum það, að samviskan getur farið villur vegar þegar hún á að segja oss livnð sé rétt og Itvað sé rangt. Samviska mannsins segir honum að hann verði að hugsa um sjálfan sig. Eða klerkarnir þegar þeir eru að ógrta mönnum með vítis- kvölum, vitandi að þetta er alt comoedia; Það er samviska þeirra sem knír þá til þess. Þeir halda að þeir fái reiði guðs ef þeir gjöri það ekki, eða hafi peningalegt tap upp úr því, og svo segir samviska þeirra þeim að þeir verði að ljúga. 0! þeir eru samviskusömustu menn. eins og hinir. En nú kemur mér t-il hugar. ein hálfskringiieg tegund þessarar samvisku. Það er réttrúaða samviskan. Grundvöllur hennar er Biflían. I trúarjátning lúþerskra hér vestaii háfs er ritningin hin eina regia firir trú manna og lífi. Hún er skoðuð sem Guðs eigið orð. Þegar maður hlíðir þessum boðum, þá er samviska hans glfíð og ánægð, annars ekki. Það sem er samkvæmt boðum ritningarinnar er rétt, en það sem er mótstríðandi þeim er rangt. Samviskan lagar sig þar eftir ritningunni. En nú skulum vér sjá. Ritningin segir: Sjöundá daginn skaltu heilagan lialda, og seinna í Móses lögum er því bætt við, að hver sem ekki gjöri það sé hölrnðtir. Nú skildu. menn ætla að þeir héldu þann dag helgan, sem segja að liver stafur ritningarinnar sé guðdómlegur, en þeir gjöra það þó ekki. En í þess stað halda þeir firsta dag vikunnar heilagan, og hér í Ameríku að minsta kosti mundu menn firir- gefa margt. annað fremur en brot þessarar helgi; menn mundn fremur firirgef baktal, róg, svik og pretti en brot á móti helg- inni. Ritningin bíður inönnum með ótvíræðum orðum að elska óvini sína, blessa þá sem þeim bölva, biðja firir þeim sem hata menn o. s. frv. En þegar hinir rétttrúuðu eiga að fara að

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.