Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 7

Lísing - 01.02.1899, Blaðsíða 7
framkvæma þetta þá verðnr minna úr, þeim hættir stundum til þess, að hnjóða í þá sem bölva þeim og svara þeim orði til orðs og gjöra þeim skaða sem hata þá eða ofsækja. Ritningin bann- ar konum að tala á mannfundum en hinar réttrrúuðu kvenn- frelsis-konur skella skolleirum við þessum boðum, stinga sam- viskunni í vasann og tala samt, eins og rétt er. Ritningin bannar mönnum að leita sjúklingum lækninga og segir að þeir skuli lækna þá með bænum, en ég held að fáir séu svo vel kristn- ir, jafnvel ekki klerkar sjálfir þótt þer stiðjist fast við heilagan bókstaf. Ritningin bannar mönnum að fara í lög við náunga sinn. Menn mega ekki höfða mál á móti öðrum; menn mega jafnvel ekki verja sig I málum. En eigi menn að fara að lifa eftir þessu í verkinu, þá fer nú trúin að fara út um þúfur. Henni er skotið út í horn á meðan og samviskan sett undir farg. Hér sjá menn að þessi lög sem menn hafa sett sér eru brotin; það er aldrei farið eftir þessum guðs boðum og þó á samviskan að vera samfara guðs orði. Þá er nú kaþólska kirkjan Hún leggur ekki ritninguna sem hornstein firir samviskuna heldur kirkjuna, það er að segja, helstu menn hennar. Páfinn ræður samviskum allra kaþólskra manna. Stundum hefur hann keift þær eins og þegar þeir hafa selt sindakvittanir. Ef nú einum páfanum finst það rangt sem öðrum áður firri hefur fundist rétt, þá breitist samviskan, þá breitist réttlætishugmindin. Ef að vér förum til hinna ímsu trúflokka, heiðingja og ann- ara, þá verður samviska þeirra svo breitileg, að hún er sín á bverjum tíma, sín hjá hverjum flokk. Það er valla nokkur sá glæpur til, morð, þjófnaður, hórdómur, frillulífi, að það eigi hafi verið talið rétt að fremja það hjá einum eða öðrum trúflokk, og þá fóru menn um leið eftir bestu samvisku; þeir breittusvo sam- viskusamlega sem þeir gátu og höfðu vit á. Vér skulum taka dæmi enn. Mæður hjá oss álíta það hina helgustu skildu, að ala önn firir börnum sínum, sína þeim ást og umhiggju sem þeim framast er mögulegt. En mjðg er skamt síðan mæðurnar á Austur-Indlandi álitu það heilaga skildu sína að taka börnin ungu af brjósti sér og kasta þeim firir krókódílana í (fanges fijóti. En báðar þessar mæður breita eftir bestn samvisku. Menn álíta, það nú eina af helgustu skildum barnanna að sjá um foreldra sína þegar þau eru lasin af elli eða vanheilsu, en hver sem nokkuð þekkir t.il mannfræði veit það. að margir hafa þeir

x

Lísing

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lísing
https://timarit.is/publication/35

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.