Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 2
162
mörgum groinum; en þjóðernistilfinningin hefir veiklast á ýms-
an hátt, og það sem þjóðlegt er hefir hæði beinlínis og óbein-
línis orðið að lúta í iægra. haldi, eða heíir að minsta kosti ekki
komið nógu greinilega í ljós. Ég skal hér að eins benda á
bókmentastefnu vorra tíma, frjálslyndisstefnuna innan kirkj-
unnar og pólitískar óeirðir. Alt þetta heíir stuðlað að því að
veikla þjóðlífið og kæla þjóðernistilfinninguna, sem var á svo
háu stigi í Danmörku eftir stríðið 1864.
Ofan á alt þetta bætist svo skemtanafýknin, sem stöðugt
fer vaxandi, nautnafýsnin og viijaleysið, sem er orðið alt of
alment bæði meðal eldri og yngri. Éetta nagar alt rætur þjóð-
ernistilflnningarinnar.
Því fer fjarri, að ég vilji bera á móti því, að jafnréttishug-
myndin sé réttmæt og hafi sína þýðingu; því fer fjarri, að ég
viiji berjast gegn því, sem mannúðlegt ei'. Langtfrá! En ég
álít, að hið mannúðlega og hið þjóðlaga megi ekki standa hvort
gagnvart öðru og koma í bága hvort við annað, heldur eigi
það að fylgjast að. Éað sem hér er um að ræða, er ekki „ann-
aðhvort eða“ heldur „bæði og“. Altar mannúðlegar umbætur
geta veiið og verða að vera í samræmi við hið þjóðlega, ef
þær á annað borð eiga að ná nokkurri festu og verða þjóðinni
til blessunar og framfara.
Éjóðarraup og þjóðardramb eyðileggja þjóðina; einlæg ætt-
jarðarást verndar hana frá eyðileggingu. Orðaglamur kemur
henni ekki að neinu haldi, en afl kærleikans vinnur sigur að
lokum.
Mannúðarhreifing, sem eigi stendur í neinu sambandi við
hið þjóðlega, getur ekki kornið oss að neinum notum nú sem
stendur. Þegar nautnafýsnin og viljaleysið hafa fest svo djúp-
ar rætur, verða afleiðingar slíkrar hreifingar ekkert annað en
slappleiki og lífsleiðindi. Og í þeim efnum erum vér þegar
komnir vel á veg. En nú er útlit fyrir, að afturkastshreifing-
in sé að byrja, ekki að eins í Danmörku og annarsstaðar á
Norðurlöndum, heldur og t. d. á Þýzkalandi. Á kennarafund-
um þar er nú þjóðlegt uppeldi tekið fyrir sem aðal-umræðuefni
og farið með það sem alþjóðarmál, og það er það víst líka.