Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 4
164
En eitt er það, sem vér verðum að hafa strangar gætur
á, þegar vér tökum gimsteinana úr bókmentum vorum til með-
ferðar. Yér inegum ekki búta þá sundur með málfræðislegum
rannsóknum, því þess konar meðferð hlýtur ætið að verða til
þess að gera skáldskapinn andlausan og þurran. Heppilegast
álít ég að útskýra einstök orð og hugmyndir svo iítið sem
framast er unt. Það eru áhrifin, sem mest á ríður, og þót.t
eitthvað standi óljóst fyrir börnunum, þá gerir það ekk svo
mikið til.
Þá er að minnast á söguna.
Ef skólinn á að vera þjóðlegur og styðja að því sem þjóð-
legt er, verður hann einkum að benda nemendum sínum á
mikilmennin, hin sönnu mikilmenni, sem geta verið oss til fyr-
irmyndar, hvort sem það hafa verið kariar eða konur, hvort
sem þau hafa fallið á vígvellinum í baráttunui fyrir þjóð sinni
og ættjörð eða þau hafa skarað fram úr öðrum að lærdómi og
listum og þannig eflt orðstír þjóðarinnar víðsvegar um heim-
inn. Það þurfa hvorki að vera voldugir aðaismenn né klerkar.
Fyi'ir fám tuguin ái a var maður einn í Danmörku, sem skaraði
fram úr Mithridates, og hann var húsmannssonur frá Fjóni.
Fornsögurnar skýra frá því, að Mithridates hafi kunnað 22
mál, en húsmannssonurinn . Rasmus Kristján Rask kunni 55
rnái, og hefir lýst byggingu þeirra. Hann var mesti málfræð-
ingur þjóðar sinnar á þeim tímum; en hann var rneira: hann
var mestur allra danskra málfræðinga og mjög vafasamt, hvort
nokkur þjóð hefir nokkurn tíma átt annan eins vísindamann í
þeirri grein.
En þótt hann væri svo mikill visindamaður, átti hann þó
við þröngan hag að búa. Svo var honnm boðið háskólakenn-
ara-embætti í útlöndum; honum var boðið gull og gersemar.
Eti hann svaraði: „Alt sem vér störfurn eigum vér að
gera fyrir ættjörðina". Slíkum mönnurn eigum vér að lýsa
fyrir börnunum; þeir eiga að vera dæmi upp á sanna ætt-
jarðarvini.
Það er þá einkurn áríðandi að benda nemendunum á
mikilmennin. En til þess að geta gert þetta svo að not verði