Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 10
170
samhljóða því, er neðri deild samþykti 1897, en efri deild feldi,
var einnig flutt á þingi í fyrra og felt við aðra umræðu í neðri
deild með 12 : 10 atkv.
IV.
Eins og þegar hefir verið tekið fram, hefir styrkuririn til
alþýðumentunar aukist raikið á síðari árum, og þótt það vitan-
lega sé nauðalítil upphæð, sem hver einstakui' sveitakennari
getur fengið, eins og iíka sjá má af yfirlitinu yfir styrkveiting-
una til þeirra, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu, þá
er það þó óneitanlega betra en ekki. En svo er eftir að vita,
hvað þeir gera, sem kensluna eiga að þiggja, hvort þeir leggja
fram sinn skerf og hverjar skoðanir þeir hafa á þessu máli
yfir höfuð.
Styrkveitingin til barnaskólanna er bundin því skilyiði, að
skóiarnir njóti nokkurs styrks annarsstaðar frá, en um styrk-
veitinguna til sveitakennara er ekkert slíkt ákvæði til. Má því
ganga að því visu, að kenslu-þiggjendur reyni að koma þannig
ár sinni fyrir borð, að þeir þurfi sem allra minst eða helzt alls
ekkei't að borga kennurunum úr sínum eigin vasa. Sú skoð-
un hefir enda komið fram á þingmannabekkjunum, að sveita-
kennara-styrkurinn sé ekki veittur kennurunum sjálfum, heldur
þeim, sem halda þá, og er þó styrkveitingin beinlínis stýluð til
kennaranna. Guðjóni Guðlaugssyni, þingm. Strandamanna, fór-
ust þannig orð á þingi í fyrra: „Ég verð að vera mótfallinn
því, eins og áður, að sveitirnar ieggi fram fé til sveitakenslu.
. . . Ég held að það sé margur, sem alis ekki kærir sig um,
að sveitin ieggi fé til. En að einstakir menn leggi fé til, þá
getur oft verið vandhæfi á aö ákveða, liversu mikið það skuli
vera, meðan ekki er víst, hversu mikinn styrk kennarinn fær
úr landssjóði, eða hvort hann fær nokkurn st.yrk . . . þetta
(o: landssjóðsstyrkurinn) er ekki styrkur til kennarans sjálfs,
heldur til þeirra, sem hann kennir hjá. Ef kennarinn fær
styrk úr landssjóði, þá græði ég það, að hann verður ódýrari
við mig".
Éingmaður þessi vill ekki láta sveitirnar leggja fram fé til
kenshmnar; ekki vill hann heldur láta kennarana sjálfa njóta