Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 8

Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 8
168 1. til sveitakennara.......................kr. 5,500. 2. til barnaskóla............................— 5,500. 3. til Fiensborgarskólans ...................— 2,500. 4. til kennarafræðslu . . — 2,800. 5. námsstyrkur handa kennaraefnum alt að — 0,500. 6. til Möðruvallaskólans.....................— 8,600. 7. til kvennaskólanna...................... — 6,900. Með útgjöldum þessum má einnig telja: 8. styrk til skólaiðnaðarkenslu...........— 0,500. 9. styrk til að semja og gefa út kenslubækur — 0,300. Saintals kr. 33,100. Til samanburðar má geta þess, að til latínuskólans eru veittar 36,738 ki., til prestaskólans 12,060 kr., til læknaskól- ans 7,080 kr., til stýrimannaskólans 6,840 kr., til búnaðarskól- anna samtals 10,000 kr. fyrir yfirstandandi ár. III. Fáa mun víst furða á því, þótt þeir, sem áhugamiklir eru um mentamál, séu enn þá óánægðir með löggjöfina þessu efni viðvíkjandi. Kemur það frain á hverju einasta þingi, að einstakir þingmenn berjast fyrir frekari umbótum; en oftast verða þeir í minni hluta. A síðasta þingi kom mentamála- nefndin (Jón f’órarinsson, Sig. Gunnarsson, Eiríkur Gíslason, Valtýr Guðmundsson og Einar Jónsson) fram með þingsálykt- unartillögu, er gekk í þá átt að stíga feti framar, herða á skilyrðunum fyrir styrkveitingu til barnaskóla og sveitakenn- ara. Hafði áður verið rætt um málið á Kennaraféiagsfundi og svipaðar tillögur samþyktar þar. Að því er barnaskólana snertir voru helztu nýmæli tillögu þessarar: 1. Að skólinn standi undir stjórn þriggja manna nefndar, sem í séu sóknarpresturinn og 2 menn, er hreppsnefndin kýs. 2. Að skólinn njóti að minsta kosti jafnmikils styrks annarsstaðar frá, og þess, er honum er veittur úr lands- sjóði. 3. Að nauðsynlegustu kensluáhöld séu til við hvern

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.