Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 11

Kennarablaðið - 01.08.1900, Blaðsíða 11
171 landssjóðsstyrksins, og loks telur hann vandhæfi á því, að ein- stakir menn leggi fram fé. Hver á þá að horga? Er það meining hans, að kennarárnir eigi að starfa kauplaust ? Já, sjálfsagt helzt, ef mögulegt er að fá einhvern til þess. Og hver veit, hvað honum kann að takast? Þeir eru lítilþægir sumir, kennararnir íslenzku. En meining hans mun þó að líkindum vera sú, að einstakir menn, þeir sem börnin eiga, semji við kennarann um eitthvert kaup eða „þóknun", auðvitáð helzt svo lága, að þeir geti stungið að minsta kosti nokkuru af lands- sjóðsstyrknum í sinn eiginn vasa —: fengið meðgjöí með kenh- aranum. En hvernig á svo að fara méð sveitarbörnin ? Hver á að borga fyrir þau ? Ekki vill hann láta sveitina gera það. Vér þekkjum ekki mentaáhugann á Ströndum, en verðum að efast um, að Strandamenn standi það mikið framar öðrum í því efni, að húsbændur sveitarbarnanna þar borgi sórstakt kenslukaup fyrir þau. Vór höfum ekki tilfært þessi ummæli þingmannsins í bvi skyni að setja neinn „blett“ á manninn, heldur af þvi að vór hyggjum, að einmitt í þessum orðum hafi komið fram skoðun stórmikils hluta landsmanna, allra þeirra, sem lítinn áhuga hafa á því að efla mentun alþýðunnar, og þeir eru að vorri hyggju alt of margir. Sama áhugaleysið og skiiningsleysið kemur fram, þegar um kennaramentunina er að ræða. Skulu hér tilfærð nokkur ummæli háttv. þingmanna um það efni. Jón Jónsson, þingm. Austur-Skaftfellinga: „Ég efast ekki um, að nægilegt muni til af kennurum, sem geta fuilnægt núverandi kiöfum, þótt eigi hafi þeir notið kennarafræðslu, og séu fullfærir til kenslu þeirrar, sem heimfe- uð er.“ Á þetta atriði munum vór minnast síðar í grein vorri. Éað er þó auðsætt, að þessi sami háttv. þingmaður á næsta eríitt með að færa ástæður máii sínu til sönnunar, því seinna í sömu ræðunni segir hann: „Ég hefi heyrt sagt, að einn þeirra manna, sem notið hafði kennarafræðslunnar, hafi fengist við kenslu austur i Fljótsdalshéraði, og reynst úgœtlega vel) en eitt dæmi sannar ekki, að allir reynist eins, sem njóta fræðslu

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.