Helgarpósturinn - 18.05.1979, Qupperneq 14
14
Kiza-sýningarfiokkurini^ æfir sig.
Hörður og Haukur í „Kiza” sýningarfiokknum:
„Afgerandi hreyfingar
grundvallaðar á
sjálfsvamarlistinni”
Hafa sýnt „kimewasa” i Klúbbnum
við miklar vinsældir
„Þetta sýningaratriði okkar
er hreyfifræðilegs eðlis, ekki
beinlínis dans, en ákveðnar
formhreyfingar með ýmsum
hjálpartækjum,” sagði Hörður
Harðarson 27 ára gamall Reyk-
vfkingur, sem undanfarið hefur
sýnt prógram sem nefnt hefur
veriö „Kimewasa” i veitinga-
húsinu Klúbbnum.
Auk Harðar tekur bróðir hans
þátt I þessu sýningaratriöi og
nefna þeir bræður sig „Kiza”.
Þeir byrjuðu um siðastliðin jól
með sýningar af þessu tagi, „þá
sýndum við ákveönar árásar-
hreyfingar og lékum nánast
slagsmál,” sagði Hörður.
Kemur úr júdó og karate
Nafnið á sýningunni,
„Kimewaza” er úr japönsku og
þýðir „afgerandi hreyfingar”
og að sögn Harðar lýsir þaö
talsvert eðli sýninganna. „Við
bræður höfum báðir stundaö
júdó og karate og þessi frum-
samda sýning okkar á rætur að
rekja til þeirra iþróttagreina”,
hélt Hörður áfram. „Hins vegar
er það sýningaratriði sem við
erum meö núna að mörgu leyti
ólikt jólaprógrammi okkar. Þá
voru sýnd slagsmál, en nú eru
sýndar nokkrar „agression”
hreyfingar þó án þess að til
beinna slagsmála eða snertinga
komi.”
Höröur kvaö þá bræður hafa
samið þessi sýningaratriði
sjálfir að öllu leyti. Þeir hefðu
einnig framleitt þau hjálpartæki
sem þeir nota. Það eru fimm
mismunandi áhöld sem þeir
nota viö sýninguna. 1 fyrsta lagi
„sai” sem er japanskt og litur
út sem eins konar sverð. í öðru
lagi „nuncaku” sem er tvö prik
meö bandi á milli og er sveiflað.
Þá eru þeir meö „moniku” sem
er 133 sm langt prik og i fjórða
lagi nota þeir „tale” sem lítur út
eins og lögreglukylfa i hulstri og
er 41 cm á lengd. Að sfðustu nota
þeir Hörður og Haukur „liobu”
sem er tvö prik 30 sm
löng. Margir reka eflaust upp
stór augu við að lesa hin sér-
stæðu nöfn á þessum áhöldum,
en Höröur uppiýsti að þau væru
úr latinu og væru nöfn kven-
tákna og raunar um leið dag-
heiti.
Þeir tviburabræöur hafa viöa
látið til sin taka. Aður hefur
verið nefnd þátttaka þeirra i
júdó og karate, en einnig hafa
þeir sýnt tilþrif i þeirn mara-
þondanskeppnum sem fram
hafa fariö. Verið nálægt sigri i
nokkur skipti.
100 manna hópur í
//kimewaza’læri
„Það má geta þess” sagði
Höröur Harðarson, „aö við höf-
um kennt „kimewaza” og i vet-
ur hefur veriö allt upp i 100
manna hópur i læri hjá okkur.
Hefur kvenfólk einnig látið sjá
sig. Þetta fólk hefur verið á
aldrinum 16 — 25 ára.”
Að lokum var Hörður að þvi
spuröur til hvaöa hvata
áhorfendans þeir væru að höfða
i sýningu sinni. „Viö stefnum
ekki á neina eina hvöt manns-
ins. Þó er ljóst aö bakgrunnur-
inn er sjálfsvörnin, þ.e. að upp-
lifa hreyfingar án árásar og
slagsmála, en um leið að kunna
aö verjast slikum „agression”
tilhneigingum. Ég vil aö lokum
þakka þær undirtektir sem við
höfum fengiö i Klúbbnum og
enda þótt það sé kannski ekki
rétti vettvangurinn að sýna at-
riöi sem þessi innan dyra
veitingahúss, þá verður ein-
hvers staðar aö byrja uns
iþróttin hefur náö fótfestu og
vinsældum”, sagöi Hörður
Harðarson aö lokum.
-GAS
Frá Nausti
Opið föstudag til kl. 01
Opið laugardag til kl 02
Fjölbreyttur matseðill, þar á meðal logandi
réttir svo sem Grisalundir GRAND
MARNIER.
Lifandi humar— veljið sjálf.
Tríó Naust sér um dansmúsikina.
Snyrtilegur klæðnaður áskilinn.
Borðapantanir í síma 17759.
Verið velkomin í Naust.
„Það er alveg öruggt að aliir
veitingastaðirnir eiga ekki eftir
að nýta sér þessa heimild”
sagði Hólmfriður Arnadóttir,
framkvæmdastjóri sambands
veitinga- og gistihúsaeigenda,
þegar Helgarpósturinn spurðist
fyrir um breytingar á starfsemi
skemmtistaða, með nýjum regl-
um um opnunartima.
Borgarstjórn samþykkti sem
kunnugt er að leyfa skemmti-
stöðum að hafa opið tii kiukkan
3 alla daga vikunnar, og einnig
að hálf tólf lokunartiminn yrði
úr sögunni.
Okkur bárust alls 89 umsóknir
um starfið, en nú þegar hafa
þrir helst úr lestinni”, sagöi
Björn Baldursson hjá Sjónvarp-
inu, þegar hann var spuröur um
hinn mikla fjölda umsókna um
starf fréttalesara.
„Það mun taka þrjá daga að
prófa allt þetta fólk. prófiö fer
þannig fram aö allir eru látnir
lesa sama textann fyrir framan
myndavél”.
Að sögn Björns er þarna um
aöræða eina eða tvær stöður, en
það er Sigurjón Fjeldsted sem
er að hætta. Ekki vildi Björn
láta uppi nein nöfn, en sagöi aö
þarna væru „þekkt nöfn og
gamalkunn sjónvarpsandlit”.
Hólmfriður sagöi að hjá sam-
bandi veitingahúseigenda hefði
verið unniö að þvi frá 1976 að fá
opnunartimann frjálsan. „Við
reiknuðum með þvi að yrði hann
gefinn frjáls þá tæki þaö húsin
eitt eða tvö ár aö koma sér
niður á þann opnunartima sem
þeim hentaði. Spursmálið er
hvað þau gera ef leyfið verður
bundið við klukkan 3. Það er
ekki að vita nema eina
breytingin verði að leigubilaös-
in, og allt það vesen færist aftur
um einn klukkutima. Ég vona
þó ekki.”
Einn hinna fjölmörgu
umsækjenda um fréttaþuis-
starfið i reynslu-upptöku fyrir
helgina.
„Ég held að þaö komi ekki til
að skemmtistaðirnir komist aö
samkomulagi um aö skiptast á
með að hafa opið lengi um helg-
ar. Viss hús hafa vissa gesti, og
fólk lætur ekki stýra sér þann-
ig”
„En hugmyndin með þvi aö
hafa lengri opnunartima er að
skapa meiri fjölbreytni. Það
voru á sfnum tima skiptar skoð-
anir innan Sambands veitinga-
og gistihúseigenda um ágæti
þess að rýmka opnunartimann,
en það var þó samþykkt að
vinna að þvi af fullum krafti.
Það er nefnilega ljóst að það er
lítill eða enginn fjárhagslegur
ávinningur fyrir húsin að lengja
opnunartlmann. Næturvinnan
er dýr, auk þess sem fólk kæmi
liklega seinnaogkeypti minna á
börunum.”
„Staðireins og t.d. HótelHolt,
sem leggja mest uppúr matar-
gestum eiga þó varla eftir að
breyta sinni starfsemi mikið.
Það eru stærri skemmtistaðirn-
ir og diskótekin sem koma til
meö að hringla með opnunar-
timann, þar til besta lausnin er
fundin”.
—GA
lambahryggur
Helgarrétturinn er að þessu
sinni er frá Halidóri
Vilhjálmssyni yfirmatreiðsiu-
manni I Glæsibæ.
Lambahryggur er útbeinaöur,
siöan er hann kryddaður með
sitrónupipar, rifnum berki af
einni sitrónu, safa ór einni
sitrónu og salti. Þá er hrygg-
urinn rúilaður upp og vafinn
seglgarni og steiktur 4 ofni á
sama hátt og venjulegur
hryggur. Sósan er löguð á
venjulegan máta. Agætt er að
krydda hrygginn og rúlla hon-
um upp daginn áður, svo
kjötiö taki bragðið.
Hótel Borg ^
á besta staö í borqinni' a
í borginni
Dansað alla helgina.
Diskótekið Dísa
Diskótekið Dísa
Föstudag til kl. 1,
Laugardagur kl. 2.
Plötusnúður Logi Dýrfjörð
Sunnudagur til kl. 1. Gömlu dansarnir
Hljómsveit Jóns Sigurðssonar ásamt söng-
konunni Mattí. Ath. einnig dansað á fimmtu-
dagskvöldum. Matur framreiddur í hádeginu
og um kvöldið alla daaa vikunnar.
Borðið. Búið. Dansíð á Hótel Borg, s: 11440 AV-
c-> — ^gy
,C
Fréttaþularstarfið hjá sjónvarpinu:
Margir um httuna