Helgarpósturinn - 15.06.1979, Síða 7

Helgarpósturinn - 15.06.1979, Síða 7
—-he/garpostúririn— Föstudagur 15. iúní 1979 BIDRÖÐ rýnendur. Ég át me& Artie heima hjá mr. Borneman, sem átti þessa þýsku gyöingakonu. Hann þoröi aldrei aö gefá mér annaö rúnstykki á morgnana þarna I Lundvlnum og var þó þokaúti alvegsiöan i gærkveldi, en Lundúnaþokan, sem er heimsfræg og eins og hönnuö fyrir moröingja og kynferöis- glæpahunda, var erfiö þetta ár- iö. Þaö kom stundum fyrir aö leikarar á leiksviöum borgar- innar hættu leik sinum, þeir voru þá hættir aö sjást á sviö- inu, ekkert nema raddirnar og ræskingarnar, súfflörinn búinn aö gefast upp og konurnar i salnum rötuöu ekki niöri konfektpokana, skammtaö eins og annaö. Ariö á eftir varö þokan enn verri og tók upp á þvl aö drepa menn, löngu eftir aö hún fór út eftirThames.Húsráöandi minn, Mr. Bomeman, þoröi ekki aö gefa mér meir a rúnstykki og þó sá ég á honum aö hann vissi aö ég sá á honum aö hann langaöi aö gefa mér bara eitt enn rún- stykkiö, en þoröi ekki. Stundum stóö hann snöggt upp frá þessu fátæklega morgunveröarboröi, snaraöist inn á kontór sinn og skrifaöi hræöilega magnaöar glæpasögur, sem komu út i pokketútgáfum og hétu nöfnum eins og The body on the cutting- room floor eöa eitthvaö svoleiö- is. Ég held helst aö þessar glæpasögur hans hafi haldiö lif- inu i frúnni. Jæja, þegar Artie kallinn var búinn aö bjóöa mér aö leika i' kvikmynd sem átti aö gera eftir handriti Mr. Borneman, og heita Inside music with Artie Shaw, hélt hann áfram aö segja mér kvennafarssögur af Hollywood-stjörnunum konum hans, kvaöst hann viss um aö ég yröi heimsfrægur og líklegast heföi ég átt aö læra á klarinettu, ég væri þannig á munninn. Siö- an hef ég veriö mestur i munn- inum! Ekki meirum þaö. Nema öll únion ensk, neituöu mér um hlutverkiö, þaö væri nógir menn á Englandi sem viidu leika 1 væntanlegri mynd,fyrir ekkert, ef út I þaö væri fariö. Mr. Borneman hamaöist og grét, og baö og sló saman höndum, en ekkert dugöi, skjólstæöingur hans af Islandi fékk ekki hiut- verkiö, frekar en annaö rún- stykki á morgnana. Artie Shaw varö uppiskroppa meö sögur af eiginkonum slnum, gott ef Ava Garner var ekki ein þeirra, og hann flaug til USA aö spila ein- hversstaöar, en Mr. Bomeman byr jaöi aö skrifa aöra hryllings- sögu. Ég fór i fleiri biöraöir. Biöröö i strætó, biöröö I lest- ina, biöröö eftir leigubtlum, biö- rööeftir kjötinu, sem var étiö á sunnudögum, vikuskammtur- inn. Aldrei reyndi nokkur aö troöasér fram fyrir annan. Eft- ir aö hafa séö enska fara oröa- laust i biöröö, i staö þess aö hér troöast allir allt hvaö af tekur upp aö afgreiðsluboröi, hvort sem erhjá bakaranum eöa fisk- salanum mfnum, (sem erættað- ur af Hellissandi og umgengst fisk meö virðingu þess manns sem ekki þjáist af stórmennsku- brjálæöiJeftir þaö hef ég enga sérstaka trú á biðraðamenningu Islendinga, og þessi ögun sem þarf til aöfarai biöröö og stand- ast hana, er ekki i fari okkar. Viö erum óttalegur truntulýöur, stórbokkar og sjálfumglaöir, viö erum eins og fjósamenn aö moka flórinn 1 sunnudagafötun- um. Meöan ég var aö pakka niöur I tösku, var ég alltaf aö reyna að láta mér nú detta eitthvaö i hug sem ég gæti sett viö hringborö- iö, en án árangurs. Hitt væri alveg eins fullvist, aö um leiö og ég væri kominn i biörööina hjá bakaranum úti Englandi, aö biöa eftir skonsunum, bakarinn búinn aö fórna höndum, þvi nú væri hann kominn i biöröðina, þessi hræöilegi skonsari af út- löndum, þá myndi mér detta eitthvað i hug aö skrifa um handa fólki um helgi aö lesa til aö gleyma sem fyrst aftur. Þetta er svolitiö einkennilegt meö hringborö, þau eru áttlaus, endalaus og eiga sér ekkert upphaf. Þegar ég kem á bæ vin- ar mins, bónda noröur I Þing- eyjarsýslu I Laxárdal, þá er lagt á borö langt, og silungur nýr i potti, þá visar bóndi til sætis öllu þessu fólki og segir kanski: sestu þarna viö austurendann Siggavertþú þarna viö suövest- ur homiö, gæskur. Engin biöröö aö fá matinn á þvi heimili. Þegar ég, þarna úti Englandi, er búinn aö ná 1 skonsur, biöröö- in komin Sl inn I bakari, fer ég stundum upp aö gamalli höli, sem í eina tiö var I eigu hjóna. Þau elskuöust. í húsi þeirra voru 32 herbergi og stundum fulllegin gestum. Þau áttu sér son alveg eins og i ævintýrinu. Hann var einn af þessum fáu flugmönnum sem svo margir áttu svo mikiö aö þakka. Hann kom eitt sinn i einkavél sinni að fá sér te hjá mömmu. Hann ætl- aöi aö lenda á túninu þeirra, en lenti á tré og hafnaöi svo I tún- inu. Siöan fór faöir hans i túniö og þá var ekkjan ein eftir meö ástina sina undir grasi og sá þangaö úr hornglugganum i herbergi þvi sem hún sat alla tiö, eftir aö 32 herbergin voru lokuð og læst og pökkuö inn I kóngulóarvef. Starfefólkiö var þá fariö eitthvaö annaft, nema þjónninn hennar, reglulegur butler. Hann var um kyrrt aö bjðöamy Lady góöan dag og te, svo hún gæti haldiö áfram aö sitja og horfa á græna grasið þarna útfrá, þar sem ástin hennar lá grafin og sonurinn sem kom i te. Nú var þaö löngu oröiö kalt. Þegar ég geng þarna um og fariö aö skyggja, heyri ég vals- takt I vindunum og kliö radda og syngur undir þrastakór og krák- an syngur alt sóló. Þá dettur tungliö niöri tjörnina, en höllin horfir tómum augum út yfir túniö sem er grænt af ást. Svo fer ég heim aö fá mér skonsur. Ég kalla þaö heim. Ég fór alltaf þangaö um helgar þegar ég var i Lundúnum um áriö. Ég fékk alltaf annaö rún- stykki aö morgni og þaö var enginn aö skrifa glæpasögu á kontórnum. Húsráöanda þarna þótti alltof gaman aö lffinu, til þess aödrepa þaö i bók. Ekkjan hans er þarna enn og boröar meömérskonsur. Hún kannenn ekki aö smyrja slikt bakkelsi, hún gleymdi aö nota smjör i striöinu, og hefur ekki viljaö læra þaö á ný. Þaö gæti komið annaö striö. En þaö var þetta meö aö skrifa á hringboröiö! Hvaö skal nú til varnar veröa vorum ... 1. júni. Jónas Jónasson Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson — Páll Heiöar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Siguröar dóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid 1 dag skrifar Jónas Jónasson. Gullfalleg Rosenthal vara, — matarstell í drapplitu, rauðu eöa gulu. SCANDIC stellið sameinar gæöaframleiöslu, fallega hönnun og frábæran stíl. SCANDIC stelliö er kjöriö fyrir þá, sem kunna aö meta fagra hluti og notadrjúga. SCANDIC er dæmigerö vara frá Rosenthal. A. EINARSSON & FUNK mallorca Úrvals sólarferðir til Mallorka og Ibiza. Bjóðum uppá sérstakt barnaverð fyrir þá sem vilja taka börnin með sér. Einnig getum við státað af úrvalsþjónustu með íslenskum úrvalsfararstjórum á báðum stöðum. Náið í bæklinginn með gististöðum og verðum. Og þá er aðeins eftir að ákveða dag- inn og hafa samband. Brottför Viðdvöl Hótel 20. apríl 3 vikur Columbus, St. Ponsa 11. maí 3 — Pax, Magaluf 18. maí 3 — Flamboyan, Magaluf 18. maí 2 — Playa Marina, llletas 1. júní 3 — íbúðir: 8. júní 3 — Banatica, Magaluf 8. júní 2 — Magasol, Magaluf 22. júní 3 — Royal, Magaluf 29. júní 3 — Melia, Magaluf 29. júní 2 —- 13. júlí 3 — 20. júlí 3 — 20. júlí 2 — — Úrvalsþjónusta 3. ágúst 3 — — Úrvalsskrifstofa 10. ágúst 3 — í Magaluf 10. ágúst 2 —■ — Úrvalsferð fyrir 24. ágúst 3 — börnin 31. ágúst 3 — 31. ágúst 2 — 14. september 3 — 21. september 3 — 21. september 2 — 5. október 3 — IBIZA Brottför Viðdvöl Gististaðir: 25. maí 3 vikur íbúðahótel Lido, 15. júnl 3 — Figureta 6. júlí 3 — íbúöahverfið Freus, 27. júli 3 — (búðahverfið Penta 7. september 3 — San Antonio 28. september 3 — FEROASKRIFSTOFAN URVAL — Úrvals íslensk fararstjórn — Úrvals gisting — Úrvals barnaverð vió Austurvöll simi 26900 Beint í sumarió '79

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.