Helgarpósturinn - 15.06.1979, Síða 22
blacfamacíur f einn dag
Hallveig Thorlacius, sem nú bregöur sér i hlutverk blaðamanns eina dagstund I
þágu Helgarpóstsins, er löngu orðin kunn meðal leikhúsáhugafólks fyrir ötult starf
sitt við að upphefja brúðuleikhús til vegs og virðingar hér á landi, þar sem hún er
einn af aðalforsprökkum Leikbrúðulands. Jafnframt hefur hún bvtt talsvert fvrir
Sálfræðingar eru vist ekki vinsælasta stétt manna hér á landi, ef
marka má athugasemdir sem oft fljúga manna á milli. „Það var
allt f lagi með börnin þangað til sálfræðin var fundin upp”, o.s.frv.,
o.s.frv.
Af hverju stafa sllkir fordómar? Um þetta og margt annað ætla ég
að spjalla við Magnús Jónsson.
Magnús hefur gert ýmislegt um dagana. Hann var orðinn lifs-
reyndari en aðrir jafnaldrar hans þegar á 14. ári, en þá fór hann
sem messagutti til Spánar og næstu sumur var hann öðru hvoru til
sjós. Eftir stúdentspróf nam hann kvikmyndagerð I Moskvu og slð-
an reri hann á báti hjá Thaliu I mörg ár, skrifaði leikrit, leikstýrði,
gerði kvikmyndir og var leikhússtjóri á Akureyri.
36 ára gamall venti Magnús sinu kvæði I kross, kvaddi leikhúsiö
og hóf nám i sálfræði við Háskóla islands. Að þvi loknu fór hann I
framhaldsnám i Bandarikjunum og er nú Iangt kominn með þaö.
Magnús var tekinn tali, er hann kom heim i stutt fri.
Magnús, er sáifræði óþarfi?
Er hún kannski bara enn einn
votturinn um hnignun mann-
kynsins?
,,Það er sagt að Steinn Steinar
hafi viljað lemja Jóhannes úr
Kötlum með spýtu fyrir þá sök
eina að Jóhannes hafði kennt
honum að lesa. Já, sumir trúa
þvi að i upphafi hafi verið gull-
öld og gleðitið.
Er það þá ekki dæmi um
hnignun mannkynsins að menn
kunna að lesa, tala i sima og éta
vitamln?
Hitt er annað mál, hvort sál-
fræði er óþörf. Hún hefur þá sér-
stöðu meðal visindanna gagn-
stætt t.d. kjarneðlisfræði, að all-
ir geta um hana talað og mynda
sér skoðanir, sem eðlilegt er,
þvi þetta eru fræðin um hegðun
manna og samskipti, og af þvi
hafa allir sina eigin daglegu
reynslu. Sálfræði sem visindi
fæst aftur á móti við að safna
Föstudagur 15. júní 1979
—he/garpösiúrínrL.
„Ráðgjafi” er sá af tveim á tali,
sem á við minni örðugleika að
etja á þeirri stundu.
sjonvarpið og þá aðallega ur russnesku, en i Sovétrikjunum stundaði hún háskóla-
nám á sinum tima. Hallveig gerir sjálf grein fyrir þvi i inngangi viðtals sins hvers
vegna eftirfarandi viöfangsefni varð fyrir valinu:
„MÖNNUM VERÐUR HARMS $IN$
AO LETTARA, ER UM ER RÆTT
meiri og meiri fróðleik, sem
hefur viðtækara gildi en reynsla
einstaklings.
Það fer ekki milli mála að
heimurinn sem við lifum i er dá-
litið klikkaður, svo sem sést
best á þvi að fyrir nokkrum ár-
um var til i vopnabúrum stór-
veldanna sprengjumagn sem
svarar til 10 tonna af TNT á
hvern kjaft (karl, konu og barn)
sem nú er á lifi. Við þurfum ekki
að fjölyrða um samskipti við
þriðja og fjórða heiminn eða
þau vandamál, sem við blasa i
hverju samfélagi, stóru og
smáu og ailt niður i stórfelidar
truflanir á samskiptum þeirra
sem tengdir eru fjölskyldubönd-
um. Mér sýnist að þeim mun
meiri fróðleiks sem við getum
aflað um hegðun manna og
hvaða lögmálum hún lýtur. þvi
meiri von sé til þess að við get-
um snúið aftur til gullaldarinn-
ar, sem áðan bar á góma”.
Er ekki sálfræöi heldur ung og
óburðug vísindagrein?
„Sem visindagrein er hún til-
tölulega ung, en óburðug er hún
nú ekki. Og ég tel að hún sé ein-
mitt nú á öru vaxtarskeiði. En
er það nokkur furða, þótt raun-
visindagreinar, svo sem eðlis-
fræði, séu lengra komnar en þær
greinar sem fást við mannfólk-
ið? Er ekki manneskjan mesta
undrið? Þar við bætist að ekki
er óliklegt að sálrænir örðug-
leikar einstaklinga séu ekki sist
„vitlausu” þjóðfélagi að kenna.
Að minu viti er meginorsökin
fyrir fordómum gagnvart sál-
fræði sú, að sterk öfl, sem sjá
sér hag i óbreyttu þjóöfélagi
fordæma að sjálfsögðu öll þau
fræði, sem færa rök að þvi að
margvisleg mannanna mein
megi beint og óbeint rekja til
þess, að þeir búa i samfélagi,
sem er „vitlaust”.
Hvers vegna fórstu að læra
sálfræöi?
„Ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á sálfræði. Ég hafði öðru
hvoru látið mig dreyma um að
læra hana, þangað til ég fékk
meiri áhuga á kvikmynda-
gerð”.
Nú er oft talað um, að menn
verði svo vitlausir með aldrin-
um og eigi svo erfitt með að
læra.
„Já, það er satt. Ég hafði lika
þungar áhyggjur af þvi, og ég
gekk meira að segja fyrir Sigur-
jón Björnsson áður en ég lét inn-
rita mig og spurði
hvort það væri ekki bagalegt
að vera kominn á fertugsaldur
þegar maður hæfi nám, og hvað
fræðin hefðu um það að segja.
Hvort maður gæti nokkuð haldið
i við þetta ungviði. Sigurjón tók
mér af sinni alkunnu ljúf-
mennsku. Og fyrr en varði voru
áhyggjur minar horfnar út I
veður og vind, er hann vék tal-
inu að ættfræði”.
Ætlar þú ekki sem leikhús-
maöur að fara inn á það svið
sálfræðinnar sem hefur tekið
leiklistina i sina þjónustu?
„Nei, alls ekki. Svokallað
„psychodrama” er bara ein af
ótal aðferðum til aö lækna fólk,
en ég er ekki að læra geðlækn-
ingar. Það er allt annað fag. Ég
er að læra svokallaða endurhæf-
ingarsálfræði (rehabilitation
counseling) — að verða það sem
amerikumenn kalla counselor,
sem útleggst ráðgjafi. En það
finnst mér þvi miður aldeilis
galómögulegt orð. „Ráðgjafar”
i þessum fræðum leggja nefni-
lega sem állra fæst ráð. Þeir eru
til þess settir að hjálpa fólki til
að hjálpa sér sjálft til skilnings
á vandamálum sinum og þar
með að leysa þau sjálft”.
Hvers konar endurhæfingu fá-
ist þið við?
„Megináhersla er á endur-
hæfingu fatlaöra. Það að auki er
kennd endurhæfing gamal-
menna, drykk jusjúklinga ,
fanga, barna og unglinga (sem
ég hef reyndar mestan áhuga á)
og fólks sem á við tilfinninga-
örðugleika að etja”.
t hverju er „ráðgjöf” fólgin?
„Einn kennara minna skil-
greindi það svo i vetur, að „ráð-
gjafi” væri sá af tveim á trún-
aðartali, sem ætti við minni
örðugleika að etja .á þeirri
stund. Alþýða manna hefur öld-
um saman vitað að það er hollt
að orða vandamál sin, sbr. mál-
tækið: „Segðu það steininum
fremur en engum”.
Reyndar má sjá ágætt dæmi
um hvað „ráðgjöf” er i fornbók-
menntum okkar, I tvars þætti
Ingimundarsonar frá 12. öld.
Ivar dvaldi með Eysteini kon-
ungi. Hann tók ógleði mikla, er
bróðir hans fékk þeirrar konu er
hann unni. Konungur bauð hon-
um gull og græna skóga, ef
verða mætti til að hann tæki
gleði sina á ný. En ívar vildi
ekkert þiggja. í tvars þætti seg-
ir svo að lokum: „Þá mælti kon-
ungur: „Vandast mér nú held-
ur, þvi að eftir hefi ég nú leitað
sem ég kann. Og er einn eftir
hluturinn, og er sá alllitils verð-
ur hjá þessum, er ég hefi boðið
þér, en þó kann eigi geta, hvað
helst hlýðir. Far þú nú hvern
dag, þá er borð eru uppi, á fund
minn, og ég sit eigi um nauð-
synjamálum, og mun ég hjala
við þig. Skulum við ræða um
konu þessa alla vega, þess er þú
vill og má i hug koma, og mun
ég gefa mér tóm til þessa, þvi að
það verður stundum, að mönn-
um verður harms sins að létt-
ara, er um er rætt. Og nú gera
þeir svo, að jafnan er konungur
situr eigi yfir vandamálum, þá
talar hann oft um þessa konu við
ívar. Og þetta hlýddi bragöið,
og bættist nú ívari harms sins
vonum bráðara. Giaddist hann
eftir þetta, og kemur i samt lag
sem fyrr hafði verið um
skemmtun hans og gleði. Og er
hann með Eysteini”.
Nú er endurhæfingarráðgjöf
að sjálfsögðu félagsleg þjón-
usta. Er slik þjónusta ekki
fremur af skornum skammti i
Bandarikjunum?
„Þennan fordóm þekki ég vel,
þvi þetta hélt ég lika. Mig fýsti
til Bandarikjanna vegna þess
frægðarorðs sem af háskólum
þeirra fer, enda sýnist mér það
vel verðskuldað. Hins vegar
komst ég að raun um það að
Bandarikjamenn hafa framúr-
skarandi löggjöf um endurhæf-
ingu og rétt alls almennings til
að njóta hennar ókeypis. Nú er
nýbúið að ákveöa að þegar
þröngt gerist i búi og skerðist
um fjárveitingar, þá skuli þeir
sem verst eru settir, þ.e, fjöl-
fatlaðir, hafa algjöran for-
gang”.
Hvernig likar þér við
Amerikana?
„Ég var nú hálfhvumpinn
fyrstu dagana, þegar alls konar
bláókunnugt fólk var að segja
hæ! og bjóða mér góðan daginn
á götum úti með bros á vör. Ég
tala nú ekki um, þegar það tók
mig tali og fór að grennslast um
liðan mina. En nú finnst mér
þetta afar notalegt. Þeir eru
sem sagt alveg sérdeilislega
elskulegir”.
Elskulegri en Rússar?
„A annan hátt. Rússar finnst
mér lika elskulegt fólk, en langt
frá þvi að vera svona hispurs-
laust. En það sem kom mér
mest á óvart i Bandarikjunum
var hvað mér finnst þeirra
menning vera mikið öðruvisi en
okkar menning. Saga Evrópu og
gildi I nútimaheiminum sýnist
mér helst varði allan almenning
engu, og sem fyrrverandi nem-
andi I latinuskóla hefur það
óneitanlega tekið sinn tima að
sætta sig við að lifa I landi þar
sem Evrópa heyrir til gleymdri
fortið, nema þegar ættartölur
ber á góma”.
Hvað fannst þér merkilegast i
náminu?
„Annars vegar hvað ég stend
vel að vigi (þó ég segi sjálfur
frá) miðað við min ágætu skóla-
systkini i USA. Ég er ekki frá
þvi að sálfræðideildin við H.í.
geri mönnum bæði að læra
meira og kröfurnar séu sist
minni en fyrir B.A. próf i banda-
riskum háskólum.
Stofnunin þar sem ég stunda
nám núna, skiptist i 2 megin-
deildir.Við eigum reyndar kost á
að sækja tima i báðum. önnur
kennir „ráðgjöf” og hin atferlis-
mótun (Behaviour
modification) og er hæfilegur
rigur milli deilda eins og vera
ber. En óneitanlega finnst mér
einna merkilegast þarna hvað
atferlismótun virðist vera i
hröðum uppgangi”.
Nú er stétt „ráðgjafa” ekki til
hér á landi. Hvað er framund-
an?
„Ég hygg að þörfin sé brýn á .
stórauknu starfi að geðverndar-
málum á öllum sviðum, ekki
sist að samfélagsháttum okkar
verði verulega breytt. Ég held
lika að smávægilegar fyrir-
byggjandi aðgerðir svo sem að
kenna fólki að tala saman af
fullri einlægni og gagnkvæmri
virðingu fyrir tilfinningum
hvers annars séu allri ráögjöf
betri svo fæstir þurfi að láta
sér nægja að „segja það steinin-
um”.
Hallveig Thorlacius ræðir við Magnús Jónsson um sálfræðiráðgjöf og sitthvað fleira
HP-mynd: Friðþjéfur