Helgarpósturinn - 30.11.1979, Page 2
2
Föstudagur 30. nóvember 1979
Jielgarpásturinn
Heimili þeirra eru oft og einatt
götur borgarinnar. Þeir hafa
hvergi höfbi sinu aö halla. Hafa
brotiö allar brýr aö baki sér.
Besti vinur þeirra er flaskan —
brennivinsflaskan. Sumir kalla
þá róna, aörir aöstööulausa
drykkjumenn. Þeir eru aöeins lit-
ill hluti áfengisvandamálsins
margumtalaöa, en óneitanlega sá
hluti vandamálsins sem er auö-
sjáanlegur og kemur upp á yfir-
borðið. Þetta fólk hefur oft verið
nefnt sem talandi dæmi fyrir þær
hroöalegu afleiöingar sem of-
dýrkun Bakkusar getur leitt af
sér.
Núupp i' siökastiö hafa borgar-
búar eflaust veitt þvi athygli aö
mun færri þessara útigangs-
manna eru á ferli I borginni.
Astæöan mun vera sú, aö nýlega
var stofnaö til embættis áfengis-
varnarráöunauts innan lögregl-
unnar. Sá sem þann starfa hefur
heitir Guöfinnur Sigurðsson lög-
reglumaöur.Talar hann viö menn
sem hafa gist fangageymslur lög
reglunnar í marggang og býöst til
að koma þeim á hæli fyrir
drykkjumenn. Þetta virðist hafa
gefið góöa raun og eru allflestir
þessara manna nú á drykkjuhæl-
um. Þó má ekki gleyma því að
ýmsar stofnanir hafa aðstoöað
þessa menn i eymd þeirra á liðn-
um árum.
Helgarpósturinn gekk á fund
eins hinna ólánsömu sem hefur
lent i vitahring vinneyslunnar.
Hann vinnur ööru hverju, er við
og við á hælum fyrir drykkju-
sjúka en á fylliriistúrum þess á
milli — og á þá hvergi heima.
Heimili hans er aö finna I húsa-
sundum,yfirgefnu húsnæðúskips-
flökum óg I fangageymslum lög-
reglunnar.
„Ég tók minn fyrsta sjúss hjá
prestinum þegar ég fermdist,”
segir hann og kimir örlitið, en
bætti siðan strax við, ,,en þaö var
siöan ekki fyrr en um tvitugsald-
ur sem ég geröi framhald á þeirri
drykkju.” Hann virkar örlitiö
óviss meö sig og talar I stuttum
setningum og er htt margoröur.
Til að byrja meö eru svör hans
nánast ekki annað en já og nei, en
fljótlega tekst honum aö yfir-
vinna feimnina og gerist þá
skrafhreifinn.
Ingvar Georgsson heitir hann
sem mælír þessi orö.fimmtiu ára
gamall og er drykkjusjúklingur.
„Lengsta fylleríið stóð
í eitt ár samfleytt"
Rætt við Ingvar Georgsson einn drykkjumanna götunnar
Blaðamaöur og ljósmyndari sóttu
hann heim upp I Hlaögerðarkot I
vikunni,en þarmun hann dveljast
fram yfir áramót I meröferð. „En
ég verö kominn á sjóinn upp úr
áramótum og veiöi þá i soöið
handa ykkur. Ég ætla aö hanga
eitthvað þurr og vinna,” segir
Ingvar.
20 ára drykkja
Ingvar Georgsson, húsamálari
meöskipstjóraréttindi,hefur ekki
ráöið viö vindrykkju sina undan-
farin 20 ár og stundaö vinnu mjög
óreglulega, en þess á milli „legiö i
því’ ’.
„I upphafi var þetta ekkert
vandamál hjá mér,” segir
Ingvar. ,,Ég drakk kannski um
helgar, en mætti siðan til vinnu á
réttum tima. Siöan jókst þetta
smám saman og helgardrykkjan
fór að dragast fram i vikuna.
Urðu 3 og 4dagar i rykk. Þaö var
þóekkifyrren ég varkominn yfir
þritugt aö ég áttaöi mig á þvi aö
þetta var orðið vandamál hjá
mér. Og vandamál sem ég réð
litið viö.”
Ingvar hefur starfaö sem sjálf-
stæöur húsamálari og segir okk-
ur, að ef hann taki að sér verkefni
þá klári hann það. Svo komi
brenniviniö. „Ég hef alltaf stund-
að mina vinnu á milli túra þvi ég
er hreinræktaöur Islendingur.”
Þaö f er ekki framhjá okkur, að
TlfÆR ENDURMINNINGABAEKUR
Hér segir á einlægan og hispurslausan
hátt frá lífi og starfi þessa einstæða
listamanns, svo og um trúarlíf Sigurðar
og lífsskoðanir hans. Og í seinasta
kaflanum „Samfylgdin“ segir Áslaug
Sveinsdóttir, kona Sigurðar frá starfi,
heimilislífi, gleði og andstreymi. Gunn-
ar M. Magnúss hefur skrifað endurminn-
ingar t. d. um Sigvaida Kaldalóns og
Guðrúnu Á. Símonar. „Sigurðar bók
Þórðarsonar" er prýdd fjölda mynda.
Létt kímni, heitt skap og hreinskilni ein-
kenna endurminningar Friðriks Einars-
sonar læknis. Hann hefur frá mörgu að
segja, og segir vel frá. Þetta er bók um
merkilegt ævistarf og minnisstæðan
persónuleika. Gylfi Gröndal hefur áð-
ur skrifað vinsælar minningabækur, til
dæmis um dr. Kristin Guðmundsson og
Helgu M. Níelsdóttur Ijósmóður.
Bókin „Læknir í þrem löndum“ er um
200 blaðsíður með mörgum myndum.
SETBERG
Ingvar er allstoltur og leggur á
þaö rika áherslu aö hann klikki
ekki þegar vinnan er annars veg-
ar. Þegar hann sér hins vegar
fram á verkefnahlé, þá gripi hann
til flöskunnar og þá getur liöið
mislangur timi þar til hann taki
sér málningarpensilinn I hönd á
nýjanleik. Ingvar fer nefnilega á
langa túra. „Sá lengsti hjá mér
stóð I eitt ár. Ég var alltaf fullur i
heilt ár og missti ekki einn
dag úr.”
Fullur samfleytt í 1 ár
Þetta svarta ár i lifi Ingvars
var fyrir fjórum árum. Við báð-
um hann að lýsa þvi hvernig lifið
hefði þá gengið fyrir sig. „Það er
svo sem ekki frá miklu að segja.
Ég átti einhverja peninga þegar
ég byrjaöi ársdrykkjuna, en þeir
dugöu ekki allt of lengi. Ég bjó
um borð i togaranum Siriusi, sem
þá lá við Grandagarð og beöið var
eftiraðseljahann ibrotajárn. Við
bjuggum þarna einir þrir „milli-
stéttarmenn”. um borö og það
var mikil samhjálp á milli okkar.
Ef einhver átti pening þá var
keypt brennivln og þvi' miölað.
Þaö var fariö sparlega meö pen-
ingana og litið eytt i annaö en vin.
— Þaðgat auövitaö oröið ansi kalt
um borö i togaranum enda skipiö
ekki kynt. En maður lét sig hafa
það, enda finnur maöur ekki
mikið fyrir kuldanum þegar
maöur er fullur allan timann.”
Ingvar var kvæntur maður i' 20
ár. Það var barnlaust hjónaband,
en fyrir hjúskap átti hann þrjú
börn. „Konan mi'nskildi við mig
fyrir lOárum vegna drykkjunnar.
Hún bókstaflega gafstupp. Ég hef
ekkert séð hana siöan, en heyrt að
hún hafi gifst aftur.
Og hvað skyldu svo drykkju-
menn drekka til að komast i
vimu. ,,Þaö er nánast allt drukk-
ið,” segir Ingvar Georgsson.
„Þaðeru drukknir kardimommu-
dropar — þeir eru ágætir — þá er
það sprittið og þegar peningar
eru tíl þá kaupum við brennivin.
Eg reyni nú yfirleitt aö blanda
sprittið það getur veriö fjandi
rammt, en ef blandiö er ekkert til
þá veröur aö drekka þaö óbland-
að.”
300 þús. á einum
sólarhring
Sú saga var sögö af Ingvari aö
fyrir fáum árum hafi hann komið
i bæinn ffa Gunnarsholti og meö
um 300 þúsund krónur i vasanum,
sem hann haföi þar unniö sér inn.
Þeim peningum átti hann aö hafa
komiö i lóg á rúmum sólarhring.
Við bárum söguna undir Ingvar
og spurðum hvort hún væri sönn.
„Já, eflaust er hún þaö,” var
svarið. „Þaö eru margir
munnarnir.” Og fleiri áttu þau
orðekki aðvera.Enviðgengum á
Ingvar og báðum hann að skýra
nánar, þegar hann talaði um
marga munna.
„Nú, það er einfalt mál. Það
eru margir sem gefa mér þegar
ég er peningalaus og því geri ég
slikt hið sama. Það er leiðinlegt
að neita fólki sem ekki á krónu og
getur ekki unniö sökum óreglu og
lasleika.”
— Og þér er sama þótt fólk eyði
þessum peningum þinum I
brennivin?
„Það væri auðvitað skárra að
þaðkeypti mat fyrir þá, en þaö er
ekki fyrir mig aö prédika i þess-
um efnum. Ég fer einnig með
mestallt mitt i vin.”
Ingvar hafði sagt okkur frá þvi
þegar hann dvaldist i gamla
aflóga togaranum Sirlusi. Viö
báðum hann aö lýsa þvi fyrir okk-
ur hvar drykkjumenn og þeir sem
hvergi eiga höföi sinu aö halla
dveljast öllu jöfnu. Hvar elur
hann t.d. manninn þegar hann er
á túr?
„Það er enginn ákveöinn
staður. I gistiskýlinu á Þingholts-
stræti er okkur ekki hleypt inn ef
vinþefur er af manni og á
drykkjutúrum er maður jií auö-
vitað fullur allan timann — meira
og minna. Þrautalendingin
verður oft Hverfissteinn lög-
reglunnar. Annars var ég að
heyra það, að ég væri orðinn met-
hafi hjá lögreglunni.Hef alls setið
inni i fangageymslum lögregl-
unnar við Hverfisgötu I yfir 1000
skipti.”
Kalt að
veturna
Siðan heldur Ingvar áfram og
segir að stundum sé ekki annað
að gera en sofa Uti, þá burtséð frá
þvi hvernig viðri. „Ég hef oft
sofið úti jafnt á sumrin sem á
veturna. Þaö getur veriö ansi
kulsamt, þvi get ég ekki neitaö.
Hins vegar eru það engir ákveðn-
ir staöir sem ég leggst til svefns á
undir berum himni. Ég reyni
bara aö finna einhversstaöar
skjól og sofna siöan þar.”
En fyrir nokkrum mánuðum
siöan keypti Ingvar sér fasteign
til aö sofa i. Hann fékk loks þak
ýfir höfuðið — það var bilþak.
„Já, ég keypti mér bil á 200 þús-
und krónur til að geta sofiö í.
Ekkert hef ég bilprófiö svo ég
setti bilinn aldrei i gang, hvaö þá
aö ég hafi keyrt hann. Ég átti bil-
inn og svaf I honum i tæpa tvo
mánuöi og allan þann tima stóö
blDinn á sama staö, — skammt