Helgarpósturinn - 30.11.1979, Blaðsíða 4
NAFN: Kristin Bernharðsdóttir STAÐA: Starfsmaður íþróttamiðstöðvar og ungfrú ísland
FÆDD: 19. júli 1959 HEIMILI: Faxastigur 14 HEIMILISHAGIR: Ógift og barnlaus
BIFREIÐ: Engin TRÚMÁL: Er í þjóðkirkjunni ÁHUGAMÁL: Badminton
„Ég er engin markaðsvara"
Nú er búiö aö kjósa Ungfrú tsland meö pompi og pragt. Oft hefur fegurör
arsamkeppni veriö likt viö gripasýningu af bestu gerö. Alfta ýmsir, aö úeöiiiegt sé aö gera kvenlega
fegurö aö einhverri markaösvöru og telja það niöurlægjandi fyrir konur aö ganga um hálfnaktar
fyrir framan fleiri hundruö manns og láta dæma um brjóstastærö, fegurö fótleggja, hvort hrukkur
séu á mjöðmum og svo framvegis.
Hinir eru margir sem Hta á þetta sem eðlilegt fyrirbri göi. Állt sem fagurt er — hvort sem þaö er
kona.bilíeöa hús — skuliekki láta liggja i jáginni heldur draga fram isviösljósiö.
Og um þetta er deilt. Þaö erUngfrú Island 1979, tuttugu ára Vestmannaeyjamær Kristin
Bernharösdóttir sem er I yfirheyrslu Helgarpóstsins.
Hvers vegna er fegurðar-
samkeppni haldin?
„Ég hef nú ekki pælt i eða
hugsað út i það.”
Hvers vegna tókst þú þátt I
keppninni?
„Ég? Það er nú það. Ætli það
hafi ekki verið fyrst og fremst
til að reyna að breyta til. Ég var
beðin um að vera með og játaði
þá. Siðan fór ég að hugsa málið
betur og var þá alvarlega að
hugsa um að hætta við. Þetta
varfyrir forkeppnina iEyjum.”
Hvers vegna flaug þér það i
hug aö hætta viö allt saman?
„Ég fann fyrir þvi þegar það
fréttist um bæinn að ég yrði
þátttakandi, að það var farið að
fylgjast óeðlilega mikið með
manni og alls kyns orð látin
falla — ekki öll of jákvæð. Ég
hræddist baktalið, en sló þó til.”
Þegar þú síöan sigraöir
keppnina i Vestmannaeyjum
fékkst þú þá að finna fyrir þessu
baktali sem þú nefndir?
„Já, þvi get ég ekki neitað.
Fólk talaði um það hve ég væri
orðin mikil skvisa og montin
með mig og hvað þessi Eyjatitill
hefði stigið mér til höfuðs.”
Hefur þessi sigurganga þín
stigið þér til höfuös?
„Nei, alls ekki.”
Hvers vegna er aöeins haldin
feguröarsamkeppni fyrir
kvenfólk, en ekki karlmenn?
„Ætli fólki hafi almennt dottið
hið siöarnefnda i hug.”
En ef þú lætur þér detta það i
hug núna?
„Já, mér finnst ekkert mæla
þvi i mót að haldin yrði karla-
fegurðarsamkeppni. Slik keppni
yrði auðvitað allt öðruvisi,
kannski fyrst og fremst vegna
þess hve óvön við erum karla-
keppnum.”
Og fyndist þér það sniöugt aö
karlmenn sprönguöu um uppi á
senu aðeins á sundskýlum?
„Ég m^ndi veltast um af
hlátri, einfaldlega vegna þess
hve það væri óvanaleg sjón.”
En þú myndir mæta og virða
gripina fyrir þér?
„Já, það myndi ég gera.”
Ifvers vegna?
„Til að sjá vöxtinn og dæma
um hvernig þeir væru.”
Hvers vegna heldur þú aö fólk
hafi komið á keppnina á Sögu
um daginn þegar þú varst
kjörin, — til aö sá vöxtinn á ykk-
ur þátttakendum?
„Fólk hefur eflaust haft
misjafnar ástæöur. Forvitni
hefur eflaust átt stóran þátt og
einnig voru gestirnir aö dæma'.'
Finnst þér þaö eölilegt aö þú
gangir fram og til baka uppi á
i sviöi I sundbol og látir fólk
I dæma um úrslitakosti og —
! galla? Hvort þú hafir t.a.m.
[ nógu stór brjóst eöa of stutta og
! feita fætur?
„Það var mjög svo óþægi-
legt.”
En finnst þér eðlilegt aö þú
sért notuð sem sýningargripur
meö þessum hætti?
„Ég veit það ekki. Hef ekki
hugsaó mikið út i þann þátt
málsins. Fólk hefur misjafnar
skoðanir á þvi. En þegar ég var
uppi ásenu, þá var ég agalega
feimin og vissi ekkert hvernig
ég átti að vera. Gat t.d. ekki
brosað allan timann. Þess i stað
reyndi ég að vera eðlileg og ég
sjálf.”
Hvernig dæmir þú fólk sem þú
þekkir? Eftir útlitinu?
„Nei, alls ekki eftir útlitinu.
Ég met innri manninn langtum
meira.”
Viltu þá láta meta þig aö
verðleikum aðeins eftir
útlitinu?
„Ég vil láta dæma mig eftir
allri minni persónu, þ.e. útliti og
innri manni.”
En i keppninni var aöeins
hugsað um útlit þitt.
„Nei, það var tekið tillit til
fleiri þátta i keppninni. Fyrir
keppnina komum viö að máli
við dómendur og vorum spurðar
ýmissa spurninga. Svo þar
kynntust dómararnir okkar
innri manni.”
Hvað voruö þiö spurðar um?
„Viö vorum spurðar hvort við
værum giftar, hvort við ættum
börn, hvort við hefðum einhvern
tima veriö giftar, hvar við
störfuðum og um helstu áhuga-
mál.”
Af hverju er lagt svona mikiö
ofurkapp á að vita hvort þiö
séuð giftar og eigið börn?
„Vegna þess, að samkvæmt
reglum keppninnar, þá mega
konur ekki taka þátt i keppninni
ef þær eru giftar og hafa átt
börn.”
Hvers vegna?
„Ég get varia svarað þvi.
Það er bara ekki talið æski-
legt.”
Af hverju ekki æskilegt?
„Mér dettur i hug að ástæðan
sésú, að þaö séof mikil röskun á
heimilishögum fyrir giftar kon-
ur að standa i svona keppni. Þá
eru þær konur sem hafa átt
börn, ekki með eins góðan
vöxt.”
Hvers vegna vannst þú
keppnina, en ekki einhver önnur
stúlka? Ert þú meö fallegri nef,
fallegri brjóst og fallegri
mjaðmir en hinar? Var þaö
eitthvað slíkt sem geröi útslag-
ið?
„Þetta finnst mér dónaleg
spurning. Nei, það var ekkert
slikt sem réði úrslitum. Ég á
mjög erfitt með að svara þessu.
Ég held að framkoman hafi þó
mikið að segja. Ég tranaði mér
hvergi fram og var laus við alla
uppgerð. Þaðhefur kannski haft
sitt að segja.”
Þú hefur ef til vill unnið vegna
þess aö þú gast brosaö mest og
best?
„Nei, nei, nei. Ég brosti alls
ekki mest og best. Það komu
margir kaflar i keppninni sem
ég brosti ekki. Ef ég brosti þá
átti það við.”
En hvers vegna brosa
fegurðardísir svona mikiö? Var
ykkur sagt að brosa?
„Það er miklu fallsgra að
brosa og vera hýr.Þegar ég
stóð á sviðinu, sérstaklega eftir
að búið var að kjósa mig, þá
skalf ég öll i munnvikunum og
átti mjög erfitt með að
framleiða bros.”
Þurftir þú að framleiöa bros?
Af hverju varstu að reyna aö
framleiöa bros, þegar þaö var
þér ekki eölilegt?
„Nú, auðvitað vildi ég vera
hress og ánægð þegar verið var
að krýna mig — enda var ég
ánægð.”
En þú hefur þá liklega orðið
að framleiða eins og hálfsmán-
aðarskammt af brosum þarna á
sviöinu á Hótel Sögu á sunnu-
daginn?
„Ég á nóg af brosum eftir.”
Nú er stundum talaö um þaö,
að aðeins kynþokkafullar
skvisur meö litiö i höföinu, taki
þátt i svona keppni. Hvaö segir
þú um það?
„Þetta er fjarstæða. Ég
kynntist þeim stelpum sem tóku
þátt i keppninni með mérog það
var góður andi innan þess hóps.
Þær voru ekki gáfnalitlar —
siður en svo.”
Hvernig tilfinning er þaö aö
vera fallegasta stúlkan á tslandi
i eitt ár? Ertu t.d. fallegri núna
en fyrir helgi, áöur en þú varst
kjörin?
„Ég er ekki fallegasta stúlkan
á tslandi — það er af og frá. Og
ég hef ekkert breyst þrátt fyrir
þennan titil. Þó finn ég aö meira
er fylgst með mer en áður og nú
þekkja mann skyndilega allir.
Þá eru bráðókunnar manneskj-
ur farnar að gefa sig á tal við
mig.”
Þegar þú hugsar þetta dæmi
upp á nýtt, þ.e. allar kroppasýn-
ingarnar og umræöurnar,
myndir þú þá endurtaka
ævintýriö ef þaö væri aö hef jast
i dag?
„Já, hiklaust. Þetta hefur
verið stór upplifun og góð
reynsla sem ég hefði ekki viljað
fara á mis við. Ég lærði þarna
hlut sem ég hef ekki komist i
tæri við áður.”
Eins og hvaö?
,T.d. að koma fram og ganga á
háhæluðum skóm.”
Kunnir þú ekki aö ganga áöur
en þú fórst i keppnina?
„Jú, jú, en ekki á háhæluðum
skóm.”
Hvaða tilgangi þjónar þaö
fyrir þig aö læra aö ganga á
háhæluöum skóm, þegar þú
hafðir ekki þurft á þeirri kunn-
áttu aö halda I lifi þinu hingað
til?
„Það er mun fallegra að
koma fram á háhæluðum skóm.
Þess vegna taldi ég ástæðu til að
læra að ganga á þeim.”
Fyrst það er kosin fallcgasta
stúlka á íslandi er þá ekki alveg
eins hægt að kjósa Ijótustu
stúlkuna, eöa stúlkuna meö fal-
legasta og Ijótasta rassinn, fal-
legustu og ljótustu fingurna
o.s.frv.?
„Þú ert dónalegur. Mér fynd-
ust svona keppnir fáránlegar.”
Fáránlegri en aö kjósa falleg-
ustu stúlkuna og dæma hana
eftir likamsvexti og snoppu-
fegurð?
„Já, langtum asnalegra.”
Nú var keppninni á sunnudag-
inn af sumum Ifkt viö gripasýn-
ingu. Þiö stóöuö fáklæddar uppi
á sviöinu meö númer framan á
ykkur, alveg eins og_ gerist á
nautgripasýningum. Einnst þér
sjálfri einhver skyldleiki þarna
á milli?
„Nei og aftur nei. Við héldum
bara á númerunum til að
aðgreina okkur.”
Heldur þú aö dómendurnir og
framkvæmdaaöilar keppninnar
hefðu t.d. sjálfir viljaö ganga
upp á senu og sýna sig i sundbol-
um og sundskýlum eins og þiö
geröuö og Iáta gesti skoöa sig
meö hungruðum gagnrýnisaug-
um?
„Ég veit varla; þó hugsa ég
ekki.”
Hvers vegna heldur þú aö
ýmsir aðilar vilji standa aö og
framkvæma keppni sem þessa?
Er þaö aöeins til aö gefa ykkur
þátttakendum kost á þvi aö fá
ykkar verölaun og komast til
útlanda á alþjóölegar feguröar-
sýningar?
„Nei, auðvitað hljóta þeir að
fá eitthvað út úr þessu annað.
Annars væru þeir ekki aö
þessu.”
Nú má búast við aö tilboðin
streymi til þin og auglýsendur
vilji fá þig til aö sýna bæöi sjálfa
þig og einhverjar vörur. Kemur
þú til meö aö taka slikum
tilboöum?
„Já, það hugsa ég, ef vel er
boðið. Hins vegar myndast ég
illa, svo ég er ekki neitt allt of
viss um að tilboðin streymi að.”
Nú ferð þú I keppni til útlanda
fyrir hönd Islands. Ertu þar
meö orðin útflutningsvara?
„Nei, ég er engin markaðs-
vara, en mun reyna að standa
mig erlendis sem og hér
heima.”
Þegar haldin er söngkeppni
og hæfileikakeppni af einu eöa
ööru tagi, þá koma sigur-
vegararnir oft fram á árs-
hátíðum og skemmtunum ýmis-
konar og flytja sitt prógram.
Kemur þú til meö að sýna þig á
sundbol sem skemmtiatriöi á
árshátiöum?
„Nei, hvernig dettur þér slikt
i hug.Ég er enginnsýningargrip-
ur.”
En varstu þaö ekki I keþpn-
inni á sunnudaginn — sýningar-
gripur?
„Ég lit ekki svo á.”
En er ekki réttlátt aö tslend-
ingar vilji sjá hvort þú standir
undir titlinum ungfrú tsland og
geti heimtaö aö þú brosir og
sýnir á þér kroppinn hvarvetna
sem beðið er um?
„Þetta er nú einum of mikið.
Þessu svara ég ekki. Ég kem
aldrei til með að afklæðast fyrir
fólk eftir pöntunum. Þeir sem
vildu sjá þátttakendur gátu
komið á Sögu á sunnudaginn og
dæmt um gæðin.”
Og þú ert sem sagt glöö og
ánægö meö allt saman?
„Já, það er ég, þótt ekki sé ég
nógu hress með þessar spurn-
ingar þinar. Þó vil ég nota tæki-
færið og þakka öllum sem
studdu mig i þessari baráttu og
þá sérstaklega vinum minum
frá Vestmannaeyjum.”
eftir Gudmund Arna Stefánsson