Helgarpósturinn - 30.11.1979, Síða 9
hc/odrpó'zturinn Föstudagur 30. nóvember 1979
9
SKILAÐ AUÐU
í sumar byrjaöi ég að hlaupa.
Ég hafði I einhverju aungviti
farið i sportvöruverslun og
keypt mér iþróttagalla og til-
heyrandi og hlaupaskó sem
hérumbilhlaupa sjálfir. Svo var
það i júli sl., þegar enginn átti
sér ills von, mætti ég i Laugar-
dalnum, en þar er ein ágætust
aðstaða fyrir sportidjóta, meira
að segja ágæt aðstaða fyrir bara
idjóta. Ég er ekki viss um að
fólk átti sig á þessari aðstöðu.
Hún er hinum megin girðingar,
grasvöllur og gömul hlaupa-
braut og tilvonandi simastaurar
þrir, festir niður með keðju i
annan endann og hverjum leyfi-
legt að lyfta hinum endanum
upp fyrir höfuð. Svo er hægt að
festa lappirnar i stuðningstré,
liggja afturábak á palli, og
þjálfa magann dálitið á annan
máta en mylja niðri’ann steik.
Svo eru frumleg lóð í þrenns-
konar útgáfum og má gera
margt skemmtilegt við þau.
Þegar ég var mættur þennan
dag i júli', i himinbláum galla
(les: gallllla) og á hlaupaskóm
sem næstum hlaupa sjálfir,
ákvað ég að hlaupa einn hring á
þessari gömlu hlaupabraut sem
er vist rúmlega 400 metra
hringurinn. Ég komst 200 metra
og hélt þá að lappirnar væru
dottnar af mér og fór að leita að
þeim um stund. Daginn eftir
mætti ég enn og hljóp sömu 200
metrana frá i gærog týndi aftur
löppunum en nokkrum dögum
siðar héngu þær við migogég
fór mér til undrunar heilan
hring. Ég þurfti endilega að fá
einhversstaðar klapp á koll
fyrir afrekið, og hrósaði mér viö
Ragnar Arnalds sem fullyrti
umsvifalaust að hann hlypi
þetta þrjá til fjóra hringi, eftir
þvi hvað væri að gera i ráðu-
neytinu. Þá hljóp ég næst sjö
hringi. Það byrjaði nú með þvi
að ég ætlaði að hlaupa þrjá til
fjórahringi, úr þvi Ragnar gæti
það, flokksbundinn maðurinn,
gæti ég það óháður. En viti
menn, rétt sem ég er að klára
fjórða hringinn, er allt i einu
hlaupið upp að hlið mér og er
þar kominn fyrrverandi
íslandsmeistari i 400 metra
hlaupi, Guðmundur Lár og bauð
kurteislega góðan dag. Hann
var þá nýbúinn að hlaupa tiu
hringi, ai blés ekki úr nös, og
tókað rabba við migum sitt litið
af hverju en ég reyndi að svara
meöeinni eða tveimur stunum i
hvert sinn en kom ekki upp orði.
Eftir sjöhringi, stoppaðiégog
hann virtist ósár og ómóður. Ég
hélt hinsvegar að það hefði
komið sprunga i brjóstkassann
á mér. Ég gat ekkert talað af
viti fyrr en um kvöldmatar-
leytið. Nú er svo komið, að 7
hringir eru léttir. Það gerir
æfingin.
En af hverju er ég að skrifa
um hlaup. Kannski til að segja
mönnum að hlaupa nú ekki á sig
i kosningunum? Alls ekki. Ég
hef enga löngun tilað hafa áhrif
á val fólks i kosningum. Ég var
bara i vandræðum með efni til
þessa hringborðs.
— Þú verður ekki i vand-
ræðum að skrifa þessa helgi,
sagði sagnarandinn minn og
rólaði sér i ljósakrónunni sem er
úr alabastri og gæti aldurs
vegna og útlits veriö komin af
grisku sölutorgi eða frá Egypta-
landi ef vill. Þessi ljósakróna er
eldri en ég.
— Um hvað, spurði ég.
— Það er kosið, skrifaðu um
stjórnmálamenn.
Ég svaraði honum strax i loft
upp, sagðist ekki nenna að
skrifaum stjórnmálamenn, þeir
ættu óskup bágt þessa dagana
og verra væri að þótt þeir
kæmust á þing, ættu þeir áfram
bágt, margir. Sagnarandinn tók
út úr höfði sér augun og þurrk-
aði af þeim á erminni.
Þykir þér verra að það er
kosið i desember, spurði hann
og horfði á mig með tóftunum.
— Er það ekki sama? Það
koma jól i desember, þvi ekki
kosningar? Jólasveinar koma
hvort sem er.
Sagnarandinn setti upp
augun.
— Þú ert með rúgluð augun,
sagði ég.
— Sjálfur geturðu verið með
rugluð augu.
— Vertu ekki að þessu, þú
veist að þú ert rangeygður að
hætti sagnaranda. Nú ertu
dáliöð eins og rauðspretta um
hausinn. Hann tók úr sér augun
aftur og setti rétt i, og var nú
rangeygður að hætti sagnar-
anda. Dró siðan lappirnar til sin
upp i ljósakrónuna úr alabastr-
inu, hringaði sig niður og
tautaði eitthvert rugl, en sagði
svo:
— Það var einu sinni i eld-
gamla daga, konungur á
Indlandisem varö að páfagauk.
Heldurðu að páfagaukar geti
orðið alþingismenn?
Svohófhannuppraust sina og
söng gamlan ambáttasöng úr
þúsund' og einni nótt:
Lát þú hræsnara
I hofi sitja,
en sit með oss að sumbli:
hatar hræsnara
heilög ritning,
en eigi vin-glaðan ver.
Svona er nú sagnarandinn
minn lasinn.
— Skrifaðu, kallaði hann úr
ljósakrónunni enn, skrifaðu um
bakarann i Ólafsvik sem bakaði
beinar kringlur. Eða skrifaðu
um að þegar þú týndir hótelinu
þinu i Tanger i Marokko og
varst kominn innanum skugga-
verur i eiturlyfjagötum," segðu
af unga fólkinu sem stóð og
hallaði herðum að skitugum
veggjum og horfði á þig með
hvitunni i augunum og var dáið i
framan.
— Nei, sagði ég. þá grætur
fólk. Það á ekki að gráta þótt
það lesi Helgarpóstinn. Ætli ég
skili strákunum Árna og Vigni
auðu?
Það er heldur ekki á allt kosið
i kosningum.
— Skammaðu einhvern, var
hvislað úr ljósakrónunni. Rödd
sagnarandans var andstyggi-
lega mjúk.
— Ég er á móti þvi að
skammast.
— Skammaðu þá sem eru að
narta utani Freeportara.
— Ég þarf þess ekki. Það er
vitaðaðflestir þeirsem fyrirlita
Freeportmenn, eiga við brenni-
vinsvandamál að striða.
— Var ekki einhver vindhani
úr Vestmannaeyjum að þrugla
um Freeport?
— Jú jú, og einn af leikgagn-
rýnendum fór fljúgandi norður i
land með einhverjum kafteini
og áhöfn hans og hitti höfund
leikritsins um öngstrætið sem
LA sýnir og sagði við hann að
hann hefði betur haldið áfram
að drekka.
— Og þegja allir um svona,
spurði sagnarandinn og kikti út
fyrir ljósakrónuna.
— Já já, menn þegja um
svona nokkuð, enda ekki tii
neins. Ég nenni ekki að skrifa
um drykkfelda rifrildisseggi.
— Mikið er ég feginn að vera
ekki maður, dæsti sagnarandinn
og hallaði sér aftur niðri
krónuna. En hitt er vist að þú
verður að skrifa um eitthvað.
Ég ætla að sofna á meðan.
Ég stóð upp og gekk út frá
sagnaranda, sem svaf i ljósa-
krónu úr alabastri. Úti er fólk
dálitið farið að flýta sér. Jóla-
æðið er að ná á þvi tökum. Ég
sakna þess hve tregir við Foss-
búar erum að nota rafmagnið til
að bregða birtu á skammdegis-
myrkrið i miöborginni. Eins og
við þurfum á ljósi að halda
þessa dimmustu daga ársins.
Vinur minn einn var að koma
frá Lundúnum. Hann sagði að
það hefði verið dásamlegt að
ganga verslunargötur prýðilega
skreyttar i nafni jólanna og
hleypa léttleika i sinnið á alvar-
legum timum. Heimurinn alltaf
rétt að þvi kominn aft sprengja
sjálfan sig i loft upp. Hvað nú ef
einhverjum manni með ljóns-
hjarta dytti i hug að efna til
krossfarar á nýjan leik? Ekki
færu þeir á hestum. í versta falli
að þeir færu á skriðdrekum,
sem >Tðu bensinlausireinhvers-
staðar á leiðinni. Kannski
verður bensi'n og oliuskorturinn
til þess að stórveldi veraldar
hengja upp auglýsingu á
himininn: Hei msstyr jöld
frestað vegna bensin- og oliu-
leysis. Hér á tslandi er strið háð
um atkvæði. Stjórnmálamenn
hafa nú tekið upp háttu út-
lendinga: heimsækja heimili
manna, rétt eins og útsendarar
Mormóna og kaþólskra gera.
Stjórnmálamennirnir voru
lika i önnum að eyðileggja fyrir
fólki matartima þess. En ég sé
að ég verð að skila auðu, ef
svona heldur áfram.
Helgi Sæmundsson— Hraf n Gunnlaugsson — Jónas Jónasson —
Magnea J. Matthlasdóttlr — Páll Heiðar Jónsson — Steinunn
Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson
Hringborðið
: ( dag skrifar Jónas Jónasson
Fylkingin í sókn
nokkru fylgi og óvist að hann fái
kjördæmakjörinn mann að þessu
sinni, en Ifklegt verður að telja að
Árni Gunnarsson komist að sem
uppbótarmaður. Alþýðubanda-
lagið mun sennilega standa að
mestu i stað, liklega þó tapa ein-
hverju. Þingsæti Stefáns Jóns-
sonar getur þó varla talist i hættu.
Næstkomandi þriðjudag eða
miðvikudag tekur svo það vimu-
ástand sem þjóðin hefur verið i
undanfarnar vikur enda og við
taka timburmennirnir, stjórnar-
myndunarviðræðurnar og öll þau
hefðbundnu hrossakaup sem
þeim fylgja. Það ætti hverjum
manni að vera ljóst að enginn
flokkanna mun geta staðið við öll
þau loforð sem ósleitilega hafa
verið gefin i kosningabaráttunni.
Ef slikt væri reynt yrði ekki með
nokkru móti hægt að mynda
starfahæfa rikisstjórn i landinu.
Þessa staðreynd ættu háttvirtir
kjósendur að hafa ihuga þegar
þeir ganga inn i kjörklefann um
þessa helgi í byrjun aöventu, sem
minnir okkur á það að hin mikla
hátið barna og kaupmanna er i
na'nd.
Það var vel til fundið af Helgar-
póstinum að taka ýtarlegt viðtal
við Ragnar Stefánsson, efsta
mann á R-listanum, nú fyrir
skömmu. Þá var útvarpsráð ný-
búið að skammta framboðslistun-
um tima i rikisútvarpinu. Fékk
Fylkingin ekki eina sekúndu til að
koma málstað sinum á framfæri i
hljóðvarpi. Er það frekleg lýð-
ræöisskerðing, ekki aðeins gagn-
vart Fylkingunni sjálfri heldur
einnig þeim fjölda fólks s.s. sjó-
mönnum, sem ekki hafa sjón-
varp. 1 sjónvarpi fékk Fylkingin
aðeins 15 minútur og þó að hún
hafi varið þeim vel vóg það að
sjálfsögðu ekki upp á móti þeim
margfalt lengri tima sem stóru
flokkarnir fengu.
En það eru fleiri fjölmiðlar sem
sniðganga Fylkinguna. A ég þar
fyrst og fremst við Þjóðviljann.
Hefur hann bókstaflega ekki
nefnt hana á nafn undanfarnar
vikur þó að til þess hafi veriö nóg
tilefni. Er það sennilega mjög
æskileg ráðstöfun fyrir Alþýðu-
bandalagið en óneitanlega léleg
þjónusta við lesendur blaðsins.
Alþýðubandalagið hefur þó ekki
alveg gleymt vinstri róttækling-
unum fyrir þessar kosningar
frekar en venjulegan. Til að gera
þeim flokkinn boðlegari, var
Bragi Guöbrandsson settur á G-
listann i Reykjavik. Bragi sem
kallar sig marxista, en gekk i
Alþýðubandalagið fyrir fáeinum
vikum hefur reynt að ná áheyrn
róttæklinga með þvi að viður-
kenna þá mikilvægu staöreynd,
að á undanförnum árum hefur
Alþýðubandalagið færst hratt til
hægri. Það segir hann þó ekki
næga ástæðu til að hætta að styðja
bandalagið, þvert á móti. Astæð-
an fyrir þessari hægri þróun sé
m.a. sú að sósfaliskir baráttu-
menn séu hættir að starfa innan
flokksins. A þvi þurfi þeir að gera
bragarbót og sé þá von um
endurbata.
Það er alveg rétt að sósialiskir
baráttumenn eru hættir að starfa
innan Alþýðubandalagsins. Þeir
eru farnir til Samtaka herstöðva-
andstæðinga, Rauðsokkahreyf-
ingarinnar, Fylkingarinnar og
ýmissa hagsmunasamtaka. En
það er mikill misskilningur að
halda að þessir einstaklingar hafi
átt um annað að velja. Innan
Alþýðubandalagsins er ekkert
rúm fyrir þetta fólk. Og þó svo
væri, þá er málstaður flokksins
svo fátæklegur að litils virði er að
berjast fyrir honum.
Alþýðubandalagið er heldur
litilsigldur flokkur hvernig sem á
hann er litið, engu siður en hinir
flokkarnir þrir sem hér á landi
starfa. Almenn virkni innan þess
er ekki fyrir hendi nema fyrir
kosningar þegar atkvæðaveið-
arnar eiga sér stað. Lýðræði inn-
an bandalagsins er ekki til nema
á pappirnum. Hugsjónir finnast
ekki innan þess. Eina stefnumál
flokksforystunnar, sem öllu ræð-
ur, er að láta alþýðuna fleyta sér
upp i mjúka stóla. Þetta hafa hin
ýmsu baráttusamtök i landinu
gert sér ljóst. Samtök herstöðva-
andstæðinga ákváðu t.d. nú i
haust að hafna endanlega allri
forsjá Alþýðubandalagsins fyrir
baráttumálum sinum. Rauðsokk-
ar gera grin að kvenfrelsisgaspri
Alþýðubandalagsins sem gengur
út á það helst að fá fleiri konur á
þing, án nokkurs tillits til þess
FdStufJagifl' 1*. növembwr IttV----------fJOStUfTnn
NAFN: Ragnat StofétisSör. ATVINNA: Vaöurfræalngut og 1. maðuf á lista Fylklngarinnat FÆODIJR:
14 ð9051 1938 HEtMILt: Sunnuvegur 19, Reykjavík Rvík HEIMtUSHAGIR: Astrlðui Ákarlóttir og
ttigs jj3u þtjú börn TRÚMÁL: Trúlaus BIFREIO: Háll Volga árgetö '7 3 ÁHUGAMÁl: Pólitlk
VILDI HAFA FORYSTUHÆFILEIKA CASTRO
ttrltM* i t*l»A«í’> Itt tftio »fl»K4t Avtlir w*Jit ~ M »í>ír, 1 Ut«t»krl rrv
**4*8**» Uv>y»*it »•»*r **l < *Ik*W »»««. *»» •* kífltKlrMfcjllteítt * UI*»8I - wc*>
Aislr »8» «v«poj.8ir, 8*r *»*«U hopKcl#A »f {«*♦»*. ***»»>»««■ >r»» * * «*««
«(, Ptfíi *>«I*V 1>»Í* v*r« o«*t8>«»»»:>» Al*r*»-
>K#tfKf«j5*tÁ* >.a »lft» *(6»A»8ri*xt#vte»« *><».Mþ>'>8fl>*#tfjtf#í»o* MW«U«<8 vi#»>rt.
F*ttl«ite *r »ttt r)*t»»*«A »♦*«* j.*» »#*» *» w» »U>*»> I U»««K k«eM(«« »>« W»f
»,*Ui koilð Ultvirt * *urff k*r*»U *»(»uk»«»* F.ÍB*i»fiU«í»r f>»> •>*<* '*»* M'fkt* V»»w
«>»*«»*< t>* t»»** k*hfe»|****ir.*f*» *r» *•««<*•» »*f»ílr «* V*tU k* B«*»»«*»«• *r-
I. tr «ex»*r »:*<*•>•«# f ■.•»«* * tWU F)U<»«t*rxn»r h*r I fSrtkjK'U ** »>»**<***♦»<
k*r»<t«J»*‘. *•<»<»»»••«. tr « Vftrt«*>:*h. ffi-t{»r»ott»»>
!>:«'.'> »kfci>r »»<* Þ> *«t: N« rra >18 *kkf <Sr.i «»kk*- V»>6» {«tr *rt«t * »»>«)t1
okKor lfet;vr.t>:giiiR aiír* hkWíR U ðtlð * vír.itrl **»» itkatkrt t.öm<
Mfgr.h )>«•* a.Á f»it Mí« Utlö ytfr'rjvíl* ok barittos Vxr.itki
.V.ÍV'-iKniU S ttvrtf) k»»6**t
li.a»>rt»»oi ‘ •«» «f«» F.r» k****- »l»*tri
tfvvA >»rt<ft F*tkto(tK»• 4xv*lk!<iV»» ■x.kkaS *»*»R *r.
txtnt »R «4»<t» fr#*f f >*>.*# k»ra«»f« »>#tltfvkro „k*Kr<f-
♦ iríÍKlt —‘a< k<.#M»< *kk! »>♦»- l»>is*"T
- ,<.**»< *«o>tfít trt t»’.«r
..l>«oa«6 t>! *«<is »o>*«l * «m. onJitrvfOKU (>k *»#R».t »5
Kf Jxt k»>A'<*l *><.««. xtftiUi klþ.sRvho.-táKUtítf. it’. xlíK:
{kL þí K<ó«oef» Rff'ttlklo (.jRf <«o(t3< <ávf«U*Kt.r flskiuir. Þ#5
<*<*K*k**ff n>rt t*< »R UJSIk croö t.v)»6 ata l>.v5. »f f>v«»ju
V«r« a< »16tK »«#>* i AffUftf*- þí*o> »«vst«> **!>:!<». gHi
<!#*!! «UR:f ol<)«tr<í *»»:«# Ko »fS
,,Nri. FyJkúi*?: kWtí< *Wu vfflttitr. R*r« «R>Uk »!>*«» s»!t
«5 t»r.Rs»tk!>>fi:tif3.'' RArjvroivrtjv l þi it! «f t.ír
tx #t»t»>r F>!ki»Kt» *5 k>ff- **r5: ÖV<V‘V>: ii(.s> ntr'ex sr>-
• mo- ttteiUker »«rK<l»f*f'.okíit;>
erirto o»j(iv ikkXí KaUúr
okvAfttK »:*5> M*#f! »«r»t»
:* *t Uk» p-A *t h*i> vvrN.
ffvtrKÍ< t)il»»<»W. JM» *>*H
»*»»)>•:*: fcfrfwíte — kv»t J><
fcovor S>>5 vrodft fil<» IK !»•■•
!*AÍ**
..VW. IXKftUfA t
*xo>ttS;ií< V*r5*t:<8 «aRn:<.<!!>
vjft rnr5rKhr<»f>ajfor ttksx):*
A$jt;t»so«h«<»Si!>a ej tA«):<n>
lo < Akkxr *! r.-.trkott !>> »<)>jftft
% k»fi4^5>*. *f> »l»ftft I
Pírtnvf. x,it#>»:l»*!^lfVN(ð> oft
ptm.i. !«!»#;.»» kírai v>» ><•*•
r»S>u»* K«*yta kift |>j>>tf«)»tl
kigOMÍr.x"->tt..ori»<r>
jáft *r<it (•* hxf. vtftx.
,Si>Rro:r<v <!*>« :if * kfc
tt-lsx 8p!):w>:<jr *t«!t
(oí. »5 Kok!» I v*< fyrir........
itKoriftiftfti: v*Wu:a ifttii 8.'
*fxá«:ntxð ftyjfíir ‘ '
m-
vit trtfyT. :*yM *!t l» «y:» þjift
f»Ug5i*rtvn!>>nAS^vt«ft!>«<i» »
Rji Kior. x#tt *ft *«k>»
**>!*> rfK: (rri. »t vít ftfíoftt
í iAftgftnft: ffurt »*)(*•
’“'**:< iNtrift » atckwf
Bf >o *xfof bw-t tnv-r
hvaða stefnu þetta kvenfólk fylg-
ir. Fleiri samtök mætti nefna, s.s.
SINE (Samband islenskra náms-
manna erlendis.)
Þetta andstreymi hentistefn-
unnar gera Alþýðubandalags-
menn sér meira og minna ljóst.
En þeir vita einnig að á sama
tima hefur flokkurinn laðað til sin
ófá hægriatkvæði. Og gagnvart
vinstrimönnum hafa ein rök löng-
um gagnað vel. Þau eru á þá leið
að atkvæði sem félli til vinstri við
Alþýðubandalagið væru dauð.
Þegar að er gáð réttlæta þau þó
ekki stuðning við Alþýðubanda-
lagið, nema vinstrisinnaðra
framboð sé ekki fyrir hendi.
Alþingiskosningar ganga ekki
út á það eitt að kjósa 60 einstak-
linga á þing. Og þó svo væri vitum
við, að litlu mundi breyta þótt hin
niðurdrepandi stefna Alþýðu-
bandalagsins missti einn af mál-
svörum sinum á Alþingi. Auk
kjörsins eru kosningar skoðana-
könnun, mjög ólýðræðisleg aö
vísu, .um vilja þjóðarinnar. Það
er ætið mikilvægt að fram komi i
henni að umtalsverður fjöldi fólks
kjósi leið sósialismans, leið
baráttunnar. Fulltrúi baráttu-
sinna i komandi kosningum er
Fylkingin. Ef fólk vill sporna
gegn sókn íhaldsins og undan-
slætti verkalýðsflokkanna á at-
kvæði þess best heima hjá R-list-
anum.