Helgarpósturinn - 30.11.1979, Page 21
21
_Jielgarpósturinn. Föstudagur
30. nóvember 1979
Soluhirnh
Þau hafa hlutverkavíxl f óvitum Guörúnar Helgadóttur, — annars vegar börnin og hins vegar fullorönu leikararnir.
HRE/NT EKKERT SMÁRÆÐI
Þjóöleikhúsiö sýnir óvita eftir
Guörúnu Helgadóttur.
Leikstjóri: Brynja Benedikts-
dóttir. Leikmynd og búningar:
GylfiGislason. Lýsing: Kristinn
Danielsson.
í hlutverkum: Börn og leikarar
Þjóöleikhúss.
1 upphafi þessa pistils skal þaö
áréttað sem ég hef áður haldiö
fram hér i blaðinu, aö það sé i
meira lagi hæpið að tala um
„barnabækur” og „barnaleik-
rit” eins og sérstaka tegund
væri um að ræða. Ekkert leikrit
sé gott fyrir börn nema það sé
lika gott fyrir fulloröna, engin
barnabók góö nema hún eigi
lika erindi til eldra fólks. Þetta
sýnist sérlega brýnt á ári sem
kennt er við börnin og þegar
menn eru jafnvel farnir aö
halda ráðstefnu um „barna-
menningu” — rétt eins og börn
séu sérstök dýrategund — eöa
þá sérstakur þjóðflokkur (sbr.
hvali eða indíána). — Það skal
lika tekið fram, að þessi regla
gildirfrá mínu sjónarmiði ekki i
hina áttina að allt sem gott sé
fyrir fullorðna sé líka gott fyrir
börn.
Með þeirri sundurgreiningu
sem uppi er sýnist mér veruleg
hætta á að okkur gleymist
mergurinn málsins. 111 meðferð
á börniim hættir ekki fyrr en
foreldrar þeirra komast i þá
andlegu og efnalegu aðstöðu aö
þeim liði vel. Hvorugum hópn-
um verður bjargað án hins.
Þetta svnist mér reyndar ein-
mitt vaka fyrir Guðrúnu Helga-
dóttur i leikritinu Óvitum. Hún
sýnir okkur á ismeygilegan og
skemmtinn hátt að við erum öll
óvitar, hinir fullorðnu jafnt sem
börnin. Og aðferð hennar til að
undirstrika þetta, að láta börn
leika fullorðna og fullorðna börn
er einfaldlega geniöl.
Ungur drengur gefst upp á
heimiliserjum og strýkur að
heiman. Vinur hans felur hann
þangað til allt kemst upp. Hugs-
anlega hefurhvarf hans orðið til
einhvers skilningsauka fyrir
foreldrana, þósvosögulok bendi
til að þau góðu hjón geti ekkert
lært.
Kringum þennan einfalda
þráð spinnur Guörún léttan og
lipran texta, sem oftast er ágæt-
ur. Aöeins einu sinni gengur hún
i „Utskýringagildruna” og fer
að predika. Þaö er þegar tán-
ingurinn er látinn reyna að
„skýra” málin fyrir börnunum.
Þvi miöur sýnir atburðarásin
augnabliki seinna að þetta er
tilgangs- og ástæðulaus ræða.
Það veröur eitthvað annað að
gerast fyrst, áöur en hægt er að
heimta skilning og fyrirgefn-
ingu.
Annars bregst höfundur
þeirra Jóns Bjarna og Jóns
Odds, Tótu og Páls Vilhjálms-
sonar og annarra ágætra
persóna ekki áhorfendum. Guð-
rún er bráðlagin kona, og virðist
jafnvel koma litið að sök þótt
leikritið sé samið i einu sumar-
frii og höfundur gegni a.m.k.
tvöföldum störfum — auk rit-
höfundariðju. Það eru svo sem
engin undur þótt einhverjir
hugsi sem svo: Eyrst GuörUn
getur allt erbest að hún geri allt
og bæti nú á sig þingmennsku!
Mestan sigur sýnist mér
Brynja Benediktsdóttir vinna i
þessari sýningu. HUn hefur gert
sér ljósa grein fyrir hættunni
sem þvi er samfara að fylla
leiksvið ÞjóðleikhUss af óreynd-
um leikmönnum þarsem börnin
eru. Oghún hefur siglt af mikilli
lipurð fram hjá öllum verstu
skerjunum. T.d. er framsögn
barnanna með ólikindum góð —
sé tekinn með i reikninginn sá
„undrageimur” sem þau eiga
að tala i þar sem ÞjóðleikhUsið
er. — Og börnin hafa greinilega
lika tekið starf sitt alvarlega.
Sumum hefur þeim tekist að til-
einka sér óhugnanlega fullorð-
inskæki svo að fer hrollur um á-
horfanda, þvi óvitaskapur full-
orðinna stendur svo einkenni-
lega nakinn þegar börn likja
eftir honum. Þetta kom vel
fram á barnadegi Utvarpsins við
leiðaralesturinn.
Um fullorðna leikara Þjóð-
leikhússins er óþarfi að fjöl-
yrða. Þeir standa sig ágætlega
og styðja vel við bakiö á hinum
óreyndu.
Leikmynd Gylfa Gislasonar
er allt i senn einföld, sniðug,
falleg — og viðeigandi. Ég hef
ekki áður séð leikmynd eftir
hann, en vil gjarna fá að sjá
fleiri.
Mér sýnist óvitar hafa alla
burði til að verða vinsælt og
þarft verk. Þeir gætu jafnvel
með tið og tima orðið fyrsta
klassiska leikrit okkar sem ætl-
aðer öllum aldursflokkum. Það
er hreint ekkert smáræði.
Reykviskum leikhússgestum
óska ég góðrar skemmtunar i
Þjóðleikhúsinu i þessu myrka
og kosningageggjaða óvita-
skammdegi.
HP
Öðruvísi leikhús
Þjóðleikhúsið, Litla sviðið:
Kirsiblóm á Norðurfjalli. Tveir
japanskir einþáttungar i þýð-
ingu Helga Hálfdánarsonar.
Leikstjóri: Haukur J. Gunnars-
son. — Tónlist: Egill ólafsson.
— Leikmynd og búningar:
Haukur J. Gunnarsson, Svein
Lund-Roland og Birgir Engil-
berts. — Lýsing: Kristinn
Danielsson. — í hlutverkum:
Sigurður Sigurjónsson, Anna
Kristin Arngrimsdóttir, Jón S.
Gunnarsson, Árni Ibsen og Þór-
haliur Sigurðsson.
Oft hefur verið rætt um þá
skyldu ÞjóðleikhUssins að sjá til
þess að við Islendingar
kynnumst sem flestu merkilegu
úr leiklist annarra þjóða. Oftast
hefurþessariskyldu veriö gegnt
með þvi að sýna okkur einasta
leikbókmenntir framandi þjóða,
miklu sjaldnar verið reynt fyrir
alvöru að færa okkur heim leik-
stil og túlkunaraðferðir þeirra.
Hér er brugðið á skemmtilegan
og nýstárlegan leik og mætti
gera meira af þvi.
Haukur J. Gunnarsson mun
vera fyrstur leikhúsmaður hér-
lendis sem hlotið hefur ungann
Ur menntun sinni á svo fram-
andlegum stað sem Japan. I
sýningu Þjóðleikhússins á
japönskum einþáttungum eys
hann rösklega af brunni lær-
dóms sin, og árangurinn veröur
skemmtileg leiksýning sem er á
vissan hátt langt hafin yfir þá
lognmollu sem stundum ein-
kennir islenskt leikhús. Þarna
takast efnilegir og námfúsir
leikarar á við eitthvað sem er
allt öðruvisi en það sem vant er,
og leiðsögn leikstjóra dugir
þeim vel i höfn.
Nú er vitaskuld alltaf hætta á
að tilraunir til að beita fram-
T
Sigurður Sigurjónsson og Anna
Kristin Arngrimsdóttir i öðrum
japönsku einþáttunganna,
„Heilagur Narúkami”
andlegum leikstil verði að skop-
stælingum, en mér sýnist leik-
stjóri hafa komist hjá öllu sliku.
Manni dettur að sönnu ekki i
hug að þarna séu komnir Jap-
anir að leika fyrir okkur, en
fyrir óvant auga eru heildar-
áhrifin samt i þá veru að maður
taki leiklistina gilda sem slika,
og þá er einmitt markinu náð.
Þættirnir tveir sem sýndir eru
eru báðir allfornir að stofni til.
Fyrri þátturinn svo kallaður
Kabuki leikþáttur, og er sú leik-
tegund skýrð ágætlega i leik-
skrá. Þessi þáttur er býsna
fyndin lýsing á þvi hvernig
beita má jarðneskum véla-
brögðum til þess aö stöðva
bölvun sem einsetumaðurinn
heilagur Narúkami hefur lagt á
mannfólkið. — Siðari þátturinn
er miklu frumstæðari farsi, þar
sem sjálf leikbrögðin gegna
veigameira hlutverki (konur
léku ekki til skamms tima, og
fóru karlar með hlutverk
þeirra). Allt um það má
skemmta sér ágætlega við hann
lika.
Þýðing Helga Hálfdanarsonar
á ekki smáan þátt i skemmtun-
inni sem leikhússgestir fá. Allur
textinn leiftrar af hugmynda-
auðgi hans, og ekki veit ég
öörum núlifendum lagið að
þræða einstigið milli hversdags-
máls og upphafins skáldskapar
— svo gripið sé til ofurlitils útúr-
snúnings.
Leikararnir fimm nutu þess
greinilega að fá að gera eitt-
hvað óvenjulegt. Sérstaklega
athygli mina vakti frammistaða
þeirra Jóns S. Gunnarssonar og
Árna Ibsens. Manni kemur
minna á óvart þótt þau Sigurður
Sigurjónsson, Anna Kristin og
Þórhallur Sigurðsson skili sinu
með sóma.
Söngur Egils Ólafssonar og
tónlistarf lutningur þeirra
Áskels Mássonar og Þórðar
Arnasonar átti sinn þátt i að
skapa stemninguna, ásamt meö
leikmyndinni sem var býsna
haganlega gerð, þótt einföld
væri.
öllum unnendum fjölbreyti-
legrar leiklistar á Islandi ætti að
vera þessi sýning fagnaðarefni.
Þeir mega ekki láta sig vanta i
Leikhússkjallarann á næstu
vikum. HP
Enn af jólamyndum
Heyrðu í þýska
sjónvarpinu
Sjónvarpið i Bæjaralandi I
Þýskalandi sýndi fyrr I þessari
viku kvikmyndina Heyrðu, sem
tekin var hér á landi, nánar til-
tekið á tsafirði og Djúpinu og gerð
var af Sigurði Grfmssyni og
þremur öðrum skólaféiögum
hans I Hochschule fur Fernsehn
und Film i Miinchen, sem er ann-
ar af tveimur heistu kvikmynda-
skólunum þar I landi.
Kvikmyndiner 90minUtna löng
litkvikmynd og bregöur hún upp
svipmyndum frá Isafiröi og Djúp-
inu, sem eru séöar meö augum
ungs ísfiröings sem er að koma
heim úr námi erlendis frá.
Sigurður sýndi þessa kvikmynd
slna bæði hér i Reykjavik i Vinnu-
stofu Ósvalds Knudsen við ágæta
aðsókn og einnig á lsafirði þaöan
sem Sigurður er ættaður. Myndin
var gerö sem skólaverkefni og
Sigurður er meö fleiri slik i tak-
inu.
Jólamynd Háskólabiós í ár
veröur bandarisk mynd frá árinu
1978. Heitir hún á frummálinu
„Foul Play”,sem mætti kannski
Utleggja sem „Brögð i tafli.”
Leikstjóri og höfundur handrits
er maöur að nafni Colin Higgins,
en hann mun vera þekktur hér á
landi fyrir handritiö að myndinni
„The Silver Streak”, sem sýnd
var hér ekki fyrir alllöngu. „Foul
play” mun vera fyrsta myndin,
sem hann leikstýrir sjálfur, i
aðalhlutverkum eru Goldie Hawn
og Chwvy Chase. Yfirbragð
myndarinnar mun vist ekki vera
ósvipaö og Silver Streak, þ.e. eins
konar gamanþriller. Ef Higgins
hefur tekist jafn vel upp og með
þá fyrri, ætti þetta aö geta orðið
hin bærilegasta skemmtun.
Jólamynd Laugarásbiós veröur
hiö góðkunna ævintýri „Galdra-
karlinn i Oz”. Myndin er banda-
risk frá árinu 1978. Leikstjóri er
hinn þekkti Sidney Lumet, sem
m.a. geröi „Dog Day Afternoon”.
Aöalhlutverkin eru i höndum
Diönu Ross, Michael Jackson og
hins sivinsæla Richard Pryor.
Þaö kannast allir viö ævintýri
þetta og má gera þvi skóna, að
þetta verði heilmikil skrautsýn-
ing eins og jólin sjálf. Krakkar
ættu þvi að fjölmenna I Laugarás-
bió, svo og foreldrar og aörir.
VIÐ BORGUM EKKI!
VID BORGUM EKKI!
Vegna mikillar aðsóknar miðnætursýning í kvöld,
föstudag og laugardagskvöld kl. 23.30.
Miðasala í Austurbæjarbíói frá kl. 4 í dag — Sími
11384