Helgarpósturinn - 30.11.1979, Page 23
__he/garDÚsturinrL. Föstudagur 30. nóvember 1979
23
Hattur og Fattur, Magnús
Þór og Mezzoforte
Hattur og Fattur:
Komnir á kreik.
Steinar h/f
Það virðist vera tiska hjá
islenskum hljómplötuútgef-
endum að gefa út barnaplötur,
sem segja frá þekktum
persónum úr barnatima sjón-
varpsins. Hugmyndin hefur oft
verið notuð og flestir muna ef-
laust eftir plötum með Palla,
Emil i Kattholti, Linu langsokk
og fleirum. Þessar plötur hljóta
að hafa gert stormandi lukku.
þvi á siðustu dögum hafa tvær
slikar komið út. 1 siðasta pistli
var fjallað um plötuna Glámur
og Skrámur i sjöunda himni og
gerðu talsverða lukku. Siðan
hafa þeir komið viða við, unnið
að tónlist bæði hér og erlendis
og komið fram á fjölda hljóm-
platna, bæði eigin og annarra.
Magnús Þór Sigmundsson,
annar þeirra félaga hefur nú
sent frá sér plötuna Alfar, sem
hann hefur unnið að undanfarin
þrjú ár. Auk hans leika á plöt-
uuni Ásgeir Óskarsson —
trommur, Tomas Tómasson —
bassi, Þórður Arnason — raf-
magnsgitar, Pétur Hjaltesded
— hljómborð. Sigurður Karlsson
— slagverk og þau Ellen
Kristjánsdóttir, Jóhann Helga-
son og Birgir Hrafnsson aðstoða
við sönginn. Tónlistin er i sama
Popp
eftir Guðmund Rúnar Guðmundsson
-mám
nú eru það Hattur og Fattur sem
komnir eru á kreik.
Hattur og Fattur eru skrýtnir
karlar sem komu nokkrum
sinnum fram i Stundinni okkar
fyrir u.þ.b. fjórum árum, en
siðan hefur litið i þeim heyrst.
Þeir fljúga um loftin blá i furðu-
vagni sinum, en þegar sagan
hefst eru þeir að koma inn til
lendingar á Austurvelli. Lifsvið-
horf þessara furðufugla er auð-
vitað jafn óvenjulegt og liferni
þeirra og þeir sjá margt sem
betur mætti fara i skoðunarferð
sinni um borgina.
Ólafur Haukur Simonarson
samdi bæði lög og texta á plöt-
unni og leikararnir Arni
Blandon og Gisli Rúnar Jónsson
syngja hlutverk Hatts og Fatts.
Auk þeirra syngur Olga Guðrún
Árnadóttir nokkur lög og sjálfur
syngur ólafur Haukur eitt lag.
Ymsir kunnir hljóðfæraleikarar
sjá um undirleikinn, m.a.
Gunnar Þórðarson sem einnig
stjórnaði upptökunni.
Áður hefur ólafur Haukur
samið efni á tvær plötur Olgu
Guðrúnar auk þess sem hann er
þekktur fyrir ritstörf. Hafa þvi
eflaust margir auk min, beðið
þessarar plötu með nokkurri til-
hlökkun.
Lögin á plötunni eru einföld,
nokkuð lik þvi sem áður hefur
heyrst frá honum, en þau eru
létt og gripandi og þvi tilvalin á
barnaplötu. Hið sama er að
segja um textana. Þeir eru ein-
faldir, auðskiljanlegir, mikið
um endurtekningar og auðvelt
að læra þá. Platan hefur þvi
þann kost að allir geta sungið
með.
Textarnir fjalla bæði um það
sem Hattur og Fattur gera
sjálfir og hvað fyrir augu þeirra
ber. Ekki er hér um samfellt
ævintýri að ræða, þvi þau
fjórtán lög sem platan hefur að
geyma eru hvert og eitt sér
heild, litið eða ekkert saman
tengt. Sú staðreynd að Olga
Guðrún skuli syngja nálega
helming laganna., dregur enn
úr gildi plötunnar sem heildar.
Hún á jú að vera um Hatt og
Fatt. Ekki þarf þó endilega að
lita á þetta sem galla, þar sem
grunntónn flestra textanna er sá
sami, þ.e. að sanna lifsánægju
og gleði vanti i borgarlifið.
Þetta er að sönnu börf ábend-
ing og vel má vera að börnin
dragiafhenni einhvern lærdóm.
t heild verður þvi að telja
þessa plötu nokkuð vel
heppnaða. Efnið og framsetning
þess ætti að geta náð eyrum
barnanna og jafnvel hinna full-
orðnu lika. Ég verð þó að viður-
kenna að ég bjóst við og
vonaðist eftir heilsteyptara
verki, skemmtilegri textum og
harðri gagnrýni frá hendi Ólafs
Hauks, jafnvel þó um barna-
plötu sé að ræða. Ég varð þvi
fyrir verulegum vonbrigöum og
á von á að svo veröi um fleiri.
Magnús Þór: Álfar.
Fálkinn h/f.
Fyrir u.þ.b. áratug komu þeir
Magnús og Jóhann frá Keflavik
fyrst fram á sjónarsviðið og
stil og fyrri tónsmiðar
Magnúsar, sem samdi sjálfur
allt efni plötunnar, létt rokk af
gamla skólanum án nokkurra
athyglisverðra nýjunga. Flutn-
ingur hennar er þó með
ágætum, ekki sist þáttur þurs-
anna þriggja, þeirra Asgeirs,
Tómasar og Þórðar.
Brandarakarlarnir
Tageog Hasse
í Ævintýri Picassós
ÓviojainanTeg ný gamanmyndj
kosin besta mynd ársins 1978!
af sænskum gagnrýnendum.
Islensk blaðaummæli:
Helgarpósturinn
„Góðir gestir i
skammdeginu”
Morgunblaðið
„Æ.P. er ein af skemmtilegri
myndum sem gerðar hafa
verið siðari ár”.
Dagblaðið
„Eftir fyrstu 45 min. eru
kjálkarnir orðnir máttlausir
af hlátri. Góða skemmtun”.
Sýnd kl. 5, 7.30 og 10.
Islenskur texti.
Oliver
Heimsfræg amerisk- ensk
verðlaunakvikmynd i Techni-
color og Panavision. Mynd
sem hrifur unga og aldna.
Mynd þessi hlaut sex Oscars-
verðlaun 1969.
Aöalhlutverk: Ron Moody,
Oliver Reed, Harry Secombe,
Shani Wallis og Mark Lester.
Sýnd kl. 5 og 9.
Laugardag og sunnudag kl. 3,
6 og 9.
Eins og nafn plötunnar bendir
til, þá fjallar hún um álfa.
Þessir álfar eru um margt sér-
stakir og má bæði lita á þá sem
raunverulega álfa, er horfið
hafa úr mannheimi vegna
heimsku, grimmdar og græðgi
mannanna. Eins virðist
mega túlka þá sem tákn hins
góða i manninum, einhverja
krafta i náttúrunni, sálinni og
alheimnum. eða eins og skáldið
orðar það:
„Álfar byggja andans heim / al-
heimsvitund hugarfar / kraftur
álfa alls staðar”.
Annars mun vera óþarfi að
reyna að skilgreina þessa álfa
betur. hlustandanum er ætlað
að skilja þá með eigin tilfinning-
um og finna þeim stað i eigin
hugarheimi. Lifsviðhorfið sem
fram kemur i textunum ein-
kennist af náttúruboðskap
hippatimabilsins, flótta frá
raunveruleikanum, trú á yfir-
náttúrulega krafta (álfa)
o.s.frv. Framsetningin er lika
gamaldags og minnir á gamla
góða daga þessarar sveita-
rómantikur.
„Þetta er jörðin / sem ég apn
/ Þetta er landið / sem ég ann /
hvað er sveitin / hóllinn
minn...”
En i dag er öldin önnur og
önnur viðhorf sem rikja. Þó
Magnús sé alls ekki eini islenski
tónlistarmaðurinn sem hefur
ekki fylgst með þeim
j
hræringum sem hafa verið i tón-
listarheiminum erlendis undan-
farið. þá ætti honum samt að
vera ljóst að ekki þýðir að bjóða
tónlistarunnendum upp á plötu
sem þótt hefði merkileg fyrir tiu
árum síðan. Hann ætti að vita að
breyttir timar krefjast
breyttrar tónlistar, og að hug-
mvndafræði af þessari tegund
er úrelt og tónlistin bæði gömul
og þreytt.
Mezzoforte.
Steinar h/f.
A undanförnum árum hefur
hið svokallaða jass-rokk sifellt
öðlast meiri vinsældir, bæði hér
sem erlendis. Þessi tónlist er
eins konar bræðsla ýmissa teg-
unda tónlistar sem erfitt er að
skilgreina, enda ætla ég ekki að
fara nánar út i þá sálma hér. Af
þekktum erlendum flytjendum
þessarar tónlistar má m.a.
nefna hljómsveitina Weather
Report og menn eins Chick
Corea, Bob James, o.fl. Hér-
lendis hafa menn einnig fengist
við þessa tónlist og má þar
meðal annars nefna Jakob
Magnússon sem fyrstur Islend-
inga gaf út jazz-rokk plötu. Hún
var þó öll unnin erlendis með
hjálp erlendra tónlistarmanna
og þvi ekki islensk nema að litlu
leyti. Núna er hins vegar komin
fyrsta alislenska hljómplatan i
þessum stil með hljómsveitinni
Mezzoforte.
Hljómsveitina skipa Friðrik
Karlsson — gitar. Eyþór
Gunnarsson — hljómborð,
Jóhann Asmundsson — bassi,
Gunnlaugur Briem — trommur
og Stefán Stefánsson — saxófón,
en hann mun nú vera hættur i
hljómsveitinni. Þetta eru sömu
menn og skipuðu Ljósin i
bænum, og hafa þeir spilað
allengi saman. A plötunni flytja
þeir eigin tónsmiðar og eitt lag
eftir Gunnar Þórðarson. sem
stjórnaði upptöku plötunnar og
aðstoðaði við útsetningar.
Eins og sjá má af liðsskipan
hljómsveitarinnar, þá er enginn
söngvari á plötunni, en hljóð-
færaleikur þeim mun vandaðri.
Allir spila þeir mjög vel og
verður gaman að fylgjast með
þeim i framtiðinni.
l>ó að platan jafnist kannski
ekki á við það besta erlendis i
þessum stil, þá er hún samt
mjög góð. Hún er augljóst dæmi
þess að enn skuli vera til
islenskir tónlistarmenn sem
fvlgjast með og hafi upp á eitt-
hvað að bjóða. Tónlistin er sér-
stök og sumum finnst hún jafn-
vel dálitið þung, en allir þeir
sem áhuga hafa á góðri
islenskri tónlist ættu að kynna
sér hana vel. Með þessari plötu
er loksins kominn visir að skap-
andi islenskri hljómplötuútgáfu.
sem við höfum þurft að biða
eftir allt of lengi.
Bækurnar sem foreldrarnir eiga líka að lesa
Verð kr. 2565.-
Verð kr. 4945.-
Allir sem lásu Elvis Karlsson hafa
beðið eftir Elvis Elvis, nú er hún komin
og veldur ekki vonbrigðum hún er
frábær. Fást í næstu bókabúð.
UNGLINGA- OG
BARNABÆKUR HAGPRENTS