Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 30.11.1979, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Qupperneq 26
26 Föstudagur 30. nóvember 1979 Jielgarpásturinru— „Plötugerðin fyrst og fremst hobbý” Nú er barnaárog allir kcppast viö aö gera þessari..lágstétt” til geös. Hljómplötuútgefendur hafa flestir — þrátt fyrir mikið mótlæti (hvernig væri aö til- einka næsta ár islensku hljóm- plötunni?) —reynt aö leggja sitt af mörkum i þessu sambandi, ogaö undanförnu hafa islenskar barnaplötur veriö aö tinast á markaöinn. Af þessum plötum hefurvakiö einna mesta athygli plata rithöfundarins ólafs Hauks Simonarsoaar, Hattur og Fattur komnir á kreik. Helgarpósturinn hitti Ólaf Hauk aö máli fyrir skömmu, og innti hann fyrst eftir þvl hvenær þeir félagar Hattur og Fattur uröu til: Leikklúbburinn Andrókles „Ferill þeirra hófst fyrir nokkrum árum, þegar ég dvald- ist um hríð i Kaupmannahöfn. Þar starfrækti ég, ásamt kunningjum minum, leik- klúbbinn Andrókles, og viö suöum meöal annars nokkra leikþætti um þá. Síðan, eftir aö ég kom heim, voru þeir um skeiö gestir i barnatíma sjón- varpsins, þarsem þeir fluttu svona 1-2 lög 1 hverri lotu. Sum laga þeirra frá þessum tima voru notuð á plötunni Eniga Meniga, fyrstu plötu okkar Olgu Guörúnar. Hattui og Fattur hættu hinsvegar brátt aö vinna fyrir sjónvarpiö vegna ósamkomulag okkar Jóns Þórarinssonar, þess annars ágæta manns. Mig langar mikið til aö endurvekja Hatt og Fatt i sjónvarpinu, og sameina aftur götuleikhús og sjónvarp. Hattur og Fattur eru nefnilega götuleikarar, og þætt' irnir sem þeir geröu á sinum tima, voru teknir upp niöri bæ þar sem þeirbrugðu á leiþ meö veg farendum. — Varstu lengi meö þessa plötu i smiöum? „Já og nei. Viö Gunnar Þóröarson höfum haftsamband i gegnumárin og hann vissi aö þessi lög voru til hjá mér. Hann stakk svo uppá þvi viö mig i sumar, aö viö sett- um þau á plötu. Viö fund um þá þessa ágætu meni Arna Blandon, sem lék reyndar lika Fatt i gamla daga, og Gisla RUnar Jónsson sem er Hattur. Einnig syngurOlgaGuörún nokkur lög, og ég eitt. En eftir aö þaö var ákveðiö aö þessi platayröi gerö, þá tók tiltölulega skamman tima aö vinna hana.” Barnaefni — NU er þessi plata ætluð börnum, — hvernig á efni fyrir börn aö vera, aö þinum dómi? „Venjulegast hef ég haft mikiöaf börnum i kringum mig, og prófaö mig áfram með þeirra aðstoö. Einnig vinnur sambyiis- kona min á barnaheimili, og ég hef stundum heimsótt þaö °6 sungiö meö börnunum, og fundiö þannig Ut hvaö fellur i kramiö og hvaö ekki. Annars held ég að þaö sé mjög erfitt aö setja einhverjar reglur um hvernig barnaefni eigi aö vera, alveg einsog þaö er erfitt aö setja reglur um hvernig efni fyrir fulloröna eigi aö vera. Þó viröast allir sammála um aö barnaefni eigi aö vera skemmti- legt, stuðla aö þroska, og sumir vilja að þaö feli i sér einhvern boðskap.pólitiskan, kristilegan, siöferöilegan osfrv. En eins og ég sagöi áöan, er erfitt aö finna ákveðinn flöt á þetta. Menn geta kannski veriö sammála um að eitthvað lag sé gott og textinn — rætt við Óiaf Hauk Símonarson um Hatt og Fatt, barnaefni o. fl. alveg sæmilegur, en siöan þarf lika eitthvað meira að koma til, eitthvað sem er erfitt að skil- greina, eitthvaö lifrænt, þjóö- legt. En fyrst og fremst veröur það að vera skemmtilegt, þann- ig aö börnunum leiðist ekki undir þvi. Fjölþjóðaefnið I prinsipi er ég á móti þessu fjölþjóðaefni, hvort heldur sem það eru bækur eöa hljómplötur. Þaö vantar i þaö þetta óskil- greinanlega islenska element. Einnig finnst mér ótækt aö ræna islensku listafólki verkefnum, með þvi aö flytja svona efni inn, sem þar fyrir utan er miklu lé- legra en þaö islenska. Mér finnst þetta efni yfir höfuö hund- leiðinlegt, og hef aldrei getaö komist inni Tinnastemninguna. Afturámóti er Astrikur galF vaski mjög góöur. Þaö er efni i hæsta gæðaflokki”. — En hvaö leggur þú til grundvallar f þinum verkum, td. I textunum? „Mér sýnist aö textar fyrir krakka eigi aö vera á eðlilegu opnu máli. Ég nota mikiö enda- rim, en f er f rjálslega meö stuöla og höfuöstafi. Mér þykir ekki ástæða til aö rigbinda textann, þvi lögin sjá fyrir hrynjand- inni.” Gott barnaefni, gott fullorðinsefni — Semurðu lög þin og texta meöþaö fyriraugum aö foreldr- arnir geti sameinast börnum sinum viö aö njóta þeirra? „Ég veit nú ekki hvort maður Viötal: Páll Pálsson Myndir: Friðþjófur o. fl. hugsar beint fyrir þvi, en ég held að efni sem er gott fyrir börn, sé lika gott fyrir full- oröna.” — Hvaö um uppeldislega ábyrgö þeirra sem semja efni fyrir börn? „Hún er náttúrlega mikil, en þeir eru fleiri sem bera ábyrgö á þvi hvaöa efni er boriö á borö fyrir börnin, td. útgefendur og svo foreldrarnir,sem velja hvaö þeir kaupa fyrir afkvæmi sin. Og þaö er sorgleg staöreynd, aö foreldrar kaupa yfirleitt mikiö af rusli fyrir krakkana, sem leiöir auövitaö tilþess aö þaö er mikiö framleitt af slikum hlutum. Hér komum viö lika inná uppeldishlutverk fjölmiöl- anna. Sú leiöinlega stefna hefur veriö uppi meöal þeirra, aö skera viö nögl fjárveitingar til barnaefnis. Sem verður til þess aö þaöer erfittaðfágottefni, og gott fólk til að búa þaö til. Til skamms tima hefur td. tiökast aöborga minna fyrir barnaefni, en efni fyrir fullorðna. Einsog þaö sé minni vinna aö semja þaö. Nú, þaö sama er uppá ten- ingnum i skólakerfinu.” Hobbý — Hvernig fer saman starf rithöfundarins og tónlistar- mannsins? „Églitá plötu geröina fyrst og fremst sem hobbý, sem tekur úr manni slenið og þreytuna. Ég lit sem sagt ekki á mjig sem at vinnumann, og sist af öllu sem tónskáld. En þaö er mjög gaman að þessu, og stúdió- vinnan er skemmtileg, aö ekki sé talaö um þegar maöur hefur kaftein einsog Gunnar Þóröar son. Þvi hvernig sem menn lita á hann sem tónlistarmann, þá er ekki hægt að neita þvi, aö hann er eini maðurinn hér lendis sem er „prófessional” I léttri dægurmúsik. Ég er fyrir mina parta mjög ánægö- ur meö þessa plötu. Hún kemst nálægt þvi aö vera það sem ég hef hugsaö mér meö lögin min. Og þaö vil ég þakka Gunnari Þóröarsyni.” — Og þú ætlar aö halda áfram aö búa til plötur? „Já, ég held áfram, þaö er engin hætta á ööru. Hinsvegar get ég ekkert sagt um tiönina, þvi þetta er unniö meöfram ritstörf- unum. Svo fer ég i stúdfóiö, þegar aörir fara i sumar fri. Má égheldur biöjaum Hljóörita, þó þar séryk i lofti, en sólar-

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.