Helgarpósturinn - 30.11.1979, Page 27

Helgarpósturinn - 30.11.1979, Page 27
27 ÚT í ÓVISSUNA JiQlgarpásfurínn. Þá eru kosningadagarnir að renna upp. Þrátt fyrir skamman aðdraganda veröur ekki annað séð en allir flokkarnir hafi unniö vel og kappsamlega. Baráttan hefur yfirleitt verið drengileg og sæmilega málefnaleg og fram- bjóðendum hefur gengið ótrúlega vel að yfirvinna helsta vandann sem við þeim blasti í upphafi baráttunnar, þ.e. hina pólitísku þreytu almennings. Nú eru menn byrjaðir aö spá i kosningaúrslitin fyrir alvöru. Skoðanakannanir siðdegisblaðanna eru þar eðlilega leiðarljósið, þar sem þær gefa Föstudagur 30. nóvember 1979 vissa visbendingu um tilhneig- ingu kjósenda fyrir þessar kosn- ingar, en það er þó rikjandi skoðun i herbúöum allra flokk- anna að það sé hæpið að taka niðurstööur þeirra bókstaflega. Menn eru sammála um að sjaldan hafi verið meiri óvissa um kosningaúrslit en nú, bæði vegna þess hversu margir séu óráðnirenn og eins vegna hins að losið sem komst á kjósendur i siðustu kosningum geri reikn- ingsdæmið miklu flóknara. En til fróðleiks hleraöi ég nokkra menn, sem hafa verið i eldlinunni fyrir flokkana fjóra varðandi framkvæmd og starf þeirra fyrir þessar kosningar og reyndi að fá fram hvernig þeir mætu sjálfir raunverulega stöðuna fáeinum dögum fyrir kosningar. SJALFSTÆÐISFLOKKUR: Sjálfstæðismenn eruánægðir með árangurinn af kosningastefnu sinni — Leiftursókn gegn verðbólgu. Þeir telja að stefna flokksins hafi komist vel til skila og þeim hafi tekist aö láta alla kosningabaráttuna snúast meira og minna um hana. Vandamál þeirra sé hins vegar að fá almenning tilað trúa þvi að flokk- urinn sé raunverulega tilbúinn til að framkvæma þessa stefnu. Viðmælandi minn taldi skoðanakannanirnar siðustu gefa greinilega til kynna tilhneigingu kjósenda um þessar mundir en heldur ekki meir. Þær sýndu hins vegar að yfir 20% kjósenda væru óráðnir og um þetta fólk myndi slagurinn standa. ,,Ég tel það þó nokkuð örugga reglu i þessu sambandi, að flokkar sem eru að tapa eigi alltaf minni hlut af slik- um hópi en hinir sem eru að vinna á, og af þeirri ástæðu tel ég það rangt mat hjá krötum, þegar þeir eru að gæla við þá hugmynd að þeir eigi verulegan hlut i þessum hópi,” sagði þessi maöur. Varðandi raunhæfa möguleika Sjálfstæðisflokksins á aö vinna þingsæti, þá telja Sjálfstæðis- mennsighelstmunu ná þeim sæt- um hér á Suðvesturlandi. Þeir telja sig eiga að geta unnið mann á Reykjanesi og tvo i Reykjavik en einnig gæla þeir nokkuð við þá hugmynd að ná f jórða sætinu með nýjum þingmanni á Vesturlandi. Þetta þýðir að Sjálfstæðismenn sjálfir telja það raunhæfan mögu- leika að ná a.m.k. 24 þingmönn- um. En þarna getur einnig haft áhrif hvernig uppbótasætin koma út og sérframboö Eggerts Haukdals og Jóns Sólness. ,,En við stefnum að þvi að ná 40% atkvæða, það teljum við sigur og allt umfram það ermjög gott.” 1 herbúöum hinna flokkanna er því spáð að S jálfstæðisflokkurinn fái á bilinu 23 til 25 þingmenn. ALÞÝÐUBANDALAG: „I hreinskilni þá held ég að við mun- um hanga á óbreyttri þing mannatölu', var svariö sem ég fékk i þeirra herbúðum: ,,Ég held samt að það sé ljóst að það verði eitthvert undanhald hjá okkur á Suðurlandi og Noröurlandskjör- dæmi eystra án þess þó að við töpum mönnum þar, Viö erum i sókn á Vestfjörðum og Norðurlandskjördæmi vestra og munum halda okkar á Austfjörðum og i Reykjanes- kjördæmi. Reykjavik er að visu stóra spurningarmerkið en ég held að það sé útilokað að við missum svo mikið þar aö viö töp- um þriðja kjördæmakjörna manninum. Við megum hrapa úr nærri 13 þús atkvæðum niður i tæplega 11 þúsund án þess að það gerist. Meðal andstæðinganna eru hins vegar skiptar skoðanir á stöðu Alþýðubandalagsins. Bæöi alþýðuf lokksmaðuri nn og framsóknarmaðurinn sem ég ræddi við töldu að Alþýðubanda- lagið kæmi betur út úr skoðana- könnunum undanfariö en staða þeirra raunverulega væri og aö Alþýöubandalagsmenn mættu vera undir það búnir að tapa 2—3 þingsætum. Sjálfstæðismaöurinn benti hins vegar á aö Alþýðu- bandalagiö gæti reitt sig á ótrúlega tryggt fylgi og það væri vart við þvi að búast aö þeir töp- uðu nema e.t.v. einu þingsæti og þá helst hér í Reykjavik. Spáin um þingsætafjölda Alþýðubanda- lagsins er þvi a' bilinu 11—13 þingsæti. ALÞÝÐUFLOKKURINN : Sennilega rikir meiri óvissa um útkomu Alþýðuflokksins en nokk- urn hinna flokkanna. Skoðana- kannanir siðdegisblaðanna hafa sýnt verulegt fylgistap flokksins en alþýðuflokksmenn sjálfir eiga erfitt með að kyngja þeirri niöur- stöðu. „Ég á i s jálfu sér ákaflega erfitt með aö láta sem þessar skoðanakannanir gefi enga vis- bendingu,” sagði viðmælandi minn i þeim flokki,” en þær eru hins vegar i engu samræmi við það sem við teljum okkur finna hér I starfi.” Eftir áramótin fer þurrka- timinn i hönd i Suðaustur-Asiu, og þá er sýnt að striðið I Kampútseu blossar upp á ný. Vietnamski herinn sem réðstinn ilandið fyrir tæpu ári leggur þá til atlögu við leifarnar af her Rauðu khmer- anna, sem enn hafast við I ógreiö- færustu héruðum landsins. Fólkið sem streymir hundr- uðum þúsunda saman að landa- mærum Thailands eða yfir þau, svo skelfilega á sig komið að myndir af þvi taka fram öllum öðrum hryllingi sem birst hefur á ÞRIÐJA AFLIÐ í KAMPÚTSEU sjónvarpsskermum heims- byggðarinnar, er þvi ekki aðeins að flýja bjargarskort og hungur- dauða’, það vill þar að auki fyrir hvern mun komast brott af væntanlegum vigvelli. Ekki leikur vafi á, að viet- namski herinn i Kampútseu hefur i fullu tré við sveitir Rauðu khmeranna. Auk liðsmunar og yfirburða i vopnabúnaöi, er þaö Vietnömum I hag að Pol Pot og fylgismenn hans .hafa algerlega misst tök á landslýðnum, sem þeir gátu fyrst eftir innrásina not- að til að skýla sér. Sambland af hatri á Vietnömum og ótta viö böðulsveldi Pols Pots nægir ekki lengur til að Rauðu khmerarnir ráði miklum hluta landsbyggðar- innar, eins og þeir geröu fyrst eftir að Vietnamar náðu höfuð- borginni og helstu samgöngu- leiðum. Heng Samrin og stjórn hans, sem Vietnamar settu á valdastól i Pnom Penh, koma litið við sögu. Þeim fáu fréttamönnum sem hleypt hefur verið þangað, ber saman um að sú stjórn sé litiö annað en nafnið eitt. Vietnamar virðast ráða öllu sem máli skiptir. Kampútseumenn lita á Heng Samrin sem lepp þeirra, og þótt lausnin undan ógnarstjórn Pols Pots sé léttir fyrir þorra Kampútseumanna, er þaö Heng Samrin litt til framdrátar. Hann var nefnilega sjálfur einn af for- ingjum Rauðu khmeranna á þvi timabili sem mannvigin vorusem æðislegust og sagði ekki skilið við Pol Pot fyrr en einvaldurinn tók að grisja rækilega i eigin röðum. Viðleitni Hengs Samrins og vietnamskra yfirboðara hans til að nota alþjóðlegar hjálparstofn- anir og samkennd umheimsins með þjáningum og neyð Kampút- seumanna til að efla völd sin með matbjörg að vopni I sveltandi landi, hefur orðiö til þess að tefja verulega fyrir liknarstarfi á yfir- ráöasvæði þeirra. Fyrst i stað heimtuðu þeir að fá I hendur mat, lyf og aörar nauðsynjar til úthlut- unar, án nokkurs eftirlits af gef- endanna hálfu með að hjálpin berist nauðstöddum og gangi jafnt yfir meðan hún endist, en sé ekki gerð að féþúfu fyrir spillt stjórnvöld eða misnotuö i póli- tiskum tilgangi. Þurfti margar sendiferðir fulltrúa hjálparstofn- ana til Pnom Penh til aö koma valdhöfum þar i skilning um aö slikt eftirlit er ófrávlkjanlegt skil- yrði af þeirra hálfu, svo gefendur i liknarsjóði hafi bærilega vissu fyrir tilganginum meö að gjöfum þeirra sé náö. Svo ramt kvað aö þvergirðingshættinum i Pnom Penh, aö þegar fyrsta skipiö kom frá Oxfam hlaðiö matvælum, reyndu yfirvöld fyrst i stað aö meina þvi siglingu til hafnar, nema greitt væri hafnsögugjald sem átti að nema fjárhæð sem slagaði hátt upp i verðmæti alls farmsins. Franskir þingmenn nýkomnir frá Pnom Penh segjast hafa oröið sjónarvottar að þvi að viet- namskir hermenn létu greipar sópa um varning sem liknarstofn- anir I Evrópu ætluöu nauð<* stöddum Kampútseumönnum. Er sú frásögn i samræmi við aðrar fregnir af hátterni hernáms- liðsins frá Vietnam, sem fer um ruplandi og rænandi þvi sem hönd á festir. Forngripir úr söfnum Kampútseu ganga til að mynda ,,Ég get t.d. bara nefnt þaö aö við höfum safnað saman öllum skoðanakönnunum i Reykjavik, san fram hafa farið innan fyrir- tækja undanfariö og viö höfum haft fregnir af. Þetta eru alls 11 fyrirtæki, þar sem kosið hafa 1092 manns. Um 12% hafa verið óákveönir en af þeim sem kusu einhvern flokkinn hafa sjálf- stæðismenn fengiö 39%, viö 28,7%, framsókn 9,8% og Alþýðu- bandalagiö 18,8%. Þá teljum við okkur eiga töluvert I þeim hópi kjósenda sem enn er óráöinn og eins er hins aö geta aö i skoðana- könnun VIsis kemur fram að við eigum um 25% af nýjum kjósend- um. Maður hlýtur því að spyrja sig — hvar töpum við þá? Og ef við töpum, þá held ég aö það sé alveg öruggt aö við töpum varla miklu.” Andstæöingarnir eru ekki eins bjartsýnir fyrir hönd Alþýöu- flokksins. „Alþýðuflokknum er langhættast vegna þess hversu fljótandi fýlgi hans er,” sagði sjálfstæðismaðurinn. Framsóknarmaðurinn spáði þeim tapi en kvaðst þó hafa á til- finningunni aö þeir stæðu betur að vlgi heldur en Alþýöubandalags- menn, sem hefðu komiö betur út úr skoðanakönnununum en efni stæðu til. Alþýðubandalags- maðurinn spáði hins vegar Alþýðuflokknum tapi I öllum kjördæmum nema e.t.v. á Vestfjöröum en gat þess þó, að eini staðurinn sem Alþýöuflokk- urinn virtist hafa verulegan byr væri á Suðurnesjum, þó að það segði í sjálfu sér ekki mikið um kjördæmið i heild. Þeir spá þvi helst að flokkurinn tapi manni eða tveimur mönnum i Reykja- vík, manni á Reykjanesi og jafn- vel á Suðurlandi og Norðurlands- kjördæmi eystra. Spá and- stæðinganna um þingmannatölu Alþýöuflokksins erþar af leiðandi allt frá 9 þingmönnum upp I 12. FRAMSÓKNARFLOKKUR: Kosningabaráttan hefur um margt gengiö framsóknarmönn- um i haginn og allt bendir til að hann geti einn siðustu stjórnarflokka vænst fylgisaukn- ingar. „Við finnum greinilega aö við höfum byr með okkur en manni er iífsins ómögulegt að segja nokkuð um það hvaö sá byr dugir okkur — hvort viö yfirhöfuö náum að vinna mann eða hvort við náum þvi að vinna þrjá menn, sem á heldur ekkert að vera fráleitt,”sagðieinnúr þeirraröö- um. Framsóknarmenn gera sér helst vonir um að vinna mann á Reykjanesi en einnig kemur Austurland og Noröurlandskjör- dæmi eystra til greina hvaö varðar ný þingsæti. Þá er heldur ekki útilokað að Ólafur Jóhannes- son dragi með sér annan manninn i Reykjavik inn á þing. „Ég held að fylgi okkar hér i Reykjavik geti verið á bilinu allt frá 6 þúsund upp i 10 þúsund atkvæði en með hagstæðri skiptingu at- kvæða þyrftum við ekki nema um 7.500 atkvæöi til að Guömundur G. Þórarinsson nái inn.” Athyglin hefur mjög beinst að Ólafi Jóhannessyni hér i Reykja- vik og viröist svo sem framboð hans hafi yfirleitt mælst vel fyrir. Hins vegar hafa Ólafi á loka- sprettinum orðiö á mistök með gáleysislegum ummælum, svo sem um hugsanlegt forseta- framboð sitt og sérstakan jöfn- unarskatt á Reykjavik út af hita- veituaðstöðu þeirra. Viðmælendur minir úr rööum andstæðinganna töldu hvort tveggja mundu geta haft sin áhrif. Sjálfstæðismaðurinn taldi lika framsóknarmenn kunna að vera óhóflega bjartsýna á árangurinn nú og kvaðst hann einkum draga þá ályktun af skoðanakönnun Vísis um atkvæðaskipt i n g u nýrra kjósenda, þar sem fram hefði komið að Framsóknarflokkurinn ætti ekki nema 8% fylgi. Þetta taldi hann segja sina sögu um að Framsóknarflokkurinn gæti ekki vænst neinnar stórkostlegrar hreyfingar i átt til sin. Spáin um þingsætafjölda Framsóknar er þannig allt frá 12 eða óbreyttu og upp i 15 þingsæti. En nú er nóg komið af vangaveltum. Orslit þessara kosninga eru á næsta leiti og að þeim loknum fáum við nýtt viðfangsefni til aö brjóta heilann um, og sem ekki verður siöur forvitnilegt: Hverjir munu mynda næstu rikisstjórn hér á landi. Eftir Björn Vigni Sigurpálsson yfirsýn MpDc-Jt kaupum og sölum á svarta markaðnum i Saigon. Talið er að 180.000 hermenn úr 700.000 manna her Vietnams séu nú I Kampútseu. Þessi liösafli nægir til að yfirbuga einangraöar sveitir Pols Pots, en nú er kominn til skjalanna i Kampútseu nýr aðili, sem ætti að standa mun betur að vlgi til að veita innrásar- hernum viönám en harðstjórinn fyrrverandi og nánustu liðsmenn hans. 1 búöum flóttafólksins innan Kampútseu, en rétt við landamæri Thailands, ráða vopn- aðar sveitir sem kalla sig Frjálsa khmera. Þeir hafna bæði Pol Pot og Heng Samrin og segjast hafa að markmiði að hrekja Vietnama frá Kampútseu og koma á i landinu þjóðfélagi byggðu á hefð- bundnum lífsgildum búddadóms og frelsi einstaklingsins. Frjálsir khmerar segjast ekkert hafa á móti þvi að börn, gamalmenni og sjúklingar I hópi flóttafólksins haldi til Thailands og setjist þar að I flóttamannabúðunum sem verið er aö reisa á vegum liknar- stofnana, en þeir vilja að vopn- færir menn séu kyrrir I Kamp- útseu til aö taka þátt i komandi baráttu. Ekki er ljóst hverja afstöðu Frjálsir khmerar taka til Noro- doms Sihanouks, sem á alþjóða- vettvangi hefur leitast við aö gerast málsvari þeirra Kampút- seumanna, sem bæði hafna Pol Pot og Heng Samrin. Sihanouk hefur um skeið haldið þvi fram aö herafli á sinu bandi væri að myndast I Kampútseu, og viö komu til Parisar, sem er fyrsti áfangi á ferð um Vestur-Evrópu og Norður-Amerlku, hét Sihanouk á alla aðila sem bæru hag Kampútseumanna fyrir brjósti að bjarga þeim ekki aðeins frá Eftir Magnús Torfa Ólafsson hungurdauða, heldur leggja þeim lið að endurheimta frelsi sitt og mannsæmandi tilveru. Sihanouk hefur um skeið dvalið i Kina og Norður-Kóreu og reynt þaðan að hafa áhrif á stefnu stjórnar Vietnams, en hún hefur ekki virt svars málaleitanir hans um alþjóðaráðstefnu til að koma á friði i Kampútseu og bæta úr neyð þjóðarinnar. Aö dómi Sihan- ouks snýst máliö nú um það, hvort þjóð Kampútseu á að liða undir lok eöa ekki. Hann telur að þjóðinni hafi fækkaö um helming á undanförnum hörmungarárum. Fyrst komu til loftárásir Banda- rikjanna, þær áköfustu sem gerðar hafa verið I hernaði til þessa, svo innanlandsstyrjöldin milli Lons Nols, hershöfðingjans sem steypti Sihanouk af stóli, og Pol Pots, þá útrýmingarherferð Rauðu khmeranna á hendur borgarbúum, menntamönnum og liðsmönnum Lons Nols, siðan hungursneyö og loks innrás Viet- nama ásamt enn sárari skorti en nokkru sinni fyrr. Sihanouk gerir sér ekki vonir um aö Kampútseumenn geti rekiö Vietnama af höndum sér einir og óstuddir, allra sist eins og þjóöin er nú leikin, en markmið hans er að vinna að pólitiskri lausn i þeirri von aö Vietnamar sjái fyrr eða siðar að þeir veröi aö reyna að losa sig úr kllpunni sem inn- rásin i Kampútseu hefur sett þá i. Hún hefur bakað þeim fullan fiandskap Kina og þjappaö nágrannaríkjunum i vestri og suðri saman i bandalag gegn vietnamskri útþenslustefnu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.