Helgarpósturinn - 14.12.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 14.12.1979, Blaðsíða 7
helgarpósturinn- Föstudag ur 14. desember 1979. #Sveitahótel eitt i Skotlandi ger&i skemmtilega uppgötvun um daginn. Stjórn hótelsins þótti sem viöskiptin væru aö minnka og ákvað aö efna til auglýsingaher- feröar. Þeir fengu frumlega hug- mynd — aö bjóöa sex manna rúm. þeir töldu aö þaö myndi vekja nokkra athygli , en auðvitað reiknuðu þeir ekki meö aö nokkur myndi slikt rúm. Raunin varð þó önnur. Strax eftir að auglýsingarnar birtust fóru pantanir að berast, aðallega frá skólafólki i skemmtiferðum. Og ein gömul kona hringdi, eins og sönnum Skota sæmir, og spur- ði hvort hún mundi ekki fá sjötta plássið ókeypis ef hún útvegaði fimm manneskjur! #Breski verkalýðsleiðtoginn Clive Jenkins varð það á um dag- inn að dreyma draum. Honum fannst hann standa uppi i stiga og vera að hreinsa skituga dóm- kirkju. Jenkins sá það i hendi sér, að hann gæti ekki lokið verkinu einn sins liðs og fór þess vegnaað lita i kringum sig eftir hjálparmanni. Þá sá hann þingmanninn Tony Benn vera að hreinsa við hliðina á sér og af miklum áhuga. Sigmundur gamli heldur þvi fram, að draumar séu ,,hinn kon- unglegi vegur inn i dulvitundina”, en spurningin er bara hvort dóm- kirkjan átti að tákna Verka- mannaflokkinn breska, en þar munu þessir heiðursmenn eiga heima. Já, þeir eru margir, hinir ó- rannsakanlegu vegir. W Allir þekkja Idi Amin Dada fyrrum harðstjóra i Úganda, og það mikla sjálfsálit sem hann hefur. Allir vita lika aö Amin er maöur sterklega vaxinn og stór, en að hann sé fallegur, það er jú smekksatriði, en karl segir sjálfur: ,,Ég er með fallegasta andlit i heiminum, eða svo sögðu konur minar og móðir.” Þá vitum við það. # Jóhannes Páll páfi annar á lag á hraðferð upp bandariska vinsældalista — i 159. sæti —, en hann hefur liklega annað að hugsa um en slikan hégóma. Jóhannes Páll á frænku, sem heitir Anna Suwalaki 23 ára gamla hnátu. Sú á i vandræðum á ttaliu, þar sem yfirvöld hafa neitað henni um framlengingu á ferða- mannaáritun hennar. Stúlkan hefur skrifað til frænda sins og beðið hann um hjáp, en hefur enn ekki fengið svar frá honum, ,,en hann hefur mikiö verið að heiman að undanförnu” segir stúlkan. En það er kannski ekki ástæðan fyrir þögn hans heilagleika, þvi fröken Suwalki, gefur upp þá ástæðu fyrir þvi aö fá framleng- ingu á árituninni, að hún megi dvelja áfram á ttaliu og búa með kærastanum sinum — sem þegar er giftur annarri. #Bandarikjamaðurinn Rey Valine frá Sacramento i Kali- forniu hefur boöið út auglýsinga- pláss á höföinu á sér. Á meöan hann biður eftir tilboðum, hefur hann táttúeraö sitt eigiö vöru- merki á skallann á sér, en enn er eftirnóg pláss á hliðunum. Valine býður eingöngu málaðar auglýs- ingar, nema viðkomandi vilji ganga inn á li'fstiöarsamning. Verður þá auglýsingin væntan- lega tattúeruð. Hér er komin á- gætis tekjulind fyrir þá krúnurök- uðu. # Þegar pinupilsin voru i algleymingi á sjöunda áratugn- um, voru hárkollur og hártoppar lika mjög i tisku. Menn velta þvi nú fyrir sér hvort slikt gæti komið aftur, þvi pilsin munu styttast næsta sumar, samkvæmt fyrir- mælum tiskuhúsa i Paris og London. Sérfræðingar álita þó aö hárkollur eigi eftir að ná sér fylli- lega upp úr þeirri lægð, sem þær hafa verið i slðasta áratuginn. Nú eru stúlkur farnar að bera hárkollur, svona til skemmtunar, ekki eins og væru þær alvöru hár, heldur sem hatta. Nýju hárkollurnar eru mun betri en þær sem áöur voru. Nú eru þær allar mun léttari og hleypa meira lofti um hársvörðinn. • Prestar, munkar og nunnur drekka of mikiö, að þvi er segir i skýrslu frá leiðtogum kaþólsku kirkjunnar. Alkóhólismi meðal presta og annarra þjóna guðs er að verða að vandamáli á heims- mælikvarða, segir Joseph MacNamara prestur og leiðtogi hins bandariska trúarsafnaðar „Þjónar hins heilaga anda”. . J ER EINL/EG OG FALLEG Cl^ <a> cl KílFDS L r Rafvélar og stýringar Ármúla 38 — Reykjavik — simi 38850. Tökum að okkur uppsetningu, viðhald og hönnum hverskonar stýrisása fyrir raf- vélar og vélasamstæður. Einnig setjum við upp dyrasima og önn- umst viðhald á þeim. Góð þjónusta. Vanir menn. Simi 38850. Auglýsingasími Helgarpóstsins LEIKFONG í þúsundatali MÓDEL: Bilar Flugvélar kr. 780.-—1.325.- PÚSSLUSPIL: 750 stk . kr. 3.615,- 1000 stk . kr. 3.775.- 2000 stk . kr. 8.485.- 4000 stk . kr. 14.900,- Minni pússluspil kr. 1.110. 2.000.- BÍLAR: Lögreglujeppi m/stýrisstöng . .kr. 4.445.- Honda kr 6 180 - Lögreglubill m/rafhlöðu . kr. 4.900,- Lögreglubill m/stjórnsnúru... . kr. 4.015.- Rallym/snúru .kr. 3.875.- JOUSTRA sterkur jeppi . kr. 4.320,- JOUSTRA brunabill . kr. 5.880,- JOUSTRA traktor m/kerru ... . kr. 6.100.- JOUSTRA jeppi, stór . kr. 17.645,- JOUSTRA grafa m/snúru .... . kr. 22.320,- JOUSTRA krani m/snúru . kr. 9.100.- JOUSTRA BRAYO, 4 gerðir .. . kr. 4.300,- Smærri bilar, frá kr. 1.325 - / BÍLABRAUTIR: SLOTRAGE No 201 kr. 8.000.- SLOTRAGE No202 kr. 10.680,- MATCHBOX L-4000 rafm kr. 34.000,- MATCHBOX L-3000 rafm kr. 29.975,- MATCHBOXS- 100 kr. 6.870,- MATCHBOXS- 200 kr. / 4.245.- MATCHBOX S- 400 .kr.‘ 7.850,- MATCHBOX S- 700 kr. 10.135.- DÚKKUR: 20 teg. frá kr. 2.720. - — 12.765.- Bollasett kr. 2.094,- Bollasett kr. 3.054,- Uppþvottavél kr. 7.635.- Eldavél kr. 9.025,- Strauborð og straujárn kr. 4.515.- Þvottavél . kr. 6.995.- Saumavél kr. 6.530.- Saumavél kr. 11.820,- Innanhússimar, 2 tæki kr. 15.000,- MATCHBOX FARM kr. 17.530.- MATCHBOX SKÓR kr. 14.100.- FISHER PRICE barnaheimili kr. 15.225.- FISHER PRICE; hleðslustöð . kr. 18.865,- Geimflaug m/rafhlöðu . kr. 6.145.- Fljúgandi diskar . kr. 2.560.-^ Þetta er litil upptalning af þeim mikla fjcflda leikfanga, sem við höfum á boðstólum. Við höfum kannað það, að okkarverð eru mjög hagstæð. Komið og sannf ærist sjálf. STORMARKAÐURINN SKEMMUVEGI4A KÓPAVOGI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.