Helgarpósturinn - 14.12.1979, Blaðsíða 26
26
Föstudagur 14. desember 1979 helgarpÓSÝl irhn
— Sýnishorn Ur bdk AOalsteins
Asbergs,
FERÐ UNDIR FJÖGUR AUGU.
Og enn eina nótt
vakti ég iengi,
skoOaOi blástjörnuna
og hélt mig hafa
fundiO sannleikann.
En mig brast þor
tii aO horfast í augu
viö þá staöreynd,
aö lífiö var ekki
aöeins þessi draumur
um þig og mig
heldur annar og
stærri veruleiki,
sem snérist
hraöar og hraöar
um okkur öll,
uns viö misstum
sjónar á eilifbinni.
Viðtal:
Páll Pálsson
Mynd:
Friðþjófur
„ VIÐ HOFUM TIMA
EF VIÐ VILJUM”
spjallað við rithöfundinn Aðalstein Ásberg Sigurðsson
Sfminn hringir hjá bókaútgáf-
unni Fjölva. A linunni er
Helgarpósturinn og vill finna aö
máli rithöfundinn Aöalstein Ás-
berg Sigurösson sem er nú aö
senda frá sér sina fyrstu skáld-
sögu, Ferö undir fjögur augu.
„Þvi miöur”, segir Fjölvi, ,,er
Aöalsteinn staddur vestur i
Amrfku þessa dagana, þarsem
hann er aö reyna aö kveöa
mafiuna i kútinn meö gftarspili
og söng. En ég skal biöja hann
aö hafa samband viö þig um leiö
og hann kemur heim aftur”.
Nokkrir dagar liöa. Þá hringir
siminn hjíf undirrituöum
„dálkahöfundi” Helgarpóstsins
og á linunni er Fjölvi, sem segir
aö Aöalsteinn sé kominn heim,
og taki á móti gestum á heimili
sinu viö Njálsgötuna, daglega
milli 4 og 6.
Kapítalískt þjóðfélag
Mættur stundvislega kl, 4
sama dag og búinn aö fá kaffii
bolla, spyr ég Aöaistein auövit-
að fyrst aö því hvort honum
hefði tekist aö kála mafiunni.
„Ja, það má segja að ég hafi
fariö til aö athuga hvort það
væri hægt, og þá með hvaöa
hætti. Ég fór til aö kynna mér
kapitaliskt þjóðfélag eins og þaö
er i verki. Meö þvi held ég aö i
framtiöinni veröi ég betur vak-
andi fyrir áhrifum stórvelda
einsog USA á heimsmenning-
una, eöa menningu yfirleitt.
Ég geröi nú litið til aö hafa
áhrif á þetta þjóöfélag, og söng
þó einu sinni nokkur lög út á
götu, — en reyndi aö kynnast
þvi frá ólfkum sjónarhólum. Ég
var að vikka sjóndeildarhring-
inn. Sem hver maður veröur aö
gera ef hann ætlar sér aö þekkja
sjálfan sig og heiminn.
Kapitalisktþjóöfélag, mafian,
er bara einn peningur og
helvitis óþverri. Og það er
spurning hvort hægt sé að kveöa
slika hluti i kútinn. Það krefst
allavega mikils af fólki, ef þaö á
að takast. Ég varö þó var við
það, sérstaklega meöal ungs
fólks, aö þetta er aö breytast, en
almennt einkennast viðhorf
Bandarikjamanna af máttleysi
gagnvart kerfinu. Og eldra fólk-
iö er oröiö samdauna þessu
þjóöfélagi, og trúir á þaö sem
slikt.
En til aö nefna dæmi um slæm
áhrif svona stórvelda einsog
USA, þá getum við tekiö diskóið.
Ég komst inná það fræga diskó-
tek i New York, Studio 54. Sem
er þaö sjúklegasta sem ég hef
nokkru sinni séð, Og þessa
ómenningu höfum viö verið aö
flytja inn i smáskömmtum,
Hollywood og allt þaö. Ég
reikna meö aö á næstu mánuö-
um muni ég veröa i þvi aö gera
samanburö á Bandarikjunum
og Islandi, greina áhrifin. Og
vonandi er ekki allt glatað.
Sfðan er hugmyndin aö skoða
austræna menningu, — þá enda
ég kannski Framsóknar-
maður?”
Skrifa af innri þörf
— Aöalsteinn, afhverju skrifa
menn bækur?
„Þetta er erfið spurning. Það
liggja margvislegar ástæöur aö
baki bókum. Flestir skrifa sjálf-
sagt og þarámeöal ég, af innri
þörf. Finnst þeir hafa eitthvað
aö segja sjálfum sér og kannski
öðrum, og aö þetta sé það form
sem geti komiö þvi til skila. Bók
hefur margþættan tilgang, og
þarf aö vera hvorttveggja i
senn afþreying, og einhvers
konarupplýsing. Og gott verk er
að minu viti þaö sem skilur eitt-
hvaö eftir hjá lesandanum, —
þvi jafnvel þó hann skilji þaö
ekki allt i fyrstu, þá kemur það
meö tfmanum.”
— Hverju ertu að reyna að
koma yfir til fólks meö þinni
bók?
,,Ég tek fyrir einstakling sem
er i leit aö sjálfum sér i islensku
þjóöfélagi. Einstaklingurinn er
jú forsenda þjóðfélagsins. Meö
þvi vonast ég til að geta gefið
fólki einhverja visbendingu um
sig siálft, Þessi bók á þess
s/egna erindi til allra, þvi allir
eru i leit að sjálfum sér.”
— Er til einhver pa tentlausn i:
sambandi við þessa leit?
„Nei, alls ekki. En fólk veröur
aö hafa eitthvaö til aö ganga út
frá. Og það er misjafnt einsog
mennirnir eru misjafnir, hvaö
þeir þurfa og hvers þeir leita.
En fyrst og fremst veröur fólk
aö gefa sér tíma' á þvi veltur
hvort kapphlaupiö vinnst eöur
ei. Og það er ekki spurningin
hvort okkur finnst við hafa tima
eöa ekki. Viö höfum tima ef viö
viljum. t nútima hraösoðnu
samfélagi er auövelt aö týna sér
og þaö hendir marga, en þeir
geta fundið sig aftur, — þó ekki
fyrren þeir uppgötva að þeir eru
týndir. Málið snýst um þaö.
Okkar kynslóö viröist vera aö
átta sig á málunum', hún er
meðvitaöri um stööu sina, en
hinar eldri. Og hérna erum við
komnir að meginhlutverki lista-
manna, sem er aö stuöla aö
jákvæöri þróun i þessu sam-
bandi
Fólk verður að trúa
— Trúiröu á Guð?
„Já, en ég hef sérstakar
skoöanir á honum og trú yfir-
leitt. Það er hlutur sem allir
ættu að gera upp viö sig, hverju
þeir trúa. Fólk verður aö trúa á
eitthvaö., og eg held aö allir geri
þaö á einn eða annan hátt. Trúin
rennur i mismunandi farvegum
og þaö er oft spurningin um
hvaða trú er hagkvæmust á
hverjum tima. En lif okkar er
alltaf grundvallaö á einhverri
trú og trúnni á lifiö sjálft
— Þú fórst til Orkneyja til aö
byrja á bókinni þinni, — er
nauösynlegt fyrir rithöfund aö
draga sig i hlé til að skrifa?
„Nú verö ég eiginlega aö
byrja á byrjuninni á minum rit-
höfundarferli til að svara þessu.
Ég ákvaö aö veröa rithöfundur 8
ára gamall.og byrjaöi þá strax
aö skrifa. Fljótlega komst ég þó
að þvi að mig skorti þekkingu til
þess, og þetta hvarf undir yfir-
borðiö um skeiö. En ég sé það
þegar ég lit til baka, að ég hef
alla mina skólagöngu verið
ómeövitaö aö búa mig undir
þetta starf. Ég hef alltaf veriö
mikill lestrarhestur, en las yfir-
leitt flest annaö en náms-
bækurnar. Og á unglingsárun-
um varð þaö ákaflega fráhverft
manni að geta enst i starfi sem
rithöfundur þannig að ég hélt
öðrum möguleikum opnum
En smátt og smátt hefur allt
beinst aö þvi sem ég er aö gera i
dag. Eftir stúdentspróf ætlaöi
ég að veröa prófarkalesari, en
endaði sem blaðamaður á Vik-
unni, sem var auövitaö miklu
betra. Og þá er ég farinn að
skrifa i alvöru i fyrsta skipti,
svona fyrir sjálfan mig. Ég
vann i 2 ár i fullu starfi sem
blaðamaður en komst aö þvi
smám saman aö ég gæti ekki
skrifað meöfram þvi, og ákvað
aö hætta. Það tók þó langan
tima aö hrinda þvi i fram-
kvæmd. A sama tima skrifa ée
tvær ljóðabækur — Ósánarlend-
ur (’77) og Förunótt (’78) — og
þarmeö var ég kominn inná
ákveöna stefnu. Svo haföi ég
gengiö i nokkra mánuöi meö þá
hugmynd aö skrifa skáldsögu —
og til þess aö falla ekki fyrir
neinum freistingum um aö gera
eitthvaö annaö, ákvaö ég aö
fara á einhvern afvikinn staö.
Staö þarsem ég losnaöi viö
utanaökomandi áhrif, svona
sjálfspælingarstað. Orkneyjar
urðu fyrir valinu af tilviljun
fremur en hitt. Og þar skrifaöi
ég drög að þessari sögu á 2
mánúöum. Og fullvann hana svo
eftir að ég kom heim.”
Sjálfspíning
— Var ekki erfitt og einmana-
legt aö loka sig svona af?
,,JÚ<’ ég á erfitt með að vera
einn, en þaö er lika erfitt aö
vinna svona starf nema i næöi.
Þannig að öörum þræöi er þetta
sjálfspining. Þaö er undarleg
tilfinning að standa sjálfan sig
aö þvi að vera atvinnuhöfundur,
þvi það eru i rauninni engar
forsendur fyrir þvi. Maður er
alltaf skitblankur. Og það er
erfitt aö finna starf sem fellur
aö ritstörfunum. Ég er þvi alltaf
aö leita aö óskastarfinu sem
færir manni fullt af peningum
með engri vinnu, — einsog
aðrir. En aö skrifa er meiren aö
setja bara blað ( ritvélina og
pikka 150 siður. Þaö er oft nauð-
synlegt að upplifa verkið sjálf-
ur á meðan maöur er að vinna
þaö. Ég hef lika orðiö var við
það aö atvinnulist á ekki rétt á
sér i hugum fólks', list á að vera
fristundavinna finnst mörgum.
En það er bara ekki svona ein-
falt. Erfiöast viö aö skrifa bæk-
ur er að bera sjálfan sig svona
á borð fyrir fólk. Aö afhjúpa ein-
hvern hluta af sjálfum sér, þvi
ég er jú spéhræddur einsog allir
aðrir.”
— Hvað ertu aö skrifa núna?
„Það er ýmislegt i bigerö. En
fyrst og fremst verö ég aö afla
mér peninga, og það fer eftir
þvi hvernig mér tekst þaö,
hverju ég get hrint i fram-
kvæmd. Ég er meö hugmynd að
annarri skáldsögu, svo er ég
alltaf i ljóðunum, og einnig
langar mig aö skrifa leikrit. Ég
er meö leikhúsdellu, þaö er ein
af mlnum ástriöum, og ég ætlaöi
meiraaösegja einu sinni aö
veröa leikari. Leikhús er
skemmtilegt tjáningarform.
Það skiptir náttúrlega jafn-
framt miklu máli hvernig bók-
inni minni veröur tekiö núna. Þó
er þaö ekki spurning um aö
halda áfram, þaö kemur ekkert
annaö til.”