Helgarpósturinn - 14.12.1979, Blaðsíða 13
13
htplrjr^rpnt^tl irinn Föstudagur 14. desember 1979
þvi a& eiga ekki fyrir útförinni
sinni. En sú breyting hefur oröið
si&an, að nú eru flestar jarðar-
farir svipaöar, hvort sem um er
að ræða rika eða fátæka.
— Er útfararþjónusta góður
„bissniss” á íslandi?
— Nei, þaö er langt frá þvi. Við
þurfum aö greiða allskonar gjöld
af okkarhlut, meira að segja iðn-
aðargjald, og af söngnum i kirkj-
unni þurfum við að greiða
STEF-gjald. En það er oft mikið
að gera, þótt það sé misjafnt.
Jarðarfarir ganga nefnilega i
bylgjum, likt og fæðingar. Sem
dæmi um hvað þetta er misjafnt
get ég nefnt, áð um jólin 1969 og
’70 stóðu uppi fimm ójörðuð lik á
aðfangadag annað árið, en 32 hitt
árið.
— Hvernig likar þér þetta
starf?
— Ég er nú alinn upp innanum
likkistur og hef vanist jarðarför-
um frá blautu barnsbeini. Strax
og ég fékk bilpróf þótti sjálfsagt
aðsendamig með likkistur suður
meðsjó oguppi Mosfellssveit. En
ég ætlaði mér aldrei i þetta. Minn
hugur stóð, og stendur enn, til
þess að grúska i vélum.
En þá dó pabbi, og
ég varö að taka við. Það var árið
1963.
— Er þetta ekki niðurdrepandi
starf, ef svo mætti segja? Hafa
ekki syrgjandi ættingjar mikil
áhrif á þig? Hinir látnu eru oft-
astgamalt fólk, og fólk sem hefur
átt við s júkdóma að striða. En að
sjálfsögðu er maöur ekki dauður.
Það snertir mig að sjálfsögðu.
þegar égþarf að kistuleggja fólk,
sem hefur dáið i blóma lifsins.
— Annars eru jaröarfarirnar
orðnar mun léttbærari nú en þær
voru áður fyrr. Þá var reynt að
toga út tárin á fólki með öllum
ráðum. Þetta tók óratima, með
húskveðjum og göngu á eftir lik-
vagninum aö kirkjunni og siðan
upp i kirkjugarð. Nú tekur þetta
miklu styttri tima, og prestarnir
leggja meiri áherslu á bjartari
hliðarnar. Það besta var held ég
þegar hætt var að útvarpa jaröar-
förunum.
— Ertu trúaður maður sjálfur?
— Það er ég liklega á minn
hátt, en ég er trúaður.spirit-
isti. Ætli það komi ekki af starf-
inu? Éghef séð of mörg lik, mis-
jafnlega farin, til að trúa á upp-
risuholdsins.En ég efast ekki um
upprisu andans. Éghef orðið fyrir
margskonar reynslu, sem sannar
þaö.
Fyrirtæki Daviös er einkafyrir-
tæki, en útfararþjónusta Kirkju-
garða Reykjavikur er opinbert
fyrirtæki. Þar er útfararkostnaö-
urinn eitthvað lægri, eða 220-230
þúsund krónur enda rekin með
halla, að sögn útfararstjórans,
Einars Jónssonar. Þeir veita alla
sömu þjónustu og Davið, en ann-
ast auk þess flutning líka af spi-
tölum á Rannsóknarstofu háskól-
ans til krufningar, og fyrir lög-
regluna, þegar réttarkrufning fer
fram. Auk þess sjá þeir um
bálfarir, sem Einar taldi vera um
tiu prósent af öllum útförum.
— Nú er hluti þjónustunnar
sem fólk fær hér greitt með
kirkjugarðsgjaldi. Er þá gerður
einhver greinarmunur á þeim
sem eru innan þjóðkirkjunnar og
utan hennar? Við beindum spurn-
ingunni til Einars.
— Nei, hér er ekki farið i
manngreinarálit. Hér fá allir
sömu þjónustu. Það hefur hins-
vegar verið rætt lauslega, hvort
ekki eigi a& útvega þessum nýja
söfnuöi, Asatrúarsöfnuðinum,
sérstakt horn i garöinum. En til
þess hefur ekki komið enn,
meðlimir þess safnaðar eru allir
á lifi.
— Hvernig er búið um öskuna,
þegar bálfarir hafa farið fram?
— Fram til þess að kistan
hverfur sjónum kirkjugesta fer
bálför fram á sama hátt og aðrar
útfarir. Siðan er kistan brennd
ásamt likamanum og öskunni
komið fyri i svokölluöu duftkeri,
sem kostar núna fimmþúsund
krónur. Það er skylda aö greftra
þessiker. Fyrst eftir að bálfarir
voruteknar upp hér,um 1950, var
þó leyfilegt aö afhenda aðstand-
endum kerin. Þá kom fyrir, að
öskunni var dreift út um landið
eða á sjó, en það er alveg bannað
núna.
Óskir fólks um tónlist við
jarðarfarir eru misjafnar. Tala
súyfir greiðslu til söngfólks, sem
er nefnd hér að framan, á við
þennan venjulega sálmasöng,
vanalega sex manneskjur og
organisti. Sumir fá auk þess ein-
söngvara og jafnvel fiölu- eða
sellóleikara. Þá hækkar útfarar-
kostnaðurinn að sjálfsögöu, nema
viðkomandi leiki vegna vinar- eða
ættartengsla við hinn látna.
Það er tiltölulega fámennur
hópur fólks, sem annast söng við
jarðarfarir í Reykjavik og næsta
nágrenni. Einn þeirra er Sverrir
Kjartansson, og við höfðum tal af
honum.
Ég hef verið i nokkrum kórum,
bæöi blönduöum og karlakórum,
og fyrir allmörgum árum bund-
umst viösamtökum dálitill hópur
af gömlum kórfélögum til að
koma skipulagi á jarðarfarar-
söng. Astaeöan var sú að á seinni
árum hefur fækkaö nokkuð karl-
mönnum, sem geta sungið fjór-
raddaðan söng, og eru það góöir
söngmenn, að þeir geti sungið
erfið verk fyrirvaralaust. Auk
þesser vandamál aö fá fólk, sem
kemst úr vinnu þegar jarðarfarir
eru,Menn þurfaeiginlegaað vera
sjálfs sin herrar og ráða tima áin-
um, sagði Sverrir.
Það er geysilega viðkvæmt mál
hvernig til tekst meö sönginn, og
úti á landsbyggðinni, sérstaklega
i fámenum byggðarlögum, getur
verið erfitt aö drifa upp góðan
söng. Þess vegna höfum viö jafn-
vel verið sóttir i flugvél tíl aö
syngja úti á landi. En það er lika
gaman, þegar fólkinu likar
söngurinn og lætur I ljós þakklæti
sitt.
— Hvernig er að syngja við
jarðarfarir i' jafn miklum mæli
sem þú hefur gert?
— Ég kann ekkert illa við það.
Þaðeru nokkuð mörg ár siðan ég
byrjaði að syngja við jarðarfarir,
og i' fyrstunni var ég fullur áhuga
á þvi hvervar dáinn.og hlustaði á
ræður prestanna. En þetta var oft
sorglegt, eins og gefur að skilja,
og ég var stundum miður min all-
an daginn — stundum i langan
tima. Ég hætti þvi fljótlega að
hlusta á prestana, nema i þeim
tilfellum að ég hef þekkt viðkom-
andi, sem verið er að jarðsyngja.
Þetta sagði Sverrir Kjartans-
son, sem við-völdum sem fulltrúa
þeirra sem sjá um sönginn i
kirkjunum. Þá eru upptalin aöal-
atriði hverrar jarðarfarar. Þó er
eftir enn einn útgjaldaliðurinn,
sem nokkuö margir leggja út i.
Það er legsteinninn. Flest allir
setja tíl aö byrja með krossa á
leiðin, og þá er meðal annars að
fá hjá Kirkjugörðum Reykja-
vikur. Legsteinninn kemur yfir-
leitt seinna, oft mörgum árum
seinna. Það eru tvær stein-
smiðjur, sem inna af hendi þessa
lokaþjónustu við hinn látna,
Steinsmiðjan og Mosaik. Við
höfðum samband viö Sigurö
Helgason I Steinsmiðjunni, sem
nú er til húsa að Skemmuvegi 48 i
Kópavogi. Fyrirtækið er að
grunni til um 90 ára gamalt og
hefur framleitt meiripartinn af
þeim legsteinum sem eru i is-
lenskum kirkjugörðum. Við
spurðum Sigurð hversu fram-
leiðslan væri mikil.
— Þetta eru liklega 6-700
steinar á ári. Þessir steinar fara á
grafir fólks, sem hefur látist allt
frá árinu 1920 og fram til þessa
dags, sagði Sigurður.
Flestir legsteinar eru gerðir úr
islensku grjóti: gabbró, blágrýti
og grásteini, en marmari og
granlt eru fhitt inn. Verðið á is-
lenskum legsteinum er frá 100-250
þúsund, en innfluttu steinarnir
eru um tvöfalt dýrari, fyrst og
fremst vegna mikils flutnings-
kostnaðar. Algengastir eru svo-
nefndir púltsteinar, sem eru litlir
og liggja vanalega flatir á jörð-
inni. Verðið á þeim er niður i
hundraö þúsund. Innifalið i þessu
verði er letur, en hver stafur kost-
ar um 600 krónur.
Með legsteininum hefur hinum
látnu verið reistur óbrotgjarn
minnisvarði — en um gildi hans
geta menn aö s jálfsögðu deilt. Hiö
fornkveðna segir: ,,En orðsti
hveim es sér góðan getr deyr
aldregi”. Sá minnisvarði er að
minnstakosti útgjaldaminni fyrir
eftirlifendur en legsteinn, þótt
hanri sé að sjálfsögöu góöur og
gildur.
Simon Konráðsson, likkistu smiður.
Frábærar barna-
og unglingabækur
þú getur bókað þaö
Andrés Indriðason:
Lyklabarn
Verðlaunabókin í barnabókasamkeppni
Máls og menningar. Hér er sagt frá Dísu,1
sem flyst í nýtt og hálfbyggt hverfi með
foreldrum sínum og litla bróður. Hún er
einmana í fyrstu, en smám saman
stækkar kunningjahópurinn og Dísa fer
að kunna vel við sig. En það fer margt
öðru vísi en krakkar vilja. Þessi saga
segirlíka frá því.
Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665.
Ármann Kr. Einarsson
Mamma í uppsveiflu
Nýi strákurinn í 6. bekk H. B., Geiri, er
söguhetjan í þessari bók ásamt fjöl-
mörgum dugmiklum bekkjarfélögum
sínum. Krakkarnir innrétta gamalt
pakkhús og hyggjast hefja leiksýningar
til styrktar heyrnardaufri bekkjarsystur
sinni. En einmitt þegar frumsýning er í
nánd fer mamma Geira „í uppsveiflu"
og hætta er á að öll fyrirhöfnin sé til
einskis.
Verð kr. 5.310. Félagsverð kr. 4.515.
I
Maria Gripe:
Náttpabbi
Bráðskemmtileg barnasaga eftir höfund
bókanna um Húgó og Jósefínu. í þessari
bók er sagt frá ungri stúlku, Júlíu, sem
eignast náttpabba, sem gætir hennar á
meðan mamma er í vinnunni. Náttpabb-
inn á ugluna Smuglu, og uglur vaka á
næturnar... Þýðandi Vilborg Dag-
bjartsdóttir.
Verð kr. 4.940. Félagsverð kr. 4.210.
Astrid Lindgren:
Á Saltkráku
Sagan um fjölskylduna sem leigir sér
ókunnugt hús á ókunnri eyju og lendir
þar í ótal ævintýrum. Eftir þessari bók
hafa verið sýndir mjög vinsælir sjón-
varpsþættir. Þýðandi Silja Aðalsteins-
dóttir.
Verð kr. 5.490. Félagsverð kr. 4.665.
Astrid Lindgren:
Víst kann Lotta
næstum allt
Gullfalleg myndabók fyrir yngri börnin.
Sagan um Lottu litlu sem getur allt —
nema renna sér í svigi á skíðum. Og
þegar öll jólatré í bænum eru uppseld
tekur hún til sinna ráða. Þýðandi Ást-
hildur Egilson.
Verð kr. 3.295. Félagsverð kr. 2.800.
Falleg og athyglisverð unglingasaga,
þriðja og síðasta bókin um vandræða-
gripinn og hæfileikamanninn Patrick
Pennington. í upphafi bókarinnar situr
hann í fangelsi fyrir að ráðast á lög-
regluþjón við skyldustörf. Þýðandi Silja
Aðalsteinsdóttir.
Verð kr. 5.915. félagsverð kr. 5.025.
Astrid Lindgren:
Ný skammarstrik
Emils í Kattholti
Önnur bókin um hinn óforbetranlega
Emil í Kattholti. Þegar þessi bók hefst
hefur Emil tálgað 99 spýtukarla í
skammarkróknum, en þegar henni lýkur
eru þeir orðnir 125. Þýðandi Vilborg Dag-
bjartsdóttir.
Verð kr. 5.000. Félagsverð kr. 4.250.
Mál og menning