Helgarpósturinn - 02.05.1980, Blaðsíða 4
4
NAFN: Njörður P. Njarðvík STAÐA: Dócent í bókmenntum og formaður Rithöfundasambands
íslands FÆDDUR: 30. júní 1936 HEIMILI: Skerjabraut 3 HEIMILISHAGIR: Eiginkona,
Bera Þórisdóttir menntaskólakennari og eiga þau þrjú börn BIFREID: Fíat 125 p árg. '78
ÁHUGAMÁL: íslensk menningarmál
„Þessi hópur býr sér til
pólitíska samsæriskenningu"
Fátt hefur vakiö meiri athygli undanfarna daga, en mótmæli 45 rithöfunda vegna nýveittra
starfslauna. Fara þessir rithöfundar fram á, aö stjórn launasjóösins segi af sér störfum. For-
sendur þessarar kröfu eru þær, aö þessir 45 aöilar telja, aö flokkspólitísk lykt fylgi ákvöröunum
um starfslaun úr sjóönum. Segja þeir, aö Alþýöubandalagsmenn og stuöningsmenn þess gangi
fyrir varöandi úthlutun.
Viöbrögö stjórnar launasjóösins og formanns rithöfundasambandsins hafa veriö allharkaleg
viö þessum ásökunum og segja þser grundvallaöar fyrst og fremst á pólitfskum ofsóknum f garö
ákveöinna einstaklinga meöal rithöfunda.
Allt érl'óvissu meb framhald þessa máls. Margir leiöa ab þvl llkum, aö þetta geti þýtt klofning
innan rithöfundasambandsins. Hér á árum áöur voru rithöfundar klofnir i tvær andstæöar fylk-
ingar, en sameinuöust sföan I Rithöfundasambandi tsiands. Þaö er Njöröur P. Njarövfk formaöur
Rithöfundasambandsins sem er yfirheyröur um þessi mál.
Er Rithöfundasamband
tslands aö klofna og rithöfundar
á ný aö skipa sér I tvær and-
stæöar fylkingar I kjölfar siö-
ustu úthlutunar iaunasjóösins?
' „Ekki svo ég viti til.”
En er ekki eöliiegt aö lita á
þessi mótmæli sem skref i átt til
klofnings?
„Ég held að það sé ekki eðli-
legt að túlka þessi mótmæli
þannig. Ég fæ ekki séð að þau
beinist gegn Rithöfundasam-
bandinu. Þar var haldinn aðal-
fundur s.l. laugardag og var
sjálfkjörið i stjórn þess. Ég sem
formaður sambandsins Iit
a.m.k. á það sem traustyfirlýs-
ingu. Þær stjórnir sem hafa set-
ið frá þvi að sameiningin varð i
rithöfundasambandinu hafa all-
ar lagt kapp á, að starfa sem
stéttarfélag rithöfunda, en forö-
ast persónulegar ýfingar. Það
er aftur annað mál, að eftir þá
miklu úlflúð sem var i þessum
samtökum, þá tekur þaö langan
tima að ná jafnvægi og kannski
hafa ekki allir gengið jafn fúsir
til sameiningarinnar á sinum
tima.”
Þú segist lítaá þaö sem traust-
yfirlýsingu, aö þú og þin stjórn
hafi verib sjálfkjörin á siöasta
aöalfundi. Má ekki allt eins lfta
svo á, aö ákvebinn stjórnarand-
stæðingahópur innan sam-
bandsins sé hættur aö berjast
innan þess, en hyggist leita á
önnur miö meö sin baráttumál?
„Ég get ekki né vil túlka það
svo. Hins vegar er ekki auðvelt
aö lesa úr viðbrögöum sem
þessum. Ég les ekki hugsanir
annarra til fulls.”
En hvaö heldur þú þá, aö
„mótmælendur” séu aö fara
meö þessum kröfum?
„Það er í sjálfu sér ekkert
nýtt mál, að deilt sé um úthlutun
úr sjóönum. Mergurinn málsins
er sá, að ekki er hægt að veita
öllum umsækjendum úr sjóðn-
um. Við slfkar aðstæöur verða
ýmsir óánægðir. Fá kannski
ekki neitt, eða minna en þeir
höfðu vænst. Þaö væri alveg
sama hvernig úthlutað væri úr
launasjóðnum, það yrðu alltaf
einhverjir óánægðir. Og það er
fullkomlega eölilegt. Ég efast
um að nokkur maöur sé full-
komlega ánægður með siðustu
úthlutun og ég held að það gildi
lika um stjórnarmenn launa-
sjóðsins.”
En er þá nokkuð óeölilegt viö
þaö, aö hópur rithöfunda mót-
mæli og færi fram rök fyrir
þeim mótmælum?
„Það sem mér finnst óeðlilegt
og alvarlegt, er aö þessi
óánægði hópur býr sér til póli-
tiska samsæriskenningu. Það
í þarf ekkert pólitiskt samsæri tii
að veita Jakobinu Sigurðar-
dóttur, Ólafi Hauki Simonar-
syni, Ólafi Jóhanni Sigurössyni,
og Svövu Jakobsdóttur starfs-
í laun i 9 mánuði. Málatil-
búnaðurinn hjá þessum hópi
gengur allur i þá átt, að óskað er
eftir einhverskonar pólitisku
kvótakerfi;*
En hvernig svarar þú þeim
ásökunum, aö Alþýöubanda-
lagsmenn hafi forgang, þegar
úthlutaö er úr sjóönum?
„Þegar ég varð var við þessv
ar óánægjuraddir, þá óskaði ég
eftir þvi að tekinn yrði saman
listi yfir úthlutanir frá upphafi,
þannig að fólk gæti áttað sig á
raunverulegum staöreyndum i
þessu máli. Þessi listi hefur
birst i a.m.k. einu dagblaði, og
það er erfitt aðsjá^að einhverjir
hafi verið beittir pólitiskum
órétti i gegnum tiöina, ef listinn
er grannt skoðaður. Þar eru
efstir á blaði þeir rithöfundar
sem hafa nær eingöngu helgað
sigritstörfum. Pólitisk afskipti
rithöfunda spila þar ekki neina
rullu.”
En er rithöfundasambandiö i
raun ekki hópur mjög ósam-
stæöra manna, sem eiga fátt eitt
sameiginlegt?
„Það held ég ekki. Þaö er
miklu meira sem sameinar rit-
höfunda sem slika, heldur en
það sem sundrar Þaö má einn-
ig geta þess, að i kjarabárátt-
unni hefur nánast allt áunnist
eftir að sameiningin varð. Það
er t.a.m. nýbúið að ganga frá
útgáfusamningi við útgefendur.
Þessi samningur skiptir sköp-
um fyrir rithöfunda bæði hvaö
varðar ritlaun og almenna
réttarstöðu gagnvart útgefend-
um. Þetta hefur aldrei verið
rætt i fjölmiðlum, þótt i raun sé
það miklu stærra mál en launa-
sjóðsúthlutanirnar.”
Hvaöa afleiöingar heldur þú
að þessi mótmæli hafi?
„Minar megináhyggjur liggja
helst i þvi, að þetta kunni að
spilla fyrir áframhaldandi upp-
byggingu þessa launasjóðs, og
að eftir þetta verði erfiðara aö
fá fólk til að starfa i stjórn hans.
Jafnframt tel ég að með þessu
sé verið að gera rithöfunda að
athlægi frammi fyrir þjóðinni,
þar sem þeir bitast um framlög.
Deilur sem þessar eiga að fara
fram innan Rithöfundasam-
bandsins, en út á við eiga rithöf-
undar að standa saman um
kröfur sinar. Ef þessar
óánægjuraddir telja þetta fyrir-
komulag á launasjóðnum af-
leitt, þá verða þeir aö benda á
betri leið Vilja þessir menn
kannskiað fulltrúar stjórnmála-
flokkanna úthluti starfslaunum
og styrkjum til listamanna?”
Mun stjórn launasjóösins
segja af sér, eins og ,mót-
mælendur” fara framá?
„Ég get ekki svarað þvi. Það
erekkiá minu valdi. Hins vegar
teldi ég það mjög miður ef svo
færi. Ég ber fyllsta traust til
stjórnarmeðlima og hræddur er
ég um, að illa gengi að fá fólk til
að starfa i stjórn launasjóðsins
eftir slikt. Þessir stjórnarmenn
verða allt of oft fyrir ómakleg-
um svivirðingum og ásökunum
frá einstaklingum vegna starfa
sinna. Slikt er engum til sóma.”
Nú er ljóst aö þessir „mót-
mælendur” láta vart sitja viö
oröin tóm og fylgja Hklega kröf-
um sinum eftir. Attu von á hörö-
um slag á næstu vikum?
„Ég veit umfólksem skrifaði
undir þennan lista, sem er ekki
eins sannfært i mótmælum sin-
um og áöur. I fyrsta lagi haföi
það ekki gert ráð fyrir birtingu
undirskriftanna i fjölmiðlum og
i öðru lagi hafði birting heildar-
listans, sem ég nefndi áðan tölu-
verð áhrif.”
Þaö hefur ekki veriö flokks-
apparat Alþýöubandalagsins
sem fór á stúfana og knúöi á
ýmsa „mótmælendur” til aö
láta af hávaöa og mótmælum?
„Slikri fjarstæðu svara ég
ekki.”
Nú hefur þú sjálfur tekiö þessi
mótmæli nokkuö óstinnt upp.
Eru þaö ekki röng viöbrögö hjá
þér sem formanni sambands-
ins? Væri ekki réttara’ aö þú
bærir klæði á vopnin?
„1 rithöfundasambandinu eru
216 meðlimir og ég tel að yfir-
gnæfandimeirihiuti félags-
manna beri traust til stjórnar
launasjóðs. Vissulega er mitt
hlutverk að stuðla að framgangi
Rithöfundasambandsins og
halda því saman, en það veröur
samt ekki hjá þvi komist að
benda á beinar staðreyndir
málsins. Það er ekki hægt að
horfa á það þegjandi þegar
þessir menn óska eftir pólitisku
kvótakerfi við úthlutun. Slikt
jafnast á við pólitiskar ofsóknir
á hendur rithöfundum. Ég tel
ekki að rithöfundur eigi að
vinna að hagsmunum sinum á
þann hátt.”
En I hreinskilni sagt: Er þaö
verra aö vera meðlimur i
Alþýðubandalaginu þegar sótt
er um styrk úr launasjóönum?
„Það á ekki að skipta nokkru
máli. Þegar rithöfundar sækja
um styrk, þá er það ósæmilegt
að spyrja um stjórnmála-
skoðanir viökomandi. Starfs-
launin eru veitt viðkomandi rit-
höfundum til ákveðins verkefnis
og það er stjórnaF launsjóösins
aö meta hvort höfundar muni
koma til meö að leysa þau verk-
efni vel af hendi. Lifsskoðanir
rithöfunda koma þar ekki
málinu viö.”
Þegar litiö er yfir yfirlitiö um
úthlutanir launasjóösins kemur
i ljós aö niu efstu menn þar telj-
ast allir á vinstri væng
stjórnmáia og flestir veriö orö-
aöir viö Alþýöubandalagiö meö
einhverjum hætti. Er þetta til-
viljun?
„Hverjir af þessum niu hafa
verið orðaðir við Alþýðubanda-
lagið?'"
Þekkir þú ekki þina flokks-
menn og aöra stuöningsmenn
þins flokks, Alþýöubandalags-
ins?
„Svo mikið veit ég, að enginn
af þessum niu er flokksbundinn i
Alþýðubandalaginu.”
En á vinstri væng?
„Eigum við ekki heldur að
spyrja hvort þessir menn séu
góðir rithöfundar og maklegir
þessara ritlauna vegna
verðleika sinna á ritvellinumí’
En er þaö tilviljun aö rit-
höfundarnir niu, sem minnst
var á, eru allir á vinstri kanti
stjórnmálanna?
„Þetta er erfið og heimspeki-
leg spurning, sem ekki er hægt
að svara i nokkrum linum.”
Nú ert þú formaöur I Rithöf-
undasambandinu og jafnframt
Alþýöubandalagsmaöur. Eru
eöa veröa tengsl þarna á milli,
þá jafnvel i þá veru aö þú klifrir
til áhrifa innan Alþýöubanda-
lagsins og notir stööu þina innan
Rithöfundasambandsins sem
stökkbretti?
„Nei, það er af og frá. Ég
stefni ekki i nein pólitisk um-
svif.”
Rithöfundaferil! þinn hin
siöari ár am.k. hefur aöallega
snúist um barnabækur. Engu aö
siöur kemur þaö framáúthlut-
unarlistanum aö þú hefur alls
nælt þér i 12 mánaöa laun úr
lánasjóönum á meöan verö-
launahöfundar innan þessarar
greinar Armann Kr. Einarsson
og Jenna og Hreiöar standa þér
töluvert aö baki hvaö ritlaun
snertir. Er þaö Alþýðubanda-
lagiö sem hefur fleytt þér
áfram?
„Hvernig á ég að svara
þessu? Ég er núna i launalausu
leyfi frá Háskólanum i 1 ár og er
að vinna að sögulegri skáldsögu
sem gerist á miðri 17. öld. Ég
hef þegar unnið aö þessari sögu
,i 2 ár I minum fristundum og
leyfum. Ég verð væntanlega að
vinna að þessu allt þetta ár og
næsta ár, þótt þá verði ég að
hverfa að minu starfi á nýjan
leik. Ég hef á hinn bóginn
ákveðið að vera ekki að angra
félaga mina i rithöfundasam-
bandinu meö frekari umsóknum
úr launasjóöi nema að aðstæöur
minar breyttust og ég gerði rit-
störf að aöalstarfi. Ég sótti um
starfslaun fyrir þettaár og fékk
laun til sex mánaða. Kannski
heföi einhverjum félögum min-
um liöiö betur ef ég hefði ekki
hlotiö þau.”
Aö lokum. Hvaö heldur þú aö
„mótmælendum” gangi til i
þessari kröfugerö? Eru þetta aö
þinu mati fyrst og fremst, af-
brýöissamir, svekktir og sárir
einstaklingar sem fá útrás fyrir
áöurgreindar hvatir meö þess-
um hætti?
„Ég vil ekki gera þessu fólki
upp skoðanir og ég veit ekki
gjörla forsendurnar að baki
þessum mótmælum. Astæöur
þessa hóps eru eflaust mis-
munandi en verst þykir mér að
mótmælin skuli grundvölluð á
pólitiskum ofsóknum i garð
ákveðinna rithöfunda.”
eftir Guömund Arna Stefánsson