Helgarpósturinn - 04.07.1980, Page 2

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Page 2
2 Föstudagur 4. júií 1980. halrjarpn^h irínn „Ef einhver háttsettur flækist / leiðinda- málstigur kerfiö á brems- urnar — segir Haukur Guð mundsson, fyrrum rannsóknarlögreglumaður sem nú bíður hæsta- réttardóms út af handtökumálinu eftir Guðmund Árna Stefánsson myndir: Einar Gunnar „Ég er I fullu jafnvægi i dag og liöur alveg ágætlega,” segir Haukur Guömundsson rann- sóknarlögreglumaöurinn fyrr- verandi úr Keflavfk i samtali viö Helgarpóstinn. Eins og mörgum er i fersku minni, var Haukur leystur frá störfum sem rann- sóknarlögreglumaöur og einnig dæmdur í 9 mánaöa fangelsi i héraösdómi vegna ólöglegrar handtöku á Guöbjarti heitnum Pálsyni Ieigubifreiöarstjóra I desember 1976. ÖII þessi mál voru mjög um- rædd f fjölmiðlum og manna á meöal á sinum tfma, en eflaust eru flestir farnir aö ryöga í at- buröarásinni I dag, enda langt liöiö á fjóröa ár sföan hin um- deilda handtaka átti sér staö. Þykir þvf rétt aö rifja örlftiö upp kringumstæöur og annaö tengt handtökunni örlagarfku. Gefum Hauki Guömundssyni sjálfum oröiö: „Þaö var alllangur aödragandi aö þvl, aö ég greip til þeirra ör- þrifaráöa aö handtaka Guöbjart Pálsson meö þessum ólögmæta hætti i Vogunum 1976. Þá haföi ég I heil tvö ár, átt I nokkrum úti- stööum viöhiösvokallaöa kerfi og fékk lítiö liösinni hjá opinberum aöilum er ég stóö aö rannsóknum ýmissa sakamála. Þetta kerfisstrlö mitt byrjaöi kannski fyrst fyrir alvöru I kring- um áramótin 1974- 75 þegar ég og fleiri vorum viö rannsókn Geir- finnsmálsins svokallaöa. 1 þeirri rannsókn vildi rfkissaksóknari ekkert af okkur vita og rannsókn okkar, enda þótt viö heföum I tvi- gang fariöfram á þaö viö hann aö hann kvæöi á um framhald rann- sóknarinnar. Ég gagnrýndi þvl rlkissaksóknara og ýmsa aöra innan dómsmálakerfisins varö- - andi þetta sinnuieysi. „Venjuleg mannshvörf” Ég haföi á tilfinningunni aö ýmsir aöilar innan þess kerfis vildu afgreiöa þetta Geirfinns- hvarf á snyrtilegan máta, sem sé þannig aö þar heföi veriö um aö ræöa „venjulegt mannshvarf”. Þannig hefur þaö veriö I gegnum árin, aö allt of lltiö er af þvl gert aö rannsaka mannshvörf meö þaö I huga, aö saknæmt atferli heföi átt sér staö og viökomandi maöur heföi mörgulega horfiö af manna- völdum. Þessi rannsókn okkar á hvarfi Geirfinns Einarssonar braut þessvegna aö mörgu leyfi blaö I rannsóknum þessara mála. Okkur lögreglumönnum hér I Keflavik þótti margt furöulegt viö þaö mál og ýmislegt gefa tilefni til aö ætla aö um sakamál væri aö ræöa. En eins og ég sagöi, þá fann ég fyrir því aö ýmsir vildu ekki gera svo mikiö úr málinu heldur afgreiöa þaö á hraöbergi, sem „venjulegt mannshvarf”. Sllkt hefur aö minu mati veriö gert allt of oft og get ég nefnt um þaö dæmi, sem ég tel þó ekki rétt aö tiunda nákvæmlega af tillitsemi viö aöstandendur hinna horfnu. Ég lít svo á, aö aöstandendur þeirra sem hverfa sporlaust eigi fullan rétt á þvi aö yfirvöld rann- saki hvarfiö og aöra þætti málsins nákvæmlega. Aö grunnrannsókn veröi látin fara fram. A þvi hefur veriö misbrestur. Einar Gunnar ljósmyndari býö- ur nú Hauki slgarettu, en hann af- þakkar og segist aldrei hafa reykt. „Ég tel aö reykingar sam- ræmist ekki starfi rannsóknar- lögreglumanns,” segir hann. „í yfirheyrslum veröa rannsóknar- lögreglumennaö vera sem örugg- astir gagnvart vitnum og þeim grunuöu og keöjureykingar gætu leitt hiö gagnstæöa I ljós.” Haukur heldur slöan áfram frá- sögn sinni og segir að hann og Kristján Pétursson deildarstjóri hjá tollgæslunni á Keflavlkur- flugvelli hafi á árinu 1975 fengiö um þaö upplýsingar vlöa frá, aö ákveönir menn i hæstu stigum þjóöfélagsins heföu staðiö I um- fangsmiklu fjármálamisferli I gegnum árin, m.a. I tengslum viö okurlánastarfsemi. „Viö fengum þessar upplýsing- ar úr ýmsum áttum,” segir Haukur, ,,og allar bar þær aö sama brunni. Viö Kristján hófum þvi umfangsmikla rannsókn á þessum málum öllum, eftir þvl sem tlmi vannst til. Vorum við búnir aö grunnvinna máliö all- rækilega I heilt ár, þegar ég lét til skarar skriöa 6. desember 1976. Þaö komu margir viö sögu I þess- ari frumathugun okkar og ef viö heföum fengiö aö halda áfram meö máliö þá fullyröi ég, aö viö hefðum uppljóstraö um ýmislegt sem komið heföi fólki á óvart. Þessum fjármálamisferlum tengdust ýmir þekktir menn og viö frumathugun var ekki annað aö sjá, en þeir heföu staöiö aö ýmsu misjöfnu, sem varöaöi viö lög. Stórfelld okurlánastarfsemi. Þessi athugun okkar Kristjáns náöi langt aftur i tlmann, allt til ársins 1958 og okkur virtist sem lykilmaöurinn I flestu þessu fjár- málavafstri væri Guöbjartur Pálsson. Þessi athugun okkar var upp á margar vélritaöar blaöslö- ur og þar komu upp tugir nafna, svo þaö voru ýmsir endar sem þurfti aö kanna. Þaö er nú orðinn alllangur timi slöan þetta mál var tekiö úr okkar höndum og siöan þá hef ég ekkert af því frétt. Gæti best trúaö aö rannsóknaraöilar I Reykjavik hafi stungið þvl I einhverja skúff- una hjá sér og læst siöan. Aö minnsta kosti má ætla aö ýmsar sakargiftir séu nú fyrndar, en okurlánastarfsemi fyrnist á tveimur árum. Þaö er alrangt sem ég hef heyrt viöa, aö þessu máli sé sjálfkrafa lokiö þar sem Guöbjartur Pálsson hafi látist á árinu 1977. Þaö var aldrei ætlunin aö elta uppi Guöbjart persónu- lega. Hann var aöeins einn hlekk- urinn af mörgum I þessum fjár- málaumsvifum. Okkur virtist sem hluti af þess- um málum öllum væri á þann veg, aö peningar væru lánaöir til einstaklinga eöa fyrirtækja i formi ávisana. Vextir á þessum lánum voru hvorki meira né Skýrsluna tók: Haukur Guömundsson, rannslm. Vottur: Vfkingur Sveinsson, varöstj. Upplesiö staöfest: Guöbjartur Pálsson. minna en 10% — á mánuöi. Þá sögöu mér ýmsir menn, aö marg- ir fjársterkir aöilar lánuöu þessa peninga, en einnig hitt aö þaö væru raunverulega alltaf sömu peningarnir sem veriö væri aö lána. Hin háu vaxtagjöld heföu leitt til þess aö hægt var aö halda uppi lánastarfseminni og nægt fé væri fyrir hendi. Þegar svona kerfi er fariö aö rúlla, væri fjár- magniö ekki vandamáliö. Ég er ekki I minnsta vafa um það, að heföu mál farið eins og ég haföi ætlaö, þá heföum viö upp- lýst margan ósómann. Þá var það þannig.að þegar Guöbjartur heit- inn var I haldi hjá okkur eftir handtökuna, var hann hinn sam- vinnufúsasti og var alls ekki frá þvi aö skýra frá ýmsu misjöfnu. Hann til aö mynda leyföi okkur aö gang aö skjalaskáp sinum og ýmsum öörum skjölum. Viö kikt- um á þá pappira, og þar var margt skrautlegt og fróölegt aö finna. Mér finnst þaö furöulegt, aö þeir rannsóknaraöilar, sem nú hafa rannsóknina meö höndum* komist ekkert áleiöis meö þær upplýsingar sem viö Kristján höföum safnaöog einnig þau skjöl sem fundust hjá Guöbjarti.” Fyrsta lögregluskýrslan um Guðbjartsmálið Mánudaginn 6. des. 1976 kl. 23.50 er mættur til fyrirtöku á skrif- stofunni Guöbjartur Pálsson, bifreiöastjóri, Bragagötu 38 Reykjavik, f. 2-8-1924 á Stokkseyri. dvalarstaöur Laufásvegur 27 Rvlk., slmi 22962. Mættum er ljóst tilefni fyrirtökunnar, sem er vegna rannsóknar á meintri aöild hans aö meöferð á ótollafgreiddu áfengi og bjór. Skýrir mætti svo frá áminntur um sannsögli: Gætt er ákvæöa 1. mgr. 40 gr. laga nr. 74-1974. „Þaö mun hafa veriö á timabilinu á milli klukkan 16 og 17 I dag aö bifreiöarstjóri frá Hreyfli nr. 29 af stööinni en sá mun heita Einar llk- lega Glslason. Stöövaöi hann þarna ökumann minn Karl Guömundsson, kvaöst hann vera meö stúlkur sem vildu tala viö mig. Þá kom önnur stúlkan I bifreiöina hjá mér og spuröi hvort ég gæti útvegaö sér dali, en hún kvaöst ætla I siglingu næsta laugardag. Áöur haföi hún sótt stúlku I hina leigubifreiðina og greitt bifreiöastjóranum þar ökugjaldiö. Ég sagöi stúlkunni aöég gæti ekki útvegaö henni dali og sagöi henni aö þaö væri helst i Keflavik, sem þeir fengjust. Þá báöu stúlkurnar mig um aö aka sér I Breiöholt, en Karl sem fyrr er nefndur ók bifreiö minni R-584 en ég sat I framsæti viö hliö ökumanns. Viö fórum I Breiðholt aö Dvergabakka. Þar fóru stúlkurnar báöar úr bifreiöinni. Ég vil nú leiörétta aö við stöövuöum fyrst viö næsta Bakka ofan viö Dvergabakka, þar fóru stúlkurnar út. Litlu síöar kom önnur stúlkan og sagöi aö viö værum viö rangan Bakka, þá var bifreiöinni bakkaö aö Dvergabakka, en stúlkan gekk þangaö. En þær fóru báöar um innganga á fjölbýlishúsum þarna og hurfu okkur þar sjónum. Viö biöum I bifreiöinni litla stund, en þá kom önnur stúlkan meö einhverja tösku.sem ökumaöurinn Karl lét I farangursgeymsluna. Ég tók ekkert sérstaklega eftir þessari tösku, en ég fór ekki sjálfur út úr bifreiöinni. Litlu seinna kom hin stúlkan en þá fórum viö áleiöis suöur. Þaö skal hér tekiö fram aö stúlkurnar voru meö betreksrúllur sem þær fóru meö úr bifreiöinni viö Bakka og komu ekki meö aftur. Þær voru aö sýna mér betrek þetta, en þeim kom ekki saman um hvar þær heföu keypt þaö.önnur sagöi aö þær heföu keypt þaö I Litaver, hin sagöi aö þaö heföi veriö keypt I Innréttingabúöinni. A leiöinni I Breiöholt báöu stúlkurnar okkur um aö aka sér til Grinda- vlkur, en viö féllumst á þaö. Ekkert var talaö um greiöslu fyrir akstur þennan. Þegar viö komum frá Breiöholti, nánar Dvergabakka var sem fyrr segir haldiö áleiöis suöur meö viökomu á BP stöö I Breiðholti þar sem viö tókum oliu á bifreiöina. Þegar viö vorum á leiö suöur Reykjanesbraut kom þeim stúlkunum I hug að fara I Voga á Vatnsleysuströnd. Viö fórum þangaö, en þær töluöu um aö hitta þar vinkonu sina. Við ókum aö einhverju húsi þarna eftir fyrirsögn annarrar stúlk- unnar. Þarna fóru þær úr bifreiðinni en báöu okkur um aö biöa. Ég sá stúlkurnar fara I áttina aö húsi þarna á horninu, en veitti þeim ekki frekari athygli. Ég fór þá aö kasta af mér vatni, en Karl sneri bifreiö- inni viö. Viö sáum þessar stúlkur ekki aftur, en viö höföum beöiö þarna litla stund þegar lögreglan kom að okkur. Lögreglan geröi þarna leit I bifreiö minni, en ég var þá sjálfur I lög- reglubifreiöinni, en ökumaöurinn Karl var viöstaddur. Þarna tók lög reglan áöurgreinda tösku sem siöar kom I ljós aö innihélt bjór og áfengi.” Aöspuröurkveöstmætti nú hafa sagt allt satt og rétt um mál þetta. Mætti er nú beöinn um aö lýsa stúlkunum sem hann hefur tilgreint: Segir aö sú sem setiö hafi hægra megin hafi veriö dökkhærö meö gisnar tennur, llklega I ljósum buxum. Hin stúlkan var meö prjónahúfu, en mætti kveöst hafa tekið minna eftir þeirri stúlku. Aöspuröur neitar mætti alfariö aö hafa sjálfur haft til meöferöar greindan varning eöa hafa vitaö um hann. Mætti segir aö stúlkurnar hafi sérstaklega tekiö þaö fram aö I tösk- unni væru föt sem þær ætluðu meö I Grindavlk. Annaö kvaöst mætti ekki háfa um mál þetta aö segja. Skýrslugerö lokiö kl. 00.45.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.