Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 4. júlt 1980. holg^rpÓsturínn 1 r ' 1 f i ■ ' ' i f r f f i ! I I I ,,Má bjófta ykkur púrtvlns- glas?” spurfti Sigmar B. Hauks- son eftir aft vift höfftum komift okkur haganlega fyrir I sófum hans. „Jú, takk”, og gestgjafinn opnafti skáp i stofunni, þreif þar eina af fjölmörgum flöskum og skenkti i litil staup. Hann kvaftst ekki safna vinum að neinu gagni. „Ég hef svolitift gaman af þessu, og safna annaft slagift nokkrum flöskum. En svo koma ölvaftir vinir mfnir úr blaftamannastétt I heimsókn, og þá minnkar safn- ift”. Sigmar settist, sagfti skál, og benti svo á möppu á borðinu. „Þetta eru alltsaman greinar úr blöftum, þar sem ég kem á einhvern hátt vift sögu”. Mappan var býsna stór. „Mest eru þetta dagskrárkynningar af einu og öðru tagi”, sagfti Sigmar og blaft- aði i úrklippunum. „Þessi morgunpóststimi hefur verift mikill umbrotatfmi, og oft höfum vift fengift til okkar menn i beina útsendingu sem siðan eru kvóter- aðir i sfftdegisblöftunum. Hér eru lika greinar um samskipti okkar vift útvarpsráð. Þessar úrklippur eru annars ágæt dagbók. Hérna eru greinar um sælkeramálin. Svo var ég heimsfrægur I Sviþjóft i þrjá mánufti”. Sigmar er kom- inn yfir f sænskar úrklippur. „Hérna er ég i eskimóabúningi”, sagfti hann. „Hetjan sjálf”, og glotti. „Þarna var ég aft vinna aft kvikmynd fyrir sænska sjónvarp- ift, rétt vift Angmaksalfk. Vift lent- um i miklum svaftilförum vift töku þeirrar kvikmyndar. Eina nóttina vaknafti ég vift aft óargadýr var farift aft éta á mér hausinn. Ég var inni tjaldi, en dýrið fyrir utan, og aft éta sig f gegn. Ég og tækni- mafturinn urftum skelfingu lostn- ir, og töldum vfst aft þarna væri á ferftinni bjarndýr efta úlfur. Þaft eina i tjaldinu sem hugsanlega var hægt að nota fyrir vopn var veiftistöng, og tæknimaðurinn, sem reyndar var úr úrvalssveit sænskra fjallgönguhermanna, herti upp hugann og fór út, vopn- Sipar B. Hauksson aftur stönginni. Þá kom i ljós að þetta var bara hundur. Hann hafði fundift iykt af harftfiski sem við höfðum meft okkur, og var að reyna aft komast i hann”. Sigmar hélt áfram aft blafta i möppunni. „Ég lék dálftift fyrir sænska sjónvarpið”, sagfti hann, „og hér er ég kallaftur Ed Sulli- van Vatnajökuls”. „Hér er svo heilmikift um þátt sem ég var meft fyrir um tveimur árum, og hét Fjaðrafok. Þaft var svona þáttur sem menn annaft hvort hötuftu eða elskuðu. Haturs- menn þáttarins skrifuftu mjög gjarnan skammargreinar I blöð- in. Almennt virtist hann fara 1 taugarnar á þjóftinni. Ein kona taldi til dæmis, eftir aft hafa hlýtt á þáttinn aft tslendingar væru ekki fyndin þjóft. Þátturinn var lika vægast sagt nokkuft orginal. Mottó hans var til dæmis: Sum- um er svo illa við þennan þátt aft þeir hiusta alltaf á hann. Svona var þetta mikift flipp. Hér skrifar önnur kona: Ef Sigmar heldur aft hann sé fyndinn, er þaft misskiln- ingur”. Sigmar brosir kankvis- lega. Þessi úrklippumappa er ekki sú eina á heimiiinu. Sigmar á aftra, og i henni er allt sem hann hefur rekist á I islensku pressunni um Sviahatur. „Þaft hefur mér alltaf fundist furðuleg árátta — að hata Svia. Ég hef ekki getaft skilift þaft”. vondur mðnuoum saman Þegar Sigmar hafði lagt möpp- urnar frá sér og fengift sér slurk af portvininu, spurði ég um mis- skilninginn sem konan minntist á i lesendabréfinu. Hvort hann teldi sjálfan sig fyndinn. „Ég veit þaft ekki. Ég er ekki fyndinn fyrir mina nánustu. Ég er mikill eiginhagsmunaseggur, og get verift slæmur viöureignar aft þvi leyti. En ef ég er I skemmti- legum hóp, innan um fyndift fólk, þá get ég kannski reytt af mér fyndni. En svona i návigi er ég ekkert skemmtilegur. Minn mesti veikleiki er lang- rækni. Eftir minniháttar rifrildi get ég verift vondur mánuftum saman. Þaft er mjög slæmt. Eflaust hefur mikift aft segja f þvi sambandi, aft þessi fjölmiftla- bransi er stressandi, og Morgunpóstinum fylgir mikift álag. Vinnudagurinn er langur, og þaft er varla fyrir fjölskyldu- menn aft standa I þessu. Reyndar alls ekki. Þeir eru meö svipaö prógram f Sviþjóft, og þar eru þeir sex, aft gera þaft sem vift gerum tveir. Ég hef alla tfö verift ósammála stjórn útvarpsins, og held þvi fram aft útvarpsráö hafi lamandi áhrif á starfsemi þess. Þaft er of auövelt aft skella skuldinni á sjálfa stjórnendurna, útvarps- stjóra^ dagskrárstjóra og framkvæmdastjóra, þvl þeirra starf er gert erfitt meft skilnings- leysi stjórnvalda og fjársvelti. Ég get ekki skilift þaft öftruvisi en tvær siftastliftnar rfkisstjórnir stefni beinlfnis aft þvf aö hér verfti frjálst útvarp, eins og þær hafa dregift úr mætti rfkisútvarpsins. Stjðrnendur útvarpsins hafa talaft um starfsfólkift og þessa stofnun sem einskonar þrýstihóp, en viö megum vera frdmunalega djöfull lélegur þrýstihópur — ennþá i leiguhúsnæöi eftir 50 ár. Deila okkar Morgunpósts- manna vift fréttastofuna er allt annars eftlis og mjög leiftinleg. Hún stafar meftalannars af þessu vandræftaástandi f stjórnim út- varpsins. Manni viröist stundum aö ákveftnir útvarpsráftsmenn séu beinlfnis fjandsamlegir starfs- fólki útvarpsins. Og hvaft gagnar þaft rfkisútvarpinu sem stofnun aft fulltrúar hinna pólitisku flokka hafi eftirlit meft dagskránni? Þaft er frekar útvarpift sem á aft hafa eftirlit meft þessum sömu fulltrúum. En útvarpift er ódýrasti menningarmiftill semvift eigum völ á, og þvi ættu allir aft geta haft gagn og ánægju af. Um þetta held ég aft allir geti verift sammála. Annars er vist nóg búift aft tala um útvarpift. Morgunpósturinn er toppurinn á minu starfi i fjölmiftlum.Viö höf' um talaft vift um 1500 manns i þáttunum, og afteins i örfá skipti verift neitaft um vifttal. Björn Bjarnason neitafti einhverntima, og Þorsteinn Sæmundsson, og einhverjir fleiri. En þeir hafa eflaust haft sfnar ástæftur fyrir þvi”. Meoalgrelnd, ehhí meira — Sigmar skrifar um mat og vfn f blöftin. Ég spyr hvort hann sé nautnaseggur. „Já, eiginlega er ég þaft nú. Og ég er smáborgari. Ég er nú ekki á hærra plani, þaft vifturkenni ég fúslega. Sömuleiöis er ég ekki ýkja vel gefinn maftur. Hef. sennilega meftalgreind, en ekki meira. Þaft háir mér náttúrulega, þegar ég hitti svona mikift af af- skapiega greindu fólki sem býr hér allt i kringum mig. Ég tilheyri þeirri kynslóft sem er fædd og uppalin f Reykjavík eftir strift, fór svo út og kom heim mikill spámaftur. En nú tek ég mig ekki eins alvarlega og finnst ég þvi heimskariþvf eldri sem ég verft. Þvi meiri reynsla þvi minna veit ég. Ég er lika orftinn kærulausari. Þaft þýftir ekkert annaft. Annars áttu á hættu aft fá of háan blóftþrýsting, magasár, efta lenda á þingi. Ekkert af þessu er gott. Hinsvegar er ég kaþólikki. Ég kynntist eitt sinn manni, Hallvard Rieben-Mohn, sem er Norftmaftur og yfirmaftur dóminikanaregl- unnar þar i landi. Hann er blafta- maöur fyrir utan aö vera kaþólskur prestur, og hefur gert gófta hluti sem siikur. Hann varft fyrstur til aft vekja áhuga minn á kaþólskunm, þegar hann hélt námskeift i Svfþjóft um siftgæfti fjölmiftlanna. Þaft var útfrá þvl sem ég tók ástfóstri vift hana. Kaþólskir prestar eru skemmtilegir menn upp til hópa, og á lrlandi eru þeir einstakir, og til um þá óhemja af bröndurum, Einn þeirra sagfti mér einu sinni gófta sögu um kollega sinn i litlu byggftarlagi. Hann haffti fyrir sift aft mæla ræftutfma sinn meft timaglasi, meft sandi i. Svo einn sunnudaginn lá honum óvenju mikift á hjarta og hann var ekki búinn, þegar allur sandurinn var kominn niftur. Þá sagfti hann, um leift og hann sneri glasinu vift: Ef ég þekki ykkur rétt, þá þolifti eitt glas I viftbót! Þetta er kaþólskan I hnotskurn. Léttleiki og lffsglefti. Hérna á íslandi taka allir sig svo djöfull alvarlega. Fólk er skelfingu lost- ift, og eins og þaft sé meft öll SJONARHORN „Sigmar er ágætur aft vinna meft”, sagfti Þórir Steingrims- son, tæknimaöur útvarpsins. „Ég þekki hann svotil eingöngu i gegnum vinnuna, enda höfum vift starfaft saman nokkuft lengi. Þaft er gott aft vinna meft honum, hann kann aft skipu- leggja hluti, og yfirleitt ganga hlutirnir vel fyrir sig. Hann veit lika nokkuft vel hvaft hann vill, og veit hvaö hann er aft gera, en þaft er nokkuft sem oft er ábótavant I sambandi vift útvarpsvinnu”, sagöi Þórir Steingrimsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.