Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 15
15 hé/garposturinrLfösfudagur27. júnr i98o HJOLHYSI Mest notud sem Hlynur, Linda, Kristln og Kristin Ósk um borð i skýjaborginni. SIGLINGAR Á SKÝJABORG UM KÓPAVOGINN „Starfsemi félagsins hefur heldur verið á niðurleið, enda eru menn farnir aö ferðast minna með hjélhýsin en I byrjun,” sagði Gisli Erlendsson, formaöur Félags hjólhýsaeigenda... Félagið var stofnað 1973, en það ár var mikip flutt inn af hjól- hýsum. Þá var mikil þörf á aö vinna að tryggingamálum og geymslumálum fyrir eigendur hiisanna, en nú eru þau mál komin I gott lag. Fyrstu árin fór fólk mikið með hUsin um allt land, sérstaklega fyrst eftir opnum hringvegarins. Þróunin hefur hins vegar orðið sú, að hUsvögnunum er í vaxandi mæli komið fyrir á ákveðnum stöðum, þar sem þeir slðan standa allt sumarið. Helstu stað- imir eru Þingvellir, HUsafell og Laugarvatn, en auk þess hafa margir hjólhýsaeigendur keypt sér sumarbUstaðalóðir og komið vögnunum fyrir þar. „Ég hef trU á þvl að áhuginn fyrir félaginu muni áukast á ný, þegar menn fara meira milli landa með húsvagnana,” sagði GIsli. „Við erum I alþjóðlegum samtökum og gefum út Camping- kort fyrir þá, sem fara utan með vagnana. Til þess að komast að á sæmilegum stöðum, þurfa menn að sýna skilriki fyrir þvl að þeir séu I svona klúbbi.” GIsli hefur átt hjólhýsi slðan 1973 og kvaöst hann hafa haft mikla ánægju af þvl. „Ég hef verið velflestar helgar I húsinu, enda er glimrandi aðstaða I þvl,” sagði hann. „Ég „Þetta er skemmtilegasta Iþróttin,” sögðu þeir Viðar Hali- dórsson og Guðjón Kristinsson, ungir knattspyrnuáhugamenn, sem við hittum á KR-veliinum á dögunum. Þeir eru þar I knatt- spymuskóla, sem félagið rekur I sumar, en mörg kanttspyrnufé- laganna I Reykjavfk halda sér- stök námskeið i Iþróttinni fyrir ungar og væntanlega upprenn- andi stjörnur. Þeir Viðar og Guðjón kváðust spiia fótboita I öllum sinum frf- hef ferðast þó nokkuð með húsið, en slðustu árin hef ég aðllega verið meö þaö á tveimur dvalar- stöðum yfir sumariö. Þó hef ég alltaf farið eina ferð með það á sumri. Hjólhýsin þola nokkuð vel malarvegina hérna. Það er helst rokið, sem gerir erfitt fyrir. En þegar hvessir er bara að stoppa og bíða á meðan það gengur yfir,. Það bar svolttið á þvl fyrst, að hjólhýsin vildu velta um koll á stæðum, en það er hægt að fá góðar festingar fyrir þau og fólk ætti ekki að skilja þau eftir nema festa þau vel niður.” Siðustu árin hafa aðeins örfá hUs verið flutt inn. Þau lentu I hæsta flokki vörugjalds og hækkuðu þá mikið I verði. Hins vegarhafa ekki reynst vandkvæði á að selja þau innanlands. Gisli Erlendsson hefur ótt hjól- hýsi I 7 ár og likað vel. stundum og I sumar ætla þeir að æfa af kappi. „Við erum núna á fyrsta nám- skeiðinu, en ætlum báðir að halda áfram,” sögðu þeir. „Við lærum að drepa boltann vel, taka rétt innköst og spila saman.” Fótbolti .er aðaláhugamálið hjá þeim báðum og sögðust þeir stefna að því að komast I meist- araflokk, þegar fram llöa stundir. Þegar þeir eru ekki sjálfir að spila fótbolta, horfa þeir á Iþróttaþættina í sjónvarpinu, sér- Það var fallegt veður og lygnt i Kópavoginum, þegar blaöamaöur og ljósmyndari HP þáðu boö hjónanna Hlyns Ingimarssonar og Kristinar Magúsdóttur um siglingu á voginum. Kristin Ósk, dóttir þeirra sótti okkur i land á örlitlum gúmmfbát, þvi aðstaðan þarna leyfir ekki að stærri bátum sé lagt að iandi. „Við höfum aðeins bráða- staklega ensku knattspyrnuna. „Aðaldraumurinn er aö veröa atvinnumenn I fótbolta,” sögðu þeir. Það vakti athygli okkar, aö þessir miklu KR-ingar voru ekki I einkennispeysu slns félags. „Við eigum helst ekki að vera I KR-peysum á æfingunum. Það gæti komiö gat á þær I mölinni,” sögðu þeir. Viöar og Guðjón eru aöeins 10 ára gamlir, en hafa þegar náð talsverðri leikni með fótboltann. birgöaaöstööu hérna, þvi það hef- ur engin ákvörðun fengist um framtiöarsetur þessarar Iþróttar hér,” sagði Hlynur, þegar viö komum um borð i Skýjaborgina, segiskútuna sem þau hjónin eiga með tveim öðrum. Þau eru félagar I Siglingafélag- inu Ými, sem i bili hefur aðsetur við áhaldahús Kópavogsbæjar. Hlynur sagði, að félagiö heföi far- iö hraustlega af stað i vor og byggt sér flotbryggju, en þá er vandinn hvar á að ieggja henni. Og þar til félagið hefur fengið fast aðsetur fást engir styrkir til starfseminnar. Fóru 500 milur Hlynur og Kristln hafa átt Skýjaborgina I þrjú ár. „Okkur var boðið um borð eina kvöldstund með Rúnari Steinsen og hann sá um að bakterian fest- ist I okkur,” sagði Hlynur. Aöur kváðust þau hafa veriö með mótorbátadellu. Hlynur smlðaði sér bát, sem hann haföi sjálfur gert mót aö. En þau eru mjög ánægð með að hafa skipt yf- ir I seglin. „Það er ekkert span I þessu, læti né hávaði, og svo er maður alltaf að læra eitthvaö nýtt. Þaö er það besta.” I fyrrasumar fóru eigendur Skýjaborgarinnar I siglingu vest- ur á firði og sigldu þá alls 500 mllur I besta veðri. I sumar er ætlunin aö fara á Hornstrandir og seinna er draumurinn að sigla yf- ir hafiö til Færeyja. En til þess þarf fullkomnari talstöð og lifbát og þetta tvennt kostar núna á aðra miljón króna. Dæturnar tvær, Kristln Ósk og Linda fara eins oft með I siglingarnar og þær geta, enda segjast þær hafa jafnmikla ánægju af sportinu og fulloröna fólkið. Þær hafa þegar lært öll mikilvægustu handtökin við segl- in og taka fullan þátt I starfinu um borð. „Kynslóöabilið er ekki til I þessu sporti,” sagöi Kristin. „Það er mikið af ágætis fólki I klúbbn- um okkar, á öllum aldri og sér- lega góður félagsandi.” Pungapróf og stjörnufræði Hlynur er vélstjóri að mennt og tveir aðrir eigendur skútunnar eru sömuleiðis vélstjórar. Þó er engin vél I bátnum. Kristin sagði okkur að I vetur hefðu þau hjónin farið I Sjómannaskólann og sótt þar námskeið I siglingum og stjörnufræði og hefðu þau tekið svokallaö pungapróf við skólann. „Það er aldrei hægt aö læra nóg um þetta,” sögðu þau. Siginga- blöðin eru I bunkum I svefnher- berginu og maöur sofnar út frá þessu á hverju kvöldi.” Og óneitanlega er skemmtilegt aö bruna yfir hafflötinn án hávaða eða mengunar. Seglin þurfa ekki nema örlltinn andvara til aö knýja bátinn áfram. Ef ein- hverjumþykir hægt ganga Ilengri siglingum, sagöi Hlynur aö auð- velt væri að grlpa til söngsins. Það mun vera mikið sungið um borð I Skýjaborginni. Gengið frá seglunum að siglingu lokinni. Myndir: Einar Gunnar KNATTSPYRNA FARA I SKÓLA í SUMARFRÍINU lætur siðan tvistinn. Þegar ég hefi tekiö alla tiglana á ég þessi spil: S. K107 H. K102 T. --- L.----- S. D9 H. A83 T. --- L. G Hvorugur andstæöinganna kastaði laufi. Þaö styrkir kenn- inguna að þau hafi legiö 5-3. Vestur á þá eftir lauf og þá ann- aöhvort þrjú hjörtu, eða tvö hjörtu og einn spaða. Eigi hann siöarnefndu spilin er ég varnar- laus, nema þá að hann eigi drottningu og gosa blönk. En grun hefi ég um að gosinn hafi verið hans síðasti spaði. Þvl hugsa ég að I upphafi hafi hann átt drottningu gosa fjórða I hjarta. Sé þetta rétt hjá mér er spiliö I höfn. Ég spila laufa gosanum og vestur tekur á drottninguna og spilar tveim laufum. Ég kasta öllum spöðum I þeirri vissu að kenning mln sé rétt. 1 blindum er hjarta K-10-2 og sjálfur á ég A-8-3. Og eins og ég vonaði kom ekki spaði frá vestri. Hann lét hjarta sexið. Þá er spurningin um hvort sexinu sé spilað frá D-9-6, eöa frá D-G- 6. Ég geng út frá þvl síöar nefnda. Hefði hann átt D-9 fjórðu eða G-9 fjórða gat hann sparað einn spaða og kastað aftur hjarta. Þegar ég læt tluna úr borði fæ ég hana og spilið er unnið. öll spilin voru þannig: S. K10743 H. K102 T. DG5 L. K3 S. A852 H. 974 T. 863 L. A65 S. D9 H. A83 T. AK1094 L. G97 Þú sérö, lesandi góður, hve nauðsynlegt er að snúa sér strax að langa litnum. Margir átta sig ekki á þessu og segja sem svo, að þetta sé tilgangslaust, þvi þvingun sé vonlaus nema að vestur eigi öll lauf og öll hjörtu ásamt spaða ás og þvl best aö reyna að næla sér I spaöaslag meö þvi að spila frá blindum. Þið hafið sjálfeagt tekiö eftir þvl aö vestur var I kllpu úr þvl að hann átti ekki spaða ásinn. Löng reynsla kennir manni, 'aö andstæðingarnir kasta oft frá löngum lit, já meira að segja frá löngum hættulegum lit. Þessvegna, meðal annars, er sjálfsagt aö taka á langa litinn sem fyrst. Hér kemur svo spil sem þið ættuö að reyna við. S. AKDG10 H. 95 T. 432 L. G102 S. 9865 S. 7432 H. 2 H. KDG1087 T. 987 T. 5 L. K9765 L. 83 S---- H. A643 T. AKDG106 L. AD4 Noröur opnaði á einum spaöa á sín lélegu spil. Austur sagði tvöhjörtu. Suöur, meö sin ágætu spil var ekki lengi með hjálp Blackwood (ása og kónga- spurningar) að komast I sex tígla. tJtspil hjarta tvistur. Hvernig vinnum við spiliö? Kvikmyndaleikarinn frægi, Omar Sharif, er mjög kunnur bridge-spilari. 1 öllum þeim mótum sem hann tekur þátt I, flykkist veika kyniö I kringum hann og vikur ekki frá honum á meöan á spilamennskunni stendur. Það var eitt sinn að hinn kunni danski spilari Hans Werge tók þátt I stóru móti I Frakklandi. Þar var Omar Sharif meðal þátttakenda. Makker hans var eldri maöur, mjög vel I hold kominn. Þegar að því kom aö Werge átti aö spila við Sharif, tróö hann sér framhjá mörgum röðum af fögrum konum. Þegar hann loks komst að spilaboröinu bauð hann gott kvöld og kastaði fram spurningunni: „Segið mér herr- ar mtnir, hvor ykkar er Omar Sharif?”. Olyginn sagði mér, að spurningin hefði vakið mildnn hlátur. Lausn á spilaþrautinni. Tekið á hjarta ás. Siðan ás og kóngur I tigli. Þá kemur I ljós að vestur á tlgulinn sem eftir er. Við spilum tigul sexinu og setj- um vestur inn. Sama hvað vestur lætur út, viö eigum afganginn. — Mjög einfalt. — S. G6 H. DG65 T. 72 L. D10842

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.