Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 24
helgarpósturinn # 1 kosningasjónvarpinu aöfaranótt sl. mánudags þar sem rætt var viB kosningastjóra frambjóöendanna fjögurra, haföi hinn eldhressi kosningastjóri Vigdisar Finnbogadóttur, Svan- hildur Halldórsdóttir orö á þvi aö bráöum yröi haldin merkiieg veisla á Bessastööum, sem hiin skjíröi þó ekki nánar. Viö höfum hins vegar haft fréttir af þvi hvaöa veisla þetta veröur. Þaö er nefnilega staöreynd aö þegar for- setaframbjóöendurnir hittust saman allir fjórir, fór prýöilega á meö þeim, þrátt fyrir aö baráttan væri hörö. Og þegar þeir hittust siöast i sjónvarpinu sl. föstudag til aö flytja ávörp sln til þjóöar- innar, strengdu þeir þess allir heit aö hver þeirra sem hreppti Bessastaöi, skyldi láta þaö veröa eitt af sfnum fyrstu verkum I embætti aö bjóöa mótframbjóö- endum sinum til veislu aö Bessa- stööum. Og nú er ljóst aö þaö kemur I hlut Vigdisar aö veröa gestgjafinn — og þá geta væntanlega mótframbjóöend- urnir og konur þeirra dæmt meö eigin augum hvernig henni farnast I hlutverkum hósbóndans og hiísmóöurinnar I senn... # Og af þvi aö viö erum aö tala um forsetakosningarnar þá eru margir aö velta fyrir sér um þessar mundir hvaö Albert G uö mundsson hyggist fyrir og þá einkum I þvi ljósi aö sem stjórn- málamaöur megi hann una vel viö þaö fylgi sem hann hlaut I for- setakosningunum. Um skeiö hefur veriö um þaö rætt aö Albert heföi allt eins mikinn áhuga á ‘sendiherrastarfinu I Paris og for- setaembættinu en nú er sú saga komin á kreik aö Albert sé farinn aö sýna áhuga á borgarstjóraem- bættinu I Reykjavik nái sjálf- stæöisflokkurinn þar aftur tök- unum... #Menn hafa mikiö velt vöngum yfir úrslitum forsetakosninganna og nú er jafnvel svo komiö aö menn eru farnir aö draga tákn- rænar ályktanir af atkvæöa- tölum. Menn sem eru vanir aö lesa tölur út úr tölvuútskrift eru t.d. ekki f neinum vafa um hvaö atkvæöamunurinn á þeim Vigdisi og Guölaugi Þorvaldsyni táknaöi. Föstudagur 4. júlí 1980. Þeir benda á aö þessi munur hafi veriö 1906 atkvæöi og samkvæmt tölvuútskrift þýöir þaö 19/6 og eins og allir vita er 19. júni kven- réttindadagurinn... # Ýmis fyrirtæki kvarta mjög undan launaháum starfsmönnum sinum og segja launagreiöslurnar þungan bagga aö bera. En þaö getur llka kostaö sitthvaö, þaö eitt aö ráöa starfsfólk. Eitt blla- umboö hér I borginni hugöist ráöa yfirmann I söludeild ekki alls fyrir löngu. Þetta átti auövitaö aö vera úrvalsmaöur og allt þaö og þess vegna var fyrirtæki hér I borginni sem sér um ráöningar- þjónustu fengiö verkefniö I hendur. Nú, ráöningarþjónustan lét hendur standa fram úr ermum og auglýsti og umsóknirnar streymdu inn. Þá þurfti aö fara nákvæmlega I gegnum hverja umsókn og rannsaka hvern umsækjanda niöur i kjölinn. Eftir miklar og timafrekar athuganir var slöan mælt meö einum umsækjandanum og mun fyrir- tækiö hafa ráöiö þann — eflaust á þokkalegustu mánaðarlaunum. Þau mánaöarlaun hafa þó eflaust aöeins veriö brot af þvi sem kost- aöi aö finna þennan ágætis mann og ráða hann. Reikningurinn frá ráöningarþjónustu nni vegna þessa eina starfs, hljóöaöi nefni- lega upp á litlar 3 milljónir króna... # Haukur Hjaltason og Pétur Sveinbjarnarson hinir nýju eig- endur Asks. færa slfellt út kvl- arnar. Þeir hafa opnað hamborg- arastaö uppi I Breiöholti og gera einnig út sérstakan hamborgara- bll sem ferðast vitt og breitt um borgina. Það þarf auövitaö mikiö af góöu nautakjöti I alla ham- borgarana og steikurnar og þaö hefur heyrst af þvi, aö þeir félag- ar — Haukur og Pétur — hugleiöi nú alvarlega aö festa kaup á jörö einni á Snæfellsnesi og rækta þar úrvals nautgripi og tryggja þann- ig aö þeir hafi nóg af kjötinu... # Allaballarnir eru viöa aö reyna aö koma ár sinni fyrir borö. Nú mun t.d. liggja fyrir aö Jón Sigurösson forstóri Þjóöhags- stofnunar lætur þar af störfum og tekur viö starfi hjá Alþjóöa bank- anum. Er sagt aö þeir Alþýöu- bandalagsmenn sæki þaö mjög - fast aö þeir fái forstjórastarfiö viö Þjóöhagsstofnun og meöal þeirra sem einkum eru nefndir sem vænlegir forstjórar úr þeirra rööum er Þröstur Olafsson, núverandi aöstoöarmaöur fjár- málaráöherra. Þaö er hins vegar Gunnar Thoroddsen forsætisráö- herra sjálfur sem veitir stööuna og vegir hans þykja óútreiknan- legir... söhimet, fleiri litir Góðir litir gleðja augað. Falleg áferð og frábær ending Hrauns, húsamálningarinnar frá Málningu h.f., hefur stuðlað að vinsældum hennar. Enda margfaldaðist saian á s.l. ári. Hraun hefur sýnt og sannað fram- úrskarandi eiginleika; — við höf- um dæmi um rúmlega 10 ára end- ingu. Hraun er sendin akrýlplast- málning, sem sparar vinnu: Betri ending og færri umferðir. Ein um- ferð af Hrauni jafngildir þrem um- ferðum af venjulegri plastmáln- ingu. Nú bjóðum við ennþá meira litaúr- val í Hrauni en áður. Lítið á lita- kortið og fáið allar upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. HRAUN SENDIN AKRÝLPLASTMÁLNING málninghlf # Þær geta oft veriö bráö- skemmtilegar uppákomurnar I blööunum. Vlsir birti á mánudag mynd frá kosningaskrifstofunum, m.a. frá kosningaskrifstofu Al- berts þar sem Indriöi G. Þor- steinsson kosningastjóri sást á tali viö mann sem sagöur var vera Guðmundur Þ. Jónsson borgarfulltrúi Alþýöubanda- lagsins og formaöur Landssam- bands iönverkafólks. Þaö hefur greinilega verið uppi fótur og fit I herbúöum komma, þvl aö Guö- mundur sá sig tilneyddan að birta yfirlýsingu I Þjóöviljanum á miö- vikudaginn var, þar sem hann lýsti því yfir aö hann væri alls ekki á myndinni, þótt hann gæti ekki neitaö þvl aö um alnafna hans eða tvlfara kynni aö vera aö ræöa. Helgarpósturinn getur huggaö Guömund meö því aö staðfesta yfirlýsingu hans. VIsis- myndin var nefnilega alls ekki tekin á kosningaskrifstofu Al- berts heldur I fordyri sjón- varpsins sjálfa kosninganóttina og það er Helgi H. Jónsson frétta- maöur útvarpsins sem er þarna á tali viö Indriöa G. Guðmundur hefur þvl ekki svikiö lit.. ÞAÐ ERFIÐASTA VIÐ KÓPAL MÁLNINGUNA ER SENNILEGA VALIÐ Á LITUNUM! Það hefur verið sannreynt, að Kópal, — innimálningin frá Málningu h.f., getur gjörbreytt útliti heimilisins með nokkrum lítrum af nýjum lit. Kópal er létt málning, sem þekur vel. Þess vegna er það tiltölulega lítið verk að hressa upp á ibúðina með stuttum fyrirvara. Litavalið getur samt staðið i sumum. Það er nú einu sinni svo, að þegar litaúrvalið er mikið, getur það tekið tima að velja réttan lit. Þess vegna höfum við Kópal litakortið á reiðum höndum þegar þú kemur að velja. o

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.