Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 04.07.1980, Blaðsíða 17
17 ^JielgarpósturinrL. Föstudagur 4. júlí 1980. Aðstandendur „punktsins” gera grein fyrir töku myndarinnar f Hagaskóla Igær. Punktur, punktur, komma, strik: Samkomulag við leikara Sænskur kvikmynda- framleiðandi í heimsókn Samkomulag hefur náðst milli aöstandenda kvikmy ndarinnar Punktur, punktur, komma, strik um greiöslur til leikara fyrir þeirra þátt I myndinni, en eins og kunnugt er hafa Félag Islenskra leikara og Félag kvikmyndagerö- armanna ekki komiö sér saman um launataxta sem fara á eftir I sambandi viö kvikmyndaleik. Aö sögn Þorsteins Jónassonar leikstjdra Punktsins felur þetta samkomulag i sér, að greiðslur tilleikara veröa samkvæmt vænt- anlegum samningum milli félag- anna. Verði. slikt samkomulag hins vegar ekki til á frumsýning- ardegi myndarinnar, hefur verið ákveðið til þess að tryggja leikur- um laun, að þeir skuli fá greitt samkvæmt þeim einhliða launa- taxta sem þeir hafa sett fram, að þvi undanskildu, aö höfundar myndarinnar hafa allan rétt af myndinni nema sjónvarpsrétt i islenska sjónvarpinu. I þessu samkomulagi er ekki fólgin nein afstaða til samningsuppkasts leikara. Þorsteinn var spurður að þvi hvort hann teldi að þetta sam- komulag ætti eftir að hafa áhrif á væntanlega samningsgerð milli félaganna. Hann sagðist vona það, þetta sýndi að það væri ekki nein heift rikjandi milli þeirra heldur einhvers konar sambandsleysi. Það þyrfti að ræöa þessi mál i viðu samhengi og þá yrðu fundnar lausnir á þeim. Þorsteinn sagði, að það þyrfti að leysa þessi mál i rólegheitun- um og þá sem allra fyrst. Þaö þyrfti að ná samkomulagi um að hvorugt félagið réöi hvaö menn gera i hinu félaginu, að beggja vegna sé borin virðing fyrir hin- um aöilanum, aö kvikmynda- geröarmenn meti vinnu leikara og öfugt. Gisli Alfreösson, formaður Félags islenskra leikara tók undir það með Þorsteini, að þetta sam- komulag ættieftir að hafa áhrif á væntanlega samninga milli félag- anna, og þá jákvæö áhrif á þann hátt að það liðkaði fyrir samning- um. Þarna væri fyrirtæki sem væri búið að fara ofan í saumana á þessum drögum leikaranna og hefði það komist að þvi að hægt væri að vinna eftir þvi með smá breytingum. Gisli taldi kaupkröfur leikar- anna mjög sanngjarnar, og væru þær töluvert lægri en fyrir leik i sjónvarpinu. Sagði hann að þetta væri þeirra framlag til listgreinar sem væri i burðarliðunum. Félag kvikmyndagerðarmanna hefur komið á fót samninganefnd og má þvi búast við aö samninga- viðræður fari i gang á næstunni. Sænski kvikmyndageröar- maöurinn og framleiöandinn Bo J ohnson er væntaniegur hingaö til lands innan skamms til viö- ræöna viö Hrafn Gunnlaugsson og aöra aöstandendur kvikmyndar- innar Óöal feöranna. 1 samtali við Helgarpóstinn sagöi Hrafn Gunnlaugsson aö þegar Bo Johnson hafi séð lokaeintak af myndinni úti i Sviþjóö, hafi hann fyllst svo mikl- um áhuga á útkomunni úr mynd- inni, aö hann hafi ákveöiö aö tak- ast á hendur sérstaka ferö hingaö til fslands til þess að kynna sér hvernig myndin heföi orðiö til praktiskt og spá I þá sem gerðu hana meö þaö I huga að hvetja þá til aö gera eitthvað stærra og meira. Hrafn var spuröur hvort Bo Johnson kæmi til meö aö fram- leiöa mynd, sem Hrafn leikstýrði. „Þaö fer eftir þvi hvernig okkur semur”, sagöi hann. „Það fer eftir þvi hvort ég hef áhuga á aö starfa meö honum og hvort hann hefur áhuga á að starfa meö mér. Þaö er alveg gagnkvæmt hvort maöur vill fá þennan aöila inn eða ekki.” Bo Johnson hefur mikla reynslu sem framleiöandi kvik- mynda og má nefna aö hann hefur framleitt myndir fyrir Ingmar Bergman, Bo Widerberg, ásamt þvi aö vera meöframleiðandi á tveim myndum eftir Roman Polanski. íslenskar bókmenntir í Þýskalandi Bókmenntarannsóknarstofnun I V-Þyskalandi gengst dagana 8—12. jiíll fyrir viöamikilli kynn- ingu á Islenskum nútlmabók- menntum I Berlfn og I kjölfar þeirrar kynningar veröur kynn- ing á islenskum kvikmyndum sem byggöar eru á bókmennta- verkum. I tilefni af þessari kynningu hefur fimm islenskum rithöfund- um verið boðiö til Þýskalands, þeim Matthiasi Johannesen, Thor Vilhjálmssyni, Ninu Björk Arnadóttur, Steinunni Siguröar- dóttur og Hrafni Gunnlaugssyni og veröur lesið úr verkum þeirra. Kynning þessi mun vera skipu- lögö af Sigurði A. Magnússyni, sem dvalist hefur i Þýskalandi nú um nokkurt skeiö en auk hans kemur við sögu á kynningunni Rolf Hadrich, sá er kvikmyndaði Brekfcukotsannál og Paradisar- heimt Laxness. Fyrri myndin veröur þarna sýnd, svo og Lilja eftir Hrafn Gunnlaugsson, sem byggö er á smásögu Laxness. Bakhlið stríðsins Jon Voight, Jane Fonda og Bruce Dern I myndinni Heimkoman. Tónabíó: Heimkoman (Coming Home). Bandarlsk. Argerö 1978. Leikstjóri Hal Ashby. Handr.: Waldo Saltofl. 1 aöalhlutverkum: Jane Fonda, Jon Voight og Bruce Dern. Heimkoman er- um margt athyglisverö mynd. 1 henni var hvaö fyrst tekiö á Vietnam- strlöinu af bandarlska kvik- myndaiönaöum, eins og þaö var i raun og veru. Þetta gerist þó án þess að striðið sjálft komi nokkru sinni beinlinis við sögu. I allri myndinni er ekki eitt ein- asta atriöi frá striðinu sjálfu. Hér er fremur staldrað viö bak sviö strlðsins heima i Banda- rikjunum og áhrif þess þar á daglegt lif. Myndin á aö gerast skömmu fyrir 1970, þegar striðsrekstur- inn og jafnframt andstaðan viö hann er aö komast I hámark vestan hafs. Þetta tímabil er I myndinni fyrst og fremst undir- strikaö f dægurtónlistinni sem heyrist i bakgrunninum mynd- ina til enda. En eins og fram kemur I upphafi myndarinnar eru gamlar hugsjónir i háveg- um hafðar meöal stórs hóps bandarisku þjóöarinnar, — sem þykir sjálfeagt að ungir menn haldi til Vietnam til að berjast fyrir föðurlandið I nafni frelsis- ins og hetjudáöa. 1 þessum hópi eru hjónin Bob og Sally, sem leikin eru af þeim Bruce Dern og Jane Fonda. Hann er kapteinn i landgöngu- liöinu og hann tekur þvi fegins hendi þegar hann er sendur til Vietnam. Hún ákveður aö ger- ast sjálfboðaliöi á herspitala til aö drepa timann meöan hann er i burtu og þar rekst hún aftur á gamlan skólabróður, Luke (leikinn af Jon Voi^it) sem er örkumla eftir veru sina i Vietnam og harla bitur eftir þá reynslu sem hann hefur orðiö þar fyrir. Með þeim tekst vinátta sem þróast upp I ástar- samband og hinn örkumla maö- ur gagnast konunni á þann hátt sem maður hennar, hetjan til- vonandi, hafði aldrei megnaö um leiö og hann fær hana til að taka tilendurmats flest sin fyrri lifsgildi og þar meö talda af- stööuna til strlðsreksturs. En eiginmaðurinn snýr heim, særö- ur á fæti eftir slysaskot, og er sæmdur oröu fyrir „hetjulega framgöngu” um svipaö leyti og hann kemst að þvi að kona hans hefur verið honum ótrú. Sú veröld sem hann hefur séö I hyllingum, bæöi heima og heim- an, hefur hrunið I einu vet- fangi. Þótt Vietnamstriðiö fléttist þannig aðeins með óbeinum hætti inn I þetta sérkennilega þrihyrningsdrama I Heimkom- unni er ekki um þaö aö ræöa aö verið sé að taka á striðsrekstri þessum neinum vettlinga- tökum. Boöskapurinn er ótvi- ræður friðarboðskapur en hér er allt kapp lagt á að sýna bakhliö- ina á strföinu, hvernig þaö spinnur örlagavefi þeirra sem eru jafnt i fremstu vigllnu eöa bíöa heima eða hafa verið dæmdir úr leik. Þessu kemur Hal Ashby vel til skila I Heim- komunni með yfirleitt smekk- legri leikstjórn en það sem þó kannski ræður úrslitum um að vandmeðfarið efni hittir i mark er stdrgóöur leikur þeirra Fonda og Voight. Oskarsverð- laununum hefur greinilega ver- iö viturlega ráöstafað það áriö. BVS Weií«>2ú«/>ití iho COOIO áEHIlV ,Það eina sem einhverju bjargar, er leikur Richard Dreyfuss ii >» 2 PLUS 2 Austurbæjarbió: The Good-bye Girl. Bandarisk, árgerö 1977. Handrit: Neil Simon. Leikendur: Richard Dreyfuss, Marsha Mason, Quinn Cummings, Paul Bene- dict. Leikstjóri: Herbert Ross. Njáll Simonarson ku vera meö vinsælli handritahöfundum vestan Klettafjalla. Hann ku einnig vera með afkastameiri handritahöfundum vestan þessara sömu fjalla. 2 plús 2 eru 4. Ef að likum lætur er verið að sýna tvær kvikmyndir byggðar á handritum hans hér I höfuö- borginni við norðurhjara. Aðra myndina hef ég ekki séð, en hin er séð og hér til umfjöllunar. Ég minnist þess, að i fyrra sá ég mynd sem Njáll þessi skrifaöi og hét Odýri leynilögreglumað- urinn. Þótti mér myndin sú býsna skemmtileg á köflum, enda veriö að stæla góðan gæja þar sem Humphrey Bogart var. „Framtiðin virðist brosa viö Paulu McFadden, aðlaðandi 33ja ára konu, fyrrum dansmær á Broadway, og Lucy, tiu ára ERU? dóttur hennar. Paula á von á þvi að fara vestur til Kaliforniu með Tony, sambýlismanni sinum, sem hefur samið um að leika I sjónvarpsþætti þar.” Eins ognærri má geta, fer allt I hund og kött og ekki fer Paula vestur, alla vega ekki i bili. Karlinn er stunginn af úr landi og konan ein eftir i súpunni. Hefst nú grátur og gnístan tanna, en þegar neyðin er stærst, kennir hún naktri konu að spinna og prjóna. Tony var leikari eins og sjá má. Sjaldan er ein báran stök og einn leikari kemur eftir annan. Tony hafði nefnilega framleigt Ibúð sina starfsbróður sinum og kunningja frá Chicago. Flytur hann nú inn um miðja nótt i rigningu. Paula hafði ekki hug- mynd um þetta brall. „Sambúðin” gengur stirð- lega lengi framan af, konan fúi út i gæjann, en var skotin i hon- um I laumi. Dóttirin hins vegar mjög hrifin og þó sérstaklega vinkona hennar. Alls kyns erfið- leikar með vinnu, en undir lokin þegar þau hafa loks náð saman, fer hann vestur til Seattie til að leika i filmu hjá frægum leik- stjóra. Hún verður eftir og biður eftir aö hann komi. Æðsti draumur konunnar i þessari mynd, eins og svo mörg- um öðrum, er að eiga sér fallegt heimili, en þvi miður tekst henni ekki að fá þetta alveg eins og það var I blaðinu. Ekki veit ég hvað þaö er sem stuðlar að vinsældum umrædds Njáls, ef þessi mynd er dæmi- geröfyrir þaö sem hann skrifar, þvi þarna rekur hver flatneskjan aðra, I samtölum og sitúasjónum, ihugun, heilsu- fæöi og co. Ekki hjálpar þaö upp á þetta auma handrit, að úrvinnsla Herberts Ross er jafn flatneskjuleg og handritið. Hvergi örlar á neinum tilþrifum eöa frumlegheitum. Þetta er allt slétt og fellt, enda eina leiö- in til þess að hlutirnir verði vin- sælir. Þaö eina sem einhverju bjargar, er leikur Richard Dreyfuss enda á hann að hafa fengið óskar fyrir vikið. Honum tekst oft f jandi vel til og þá aöal- lega i einhverjum trikkum, þvi ekki býður persónan, eins og hún er frá hendi höfundar, upp á neina verulega túlkun. Eins og flestir karakterar I myndinni er hann mjög uppskrúfaöur á stundum, enda listamaður. Aðrir leikarar sleppa skamm- laust frá sinum hlutverkum. Þegar á heildina er litið, er þetta bara enn ein af þessum ómerkilegu myndum frá Ameriku, sem ekkert erindi .eiga út fyrir iandamæri þess rikis, ef hún á yfir höfuð nokkuð erindi fyrir augu almennings, þvi henni tekst ekki að vera það sem hún greinilega á að vera: skemmtun. Njáll og Herbert heföu getað reddað þessu með þvi að sýna okkur þegar Elliot (en svo hét Dreyfuss I myndinni) kom aftur frá kvikmyndatökunni, oröinn frægur maður og bráöum mjög rikur, nógu rikur til þess að þau gætu keypt sér einbýlishús vesturlKaliforníu. Draumurinn um Ameriku. Má ég þá frekar biöja um Siberiu. -^GB

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.